Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 71

Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 71
Presiafélagsritið. Sadhu Sundar Singh. 67 opinberar Sundar Singh Krist sem frelsara syndugs manns, þess vegna elskar hann Krist enn meira en sjálfa biblíuna. Og því trúir hann biblíunni, af því að hún opinberar honum þann höfuðsannleika, sem hann einnig sjálfur hefir reynt í trúarsamfélagi sínu við frelsarann, trúarsamfélagi, sem verður til og helst við fyrir sífelda bæn. Bænin er þannig hinn aðalgrundvöllur sannrar Krists-þekk- ingar. Hún er aðaluppspretta hins dulræna, innilega trúarlífs Sundar sjálfs. Hún er honum alt. I bæninni fann hann Krist. Hún var honum lykillinn að nægtabúri Guðs náðar, sem veitti þyrstri og örmagna sálu hans þann frið og þá gleði, sem hann hvergi gat fundið í trúarbrögðum hindúismans. Og úr óþrjótandi undralind bænasamfélagsins jós hann þrek og kraft, til þess að standast allar freistingar og þola hinar ótrúlegustu þrengingar og nauðir. Það er því eðlilegt, að bænin sé megin- atriði kenningar hans, enda er kristindómurinn að hans áliti, fyrst og fremst og ekkert annað en bænalíf í Jesú Kristi. Margir misskilja, að áliti Sundars, algerlega eðli og tilgang bænarinnar og halda að bænin sé, að biðja Guð um einstakar, ákveðnar gjafir. Þessvegna veldur bænin svo mörgum von- brigðum, af því að menn fá ekki ávalt þessar þráðu gjafir. En þessi er ekki tilgangur bænarinnar. Hann er sá, að fá Guð sjálfan, gjafarann allra góðra hluta, öðlast hlutdeild í guðdóm- legu lífi hans. »Fyrstu tvö árin eftir afturhvarf mitt«, segir hann á einum stað, »var eg vanur að biðja um ákveðna hluti. Nú bið eg um Guð sjálfan. Hugsum oss tré hlaðið ávöxtum, og að vér yrðum að kaupa eða sníkja hjá eigandanum, til þess að fá eitthvað af þeim. Þetta yrðum vér að gera á hverjum degi til þess að fá einn eða tvo ávexti. Ef nú tréð sjálft yrði vor eign, þá ættum vér og alla ávexti þess. Þannig munu allir hlutir á himni og jörðu verða vor eign, ef vér eignumst Guð sjálfan«. Sjálf bænheyrslan er því ekki sama og uppfylling einstakra óska mannsins, veiting einstakra gjafa, er maðurinn þráir. í bæninni sameinast Guð sálu mannsins, það er bænheyrslan. En bænheyrslan er bundin ákveðnum skilyrðum. Hún er öll undir hugarfarinu komin. Það verður að vera algerlega and-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Prestafélagsritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.