Syrpa - 01.03.1912, Page 3
SYRPA.
FRUMSAMDAR, ÞÝDDAR OG ENDURPRENT-
AÐAR SÖGUR OG ÆFINTÝR
OG ANNAÐ TIL SKEMTUNAR OG FRÓÐLEIKS.
I. Arg. 1912. 3. Hefti
ÞORRABLÓT.
SKUDAGURINN, þrett-
ándi febrúar, eitt þúsund níu
hundruö og sjö, boðaði komu sína
með dálítilli hríðargusu og- snjó-
renning'i. Frostlítið var þ<5, eftir
því sem er vanalega í miðjum þeim
mánuði í Manitoba.
Björnin var fyrir þrem dögum
skriðinn úr hýði sínu, og slíkt benti
íí bata og blíður, að gamalla manna
reynzlu og sögn.
Hríðar og helkuldar voru búnir
að lama margan mann tvo síðast-
liðna mánuði, sem ekki voru nógu
vel búnir undir þennan Fimbul-vet-
urNorðvesturlandsins,eða gátu ekki
náð í nauðsynjar sínar sökum sam-
gönguleysis.
Nú var breytingin fengin. Og
fólkið vegsamaði guð og náttúruna
fyrir umskiftin og var í glöðu skapi.
Þegar kom fram á morguninn
birti upp. Vindurinn hætti að suða
og veðrið varð hið ágætasta í Winni-
pegborg.
Fólkið var ekkert eftir sig þenn-
an morgun, þótt kveldið næsta á
undan hefði verið hvorki minna né
rneira en sjálft Sprengikvöld. Vest-
ur-íslendingar eru orðnir svo innan-
slæmir, að þeir geta ekki einu sinni
borðað sér til ósóma á hátíðum og
tiglidögum. Enda lítt af ætilegu
hangikjöti til í Winnipeg, móti því,
sem var heima á gamla landinu, og
fastan ekki viðhöfð hér í matnaði,
heldur guðsorði,svo hver má éta það
sem hann vill, hvenær sem er á
árinu.
íslenzki siðurinn okkar, gamli
og góði, sem tíðkaðist á íslandi
fyrrum, er nú að mestu leyti dottinn
úr sögunni, þótt eitthvað eimi má-
ske enn þá eftir af honum heima á
fósturjörð okkar. Þá hljóp hver
vinnumaður í fang þeirrar vinnu-