Syrpa - 01.03.1912, Blaðsíða 17

Syrpa - 01.03.1912, Blaðsíða 17
ÞORRABLÓT 143 og hún hafði hugsað sér púkana, þegar hún var svo lítil stúlka ú ís- landi og las þjóösögurnar um Sæ- niund Fróða. Hann hafði hófá eins og hestur, klær eins og ljón, hala eins og kýr, horn eins og hrútur, eyru eins og asni, og óttalega gul kattaraugu, sem gláptu grimdar- lega á hana. Það varð kolníða- myrkur í kring um hana. Prestur- inn og allir aðrir voru horfnir. Að- eins púkinn sat eftir við hliðina á henni. ,,Guð hjálpi mér!“ mælti hún lágt og brast í grát. Þá steypti púkinn sér úr sætinu og hvarf niður um gólfið á sömu stundu. Kirkjan var líka horfin, og henni fanst hún vera stödd uppá háu fjalli, og kom- ast hvergi ofan. Þá kemur Jón Jónsson til hennar alt í einu, á mó- rauðum vaðmálsfötum, með rauðan baðmullarklút um hálsinn og rönd- ótta kaupstaðar-skotthúfu á höfði, með skúfinn lafandi út í hægri vang- ann. Þannig hafði Jón oft verið klæddur, þegar þau kyntust heima á íslandi. Hún vissi að honum þótti vænt um sig,oghafði líka gefið honum svolítið undir fótinn heima. En nú var Jón kominn vesturum haf fyrir aðeins hálfu ári síðan, sem sé ári seinna en hún, og hafði hún síð- an látið sem hún sæi hann ekki, þótt hann gæfi henni hýrt auga og hóst- aði ósköp aumingjalega þegar fund- um þeirra bar saman. Nú gladdist hún innilega af því að sjá Jón, því hún tnundi að hann var góður klettamaður, og gæti því hjálpað sér ofan af fjallinu. ,,Fjandi er að sjá þig Gunna! Þér er víst bezt að koma strax upp á bakið á mér; því það er eina ráðið að koma þér hér ofan“, mælti Jón all snúðugur og Ólíkur því sem hann var vanalega þegar þau sáust. Hún gjörði það þegjandi og ráðaleysislega. Eftir litla stund voru þau komin ofan af fjallinu. Sá hún þá ekkert fjall lengur, heldur eintóma sléttu, svo langt sem augað eygði. Jón gekk að óásjálegum bjálkakofa, sem stóð á miðri sléttunni, lauk honum opn- um og bar Guðrúnu inn. í einu horninu var kýr á bási, í öðru var svín í krybbu, í því þriðja var ofn og í fjórða horninu stóð rúm. ,,Hérna verður þú nú að hýrast, Gunna mín!“ þótti henni Jón segja í miklu blíðara rómi en áður, og setjg. sig ofan á rúmið, og smelti um leiö rembings-kossi á varir henn- ar, og í því vaknaði hún, með höf- uðverk eftir vöku nóttina og óá- nægð með drauminn, sem hún reyndar tók elckert marlc á, en þótti þó ósköp leiðinlegur. Þegar Jón var sofnaður, dreymdi hann að hann væri fiuttur til Winni- peg. Honum þótti vera hásumar og steikjandi sólarhiti. Hann var klæddur í ljómandi falleg grá sum- arföt, vestislaus, í hvítleitri lérefts- skyrtu með breiða leðurgjörð um mittið, gula skó á fótum og snjó- hvítan stráhatt á höfði. í hægri buxnavasanum hafði hann einn dal í tíu-centa silfurpeningum, en í þeim vinstri geymdi hann hundrað dali saman brotna í tíu-dala bréfpening- um. Það lá ágætlega á Jóni. Hann þóttist fær í flestan sjó og vildi skemta sér sem bezt. Skamt frá honum stóð veitingahús. Gekk hann inn í það og bað um eina kollu af bjór og góðan vindling sér til hress- ingar. Jón ætlaði að taka upptutt- ugu cent og borga fyrir drykkinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.