Syrpa - 01.03.1912, Blaðsíða 27

Syrpa - 01.03.1912, Blaðsíða 27
ORUSTAN VIÐ HASTINGS 153 sumir telja alla menn er vopn báru, en aörir aö eins þá, er þungvopn- aöir voru. Meðan floti Vilhjálms lá í Dives mynni og beið byrjar, en Haraldur hélt vörö sunnan á Englandi meö sínu liöi, segja menn aö Haraldur hafi sent njósnarmenn yfir á Nor- mandí. Einn af þeim mönnum var tekinn og leiddur fyrir Vilhjálm. Lét Vilhjálmur hann jafnskjótt laus- an og bað hann færa Haraldi kveðju sína og segja honum, að hann skyldi eigi eyöa fé sínu handa njósnar- mönnum yfrá Normandíjhann skyldi sjálfur sækja Harald heim, fyr en hánn varöi, og láta hann sjá og reyna hver dugur væri í Normönnum. Nú var liöinn mánuöur og ekki kom sunnanvindurinn; þá bjóst Vil- hjálmur að taka sig upp og flytja herinn í annaö bygðarlag. Hann sá fyrir, aö vistir mundu þrjóta meö öllu, ef hann sæti á sama stað leng- ur en þá var komið. Hér við bætt- ist og, að liö Haraldar hinumegin viÖ sundiö skorti vistir ogjafnskjótt tvístraðist þaö, en floti Haraldar, sem lá þar fyrir landi, silgdi burt; varö þá England mjög varnarlítiö þeim megin, og þá þótti Vilhjálmi mest undir því komið, að vera sem næst Englandi, til þess aö geta gjört þar landgöngu þegar færi gæfist og þar sem litlar voru varnir fyrir. Vilhjálmur flutti því næst liöið fram hjá Signu-ós og noröur meö strönd- um á Normandíi og setti herbúðir utan sina landamerkja á lóð þess manns, er hét Guy Ponthieu, liann var lendur maöur Vilhjálms og vin- ur hans mikill. Þar rennur Somme- fljót til sjávar, þar staönæmdist flot- inn. Þar stendur klausur eitt, kent viÖ Valarik, er var uppi á dögum Merovinga og leitaöist viö aö kristna heiöna menn norðan á Gallíu. Hjá klaustrinu hafði myn iast lítill bær aö nafni St. Valery; sjást enn leifar af klaustrinu, og á bænum er mið- alda svipur. Þar Iá nú floti Vil- hjálms og beið byrjar til þess, að leggja út af Vvík þeirri, er Somme- fljót fellur í, og komast yfir til Eng- lands. En meöan Vilhjálmur lá þar með alt sitt liö, var Haraldur á ferö- inni noröur í land, baröist við Har- ald Sigurösson viö Stafnfurðu- bryggju og vann sigur. Nú þótti mönnum langt að bíða byrjar og gjörðist illur kurr meöal þeirra, en Vilhjálmur hughreysti þá í orði og verki, gjöröi ýmsar fyrirskipanir um allskonar helgihöld og gekk sjálfur í þeim efnum á undan sínum mönn- um meö gott eftirdæmi; en svo leið hálfur mánuöur, að eigi batnaði byr- inn við bænahaldið. Þá tók Vil- hjálmur þaö til bragös, aö hann fékk ábótann og alla munkana í St. Valeryklaustri til þess að bera skrín hins helga Valariks í dýrölegri pro- cessiu. Klæöi var breytt á jöröina og þar á var skríniö sett, gengu liösmenn þangaö, gjörðu bænir sín- ar og áheit og greiddu offur. Um síðir urðu menri bænheyrðir. Miövikudaginn 27. sept., tveim dögum eftir sigur Haraldar viö Stafnfurðubryggju rann á blásandi byr af suðri; kom þá gleðibragð á allan herinn; tími hvíldar og aö- gjöröaleysis var á enda, en störf og stórvirki fyrir hendi, og England þótti liggja laust fyrir tneö öllum sínum auðæfum. Því næst lét her- toginn blása til brottlögu, og allir flýttu sér, sem þeir bezt kunnu út á skipin. Sumir báru vopn, er brúka skyldi fyrir handan sund, sumir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.