Syrpa - 01.03.1912, Qupperneq 11

Syrpa - 01.03.1912, Qupperneq 11
ÞORRABLÓT 137 drakk meÖ því enskt limonaði, sem útbýtt var gefins til hvers sem hafa vildi. Þegar inn í átsalinn kom brá mörgum í brún. Mátti þá sjá öm- urlegan angistarsvip á þeim andlit- unum, sem íslenzkust voru ogbros- hýrast höföu sýnt ágætisvonir sínar uni hátíöamatinn íslenzka. En eng- inn sagði neitt, heldur settist niður viö Þorrablótsborðin og át þaö sem fram var reitt, með prestlegum píla- grimssvip, óskandi í hjarta sínu, að hannheföiboröaðfylli sínaaf blessuö- um matnum heima hjá sérum kveld- iö. Ensku mælandi menn á kol- svörtum skottfrökkum getigu um beina. Voru þaö skutulsvein- a r Helga magra. Á borðum var nýlegt kalkúnakjöt og reykl svínakjöt. Höfðu fórnar- lömb þessi alið allan sinn aldur í Manitobafylki. Þar var hvítt brauð og mórautt og sætt smáköku brauð, búið til úr Manitoba kornmat og bakað í Winnipegiskum bakaraofn- unt. Enn fremur Kanadiskar kar- töflur með sinnepssósu, og blóðrautt kál, niðursaxað, úrsamalandi. Þar var ísrjómi, búinn til í Wintiipeg, í ferköntuðum smábitum, ofutlítið af- löngum — einn biti á mann — og kældi hann mikið þá sem heitastir voru. Blóðrautt hlaup, sem skalf og titraði stöðugt í ílátinu, jafnvel þótt borðið hreifðist ekki, minti á taugaveiklaðan íslending,sem heim- urinn hefir á hornum sér og hríð- skelfur í kuldagusti veraldarinnar, grýttur orð-hnöllungum Óhlutvandra óróaseggja og ærður af hávaða ís- lenzkra ofstopamanna. — Þetta Winnipeg-hlaup varð þannig það íslenzkasta af Þorrablóts-réttunum, þar sem þaö minti boösgestina á sjálfa sig sem íslendinga, áöur en það gekk sína hinstu braut og hvarf niður í Ginnungagap tilveruleysis- ins. En jafnvel þá, var eins og end- urminningin um þaö hvíslaði aö mörgum landa: ,,í dag mér, á morgun þér“, og niynti þannig ó- notalega á íslenzka þjóöflakið hálf- sokkna fyrir vestan hafiö. Vatn í skínandi kristalkollum stóð á boröum. Var það haft handa þeim sem þyrstir voru,og áttilíka að vera sem læknislyf, ef einhverjum yröi óglatt, en íslendingar eru öllu van- ir og varð engum fiökult. Allir voru réttirnir kaldir nerna kaffiö. Það var heitt Brazilíukaífi, búið til afJóniBola. Þótti kaífi- konunum þaö ekki ná hinu ilmandi kaffi Jóns landa, sem þær drukku sjálfar heima hjá sér, en þóstórlýta- laust aö öllu samanlögðu. Þegar fyrri og seinni matar-bless- unin var um garð gengin, og allir höfðu borðað sig eins sadda og lyst og réttir leyfðu, fór sá hluti fólksins ofan í ræðusalinn,sem hvorki kunnu dans, né höfðu gaman að horfa á hann. Var þaö helzt roskíð fólk og ráðsetl, sem var búið að tapamesta fjörinu í bardögum sínum við tilver- una, og hafði orðið stirt í fótunum á krossgöngunni gegnum lífið. En dansfólkið fór aftur inn í danssalinn endurnært og brosandi eftir ensku máltíöina, sem átti svo undur vel við enska dansinn, og var svo und- ur og skelfing Winnipegisk. — Svo eölilega íslenzk-Winnipegisk hjá hinum vestur-íslenzku blóts-frömuö- um. Sumum fanst þó aö máltíðin lieföi mátt vera með dálitiö meiri ís- lenzkum blæ, þótt dansinn væri hafður ensltur, en öðrum þótti þaö
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.