Syrpa - 01.03.1912, Page 64

Syrpa - 01.03.1912, Page 64
190 SYRPA skaut eg mér í einum ryklc og hra8- aði mér eftir þilfarinu til aö komast saman við farþega, sem voru þar. Það var lán fyrir mig að eg gerði það, því reykingasalsþjónninn kom á hlaupum út úr reykingarsalnum og æpti á eftir mér að eg skyidi koma til baka, en hann misti af mér og lét við það sitja. Eg býst við að hann hafi ekki nent að vera að hafa fyrir því að ná í mig. Nú var mér borgið, fyrst eg var sloppinn upp á salsþiljur, en eg var hræddur um, að einhver skipverja kynni að taka eftir hve lélega eg væri til fara, gruna þar af að eg væri milliþiljafarþegi og reka mig svo ofan á þær þiljur aftur og þá var, vitaskuld, úti um mig. Eg sá engin ráð við þessuu' fvrstu, þdr til mér varð litið til hvar farþegjar nokkrir hðlluðu sér fram yíir borð- stokkinn og voru að selja upp. Þá flaug mér snjallræði í hug: látast vera sjóveikur eíns og þeir vóru. Eg gekk fram að borðstokknum, hall- aðist fram yfir hann milli tveggja, sem vóru að kúgast, studdi olnbog- unum á borðstokkinn og tók báðum höndurn um höfuð mér og stóð rót- laus í þeim ste'lingum þar til klukkuna vantaði lítið eitt í tólf, þ. e. a. s. hálfa þriðju stund, eftir því sem eg get næst komizt. Miðdagsverðarhringingin á milli- þiljum sagði mér til að farbréfa skil- in væru afstaðin, og þá var eg ekki seinn á mér að skjótast aftur ofan á milliþiljurnar, mega menn nærri geta. Eg var orðinn dauðstirður af að hanga í sömu stellingunum og látast vera sjóveikur. Enginn sá mig fara ofan á þilfarið og þaðan fór eg beint til átthaga minna og settist að miödegisverði og varheld- ur en ekki létt í skapi, því nú vissi eg að mér var óhætt, þangað til kæmi á St. Laurens fljótið og það yrði ekki fyr en eftir eina sjö daga. Daginn áður en við komum að ár- ósunum, vorum við reknir saman og kannaðir af skipslækninum upp á bólusetningu. Mér stóð enginn ótti af því. Við áttum ekki nema ganga fyrir lækninn og sýna honum bóluör okkar og svo ganga hjá framreizlumanni, sem þar til var settur og taka við spjaldi af honum. Þeir sem voru óbólusettir, voru bólusettir af lækninum, því canadi- önsk lög gera hverjum, sem fer í land þar að vera bólusettur. Við miðdagsverðinn þann dag kom yfirbrytinn ofan á milliþiljur, með landgönguspjöldin. Eg vissi að þau hljóðuðu upp ánafn farþegja, og eg þyrfti því ekki að búast við að fá spjald, enda ætlaði eg að kom- ast af án þess. Eg þóttist vita að framreiðs-lumaðurinn mundi koma til mín og spyrja mig að heiti og leita svo í spjaldabunkanum sem hann hélt á í hendi sér. Eg vildi taka það ómak af honum, og stóð upp frá borðum og laumaðist út, svo ekki bar á. Hver farþegi verð- ur að hafa landgönguspjald, ella leyfainnflutningsvaldsmennirnir hon um ekki landgöngu. Eg ætlaði mér í land spjaldlaus, og láta það ekki hamla mér, svo langt sem eg nú var kominn. Milliþiljafarþegjar voru reknir upp á þilfar skömmu áður en kom að Grossey, sóttvarnarstöðinni, sem er hér um bil 29 mílur frá Quebec. Þeir áttu að vera þar til taks fyrir könn- un sóttvarnarlæknisins. Læknir sá hefir með sér vél, sem telur sjálf- krafa hvern farþega, sem fram hjá

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.