Syrpa - 01.03.1912, Blaðsíða 59

Syrpa - 01.03.1912, Blaðsíða 59
í SÝN OG ÞO FALINN SÝN 185 ursmiöi; ,,annaS farrými“ var prent- aö stórum stöfum á hann aÖ ofan, og neöanveröu var nafn línunnar. Þaö var rétt aö mér komiö aö af- henda hann merkingarmanninum og segja honum til aö hann heföi losn- að af kistu einni sem hafði veriö ný- skeð sett upp í stakkinn; en I á datt mér í hug, að eg "þyrfti á miöa að halda á kistuna mína. Því stakk eg honum í vasa minn og haföi mig af staö undan skygninu og heim til mín. Eg gekk frá tólum mínum í kist- unni og tróö fataræflum þeim sem eg átti ofan í hana líka; skar nafniö úr miðanum; límdi blað fyrir opiö og skrifaði þar á nafn mitt og límdi svo miöann vel og vandlega á kist- una, svo að hann losnaöi ekki af henni. Síöan leigöi eg mér hand- vagn hjá kolasala, sem bjó í grend viö mig, setti kistuna á hann og ók henniofanaöskipakví. Þegarískygn- iö kom,sem farangursstakkurinn var í, ók eg vagninum beint að hlaöan- um, þar var enginn hjá, og skelti kistunni upp í hlaðann; svo þreif eg vagninn aftur og ók burt í skyndi. Mér þótti rætast heldur en ekki vel úr, aö merkingarmaðurinn var þar ekki til aö yfirheyra mig. Því hann hefði kunnað aö reka mig í vöröurnar. Farangursvörðurinn tal- aði ekki til mín, hann sá að eg lét í hlaöann en tók ekkert úr honum og þaö lét hann sig ekki skifta. Þá fór eg aö grenslast eftir hve- nær skipiö færi úr kví, og fekk að vita, aö þaö legöi úr henni um kvöldiö og lægi viö atkeri úti á ánni, þar til tími væri að leggja aö bryggju. Eg varð þess og vís, aö milliþiljafarþegar yröu fluttir út á skipið, meöan það lægi úti á ánni, og yröu fluttir út í þaö á ferju. Eg vissi aö það var ekki til neins aÖ fara um borð, meöan skipiö væri í kví, því óöara yrÖi tekið eftir því aö eg heyrði ekki skipshöfninni til. Þaö vissi eg líka að eg gæti ekki sloppið um borö meö ferjunni; því farbréf eru skoðuð umleið og far- þegjar eru látnir fara í ferjuna. Eg vissi vel viö hverju var aö sjá; eg haföi ekki krufiö kunningja mína sagna til einskis. Áform mitt var að bíða, þangað til skipið legöi aö bryggju til aö taka káetufarþegja. Þá ætlaöi eg aö fara á skrifstofu línunnar og fá leyfisspjald til að fara um borö til að kveÖja kunningja minn, og komast meö því móti út á skipiö. Burtfarardaginn fór eg því, eins ográögert var,á skrifstofuna og baö um miöa til að skreppa um borö og kveöja kunningja minn, Skrifar- inn, sem eg átti viö, glápti á mig stundarkorn; honum leizt sýnilega ekki trúlega á mig, því eg var ekki allskostar vel til fara; svo spuröi hann,hvern eg ætlaði aö kveðja þar. Þaö kom flatt upp á mig, því eg bjóst viö aö eg fengi spjaldiö reki- stefnulaust, og svariö stóö í mér. Á endanum stumraði eg fram úr mér: ,,hann heitir Jones“. Mér datt þaö nafn fyrst í hug og þótti líka líklegt að þaö nafn væri til á farþegjaskránni. Skrifarinn sá undir eins hvað undir bjó, og sagÖi beint upp í opið geöiö á mér, að eg ætti engan kunningja úti á Kensington. Við þaö varð eg alveg að gjalti og flýtti mér út úr skrifstofunni út á götu. Þarnæst tók eg þaö til bragðs aö fara niöur á bryggju og bíöa þess að Kensington legði aö. Eg ætlaöi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.