Syrpa - 01.03.1912, Síða 59

Syrpa - 01.03.1912, Síða 59
í SÝN OG ÞO FALINN SÝN 185 ursmiöi; ,,annaS farrými“ var prent- aö stórum stöfum á hann aÖ ofan, og neöanveröu var nafn línunnar. Þaö var rétt aö mér komiö aö af- henda hann merkingarmanninum og segja honum til aö hann heföi losn- að af kistu einni sem hafði veriö ný- skeð sett upp í stakkinn; en I á datt mér í hug, að eg "þyrfti á miöa að halda á kistuna mína. Því stakk eg honum í vasa minn og haföi mig af staö undan skygninu og heim til mín. Eg gekk frá tólum mínum í kist- unni og tróö fataræflum þeim sem eg átti ofan í hana líka; skar nafniö úr miðanum; límdi blað fyrir opiö og skrifaði þar á nafn mitt og límdi svo miöann vel og vandlega á kist- una, svo að hann losnaöi ekki af henni. Síöan leigöi eg mér hand- vagn hjá kolasala, sem bjó í grend viö mig, setti kistuna á hann og ók henniofanaöskipakví. Þegarískygn- iö kom,sem farangursstakkurinn var í, ók eg vagninum beint að hlaöan- um, þar var enginn hjá, og skelti kistunni upp í hlaðann; svo þreif eg vagninn aftur og ók burt í skyndi. Mér þótti rætast heldur en ekki vel úr, aö merkingarmaðurinn var þar ekki til aö yfirheyra mig. Því hann hefði kunnað aö reka mig í vöröurnar. Farangursvörðurinn tal- aði ekki til mín, hann sá að eg lét í hlaöann en tók ekkert úr honum og þaö lét hann sig ekki skifta. Þá fór eg aö grenslast eftir hve- nær skipiö færi úr kví, og fekk að vita, aö þaö legöi úr henni um kvöldiö og lægi viö atkeri úti á ánni, þar til tími væri að leggja aö bryggju. Eg varð þess og vís, aö milliþiljafarþegar yröu fluttir út á skipið, meöan það lægi úti á ánni, og yröu fluttir út í þaö á ferju. Eg vissi aö það var ekki til neins aÖ fara um borð, meöan skipiö væri í kví, því óöara yrÖi tekið eftir því aö eg heyrði ekki skipshöfninni til. Þaö vissi eg líka að eg gæti ekki sloppið um borö meö ferjunni; því farbréf eru skoðuð umleið og far- þegjar eru látnir fara í ferjuna. Eg vissi vel viö hverju var aö sjá; eg haföi ekki krufiö kunningja mína sagna til einskis. Áform mitt var að bíða, þangað til skipið legöi aö bryggju til aö taka káetufarþegja. Þá ætlaöi eg aö fara á skrifstofu línunnar og fá leyfisspjald til að fara um borö til að kveÖja kunningja minn, og komast meö því móti út á skipiö. Burtfarardaginn fór eg því, eins ográögert var,á skrifstofuna og baö um miöa til að skreppa um borö og kveöja kunningja minn, Skrifar- inn, sem eg átti viö, glápti á mig stundarkorn; honum leizt sýnilega ekki trúlega á mig, því eg var ekki allskostar vel til fara; svo spuröi hann,hvern eg ætlaði aö kveðja þar. Þaö kom flatt upp á mig, því eg bjóst viö aö eg fengi spjaldiö reki- stefnulaust, og svariö stóö í mér. Á endanum stumraði eg fram úr mér: ,,hann heitir Jones“. Mér datt þaö nafn fyrst í hug og þótti líka líklegt að þaö nafn væri til á farþegjaskránni. Skrifarinn sá undir eins hvað undir bjó, og sagÖi beint upp í opið geöiö á mér, að eg ætti engan kunningja úti á Kensington. Við þaö varð eg alveg að gjalti og flýtti mér út úr skrifstofunni út á götu. Þarnæst tók eg þaö til bragðs aö fara niöur á bryggju og bíöa þess að Kensington legði aö. Eg ætlaöi

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.