Syrpa - 01.03.1912, Blaðsíða 23
ORUSTAN VIÐ HASTINGS.
Eftir PÁL MELSTED.
I.
A Ð er upphaf þessa máls, að
Játvaröur konungfur lá sjúkur
og var nær kominn dauöa. Það
var um jólaleyti áriö 1065. Var þar
margt stórmenni saman komiö, og
margur meö þungum áhyggjum,því
aökonungurinn var barnlaus,og eng-
inn á lífi af hinni gömlu konungs-
ætt, nema Játgeir, sonar sonur Ját-
mundar járnsíöu, en hann var barn
að aldri, og eigi tiltök aöhefjahann
til konungdóms, fyrir þá sök, aö
tveir ofureflismenn stóðu á móti,
Tosti jarl og Vilhjíilmur hertogi af
Normandíi, er báðir vildu konttngar
veröa yfir Englandi, hvenær sem
Játvaröar misti við. En einn mað-
ur var sá á Englandi, er að flestra
rómi þótti fær um að erfa ríkiö eftir
Játvarð konung; sámaðurvar H a r-
a 1 d u r jarl G u ð i n a s o n. Hann
var manna bezt til höföingja fa'linn,
hann var hermaöur hinn mesti og
hraustur í orustuni og hafði um
mörg ár undanfarin liaft stjót n rík-
isins á hendi, og farið vel nieð, þótt
Játvaröur bæri konungs nafniö. En
Haraldur var eigi af konungsætt-
inni, og fyrir því hugðu margir, aö
fjandmenn ríkisins mundu neyta
færisins og vekja nýjan ófrið þar í
landi. Það var 5. janúar 1066, að
Játvaröur konungur vaknaði sem af
svefni og haföi ráö alt og rænu.
Viö rekkju hans stóöu þeir sinn
hvoru megin, Haraldur jarl og Stíg-
andi erkibiskup, tveir hinir æðstu
menn í ríkinu; viö fótagaflinn sat
Gyða drotning, systir Haraldar
jarls. Jafnskjóttsemkonungur rakn-
aði viö baðst hann fyrir og því næst
lét hann kalla til sín þá af vinum
sínum er viöstaddir voru og sagöi
þeim frá því, er fyrir hann haföi
boriö, en þeim fy'rirburði fylgdu þau
orö: ,,áður en ár er liðið frá dauöa
þínum munu óvinir þínir vaöa yfir
ríki þitt landshorna í millum og
fara með ráni og manndrápum“.
öllum þeim, er heyröu þessi orö,
fanst mikiö um, nema erkibiskupi.
Hann var einn af hinum stórgeröu
biskupum, sem vér hittum öðru-
hverju í sögu Noröurlanda. Hann
lagöi lítinn trúnað á þaö, sem al-
þýöa manna kallaði tákn og fyrir-
buröi, og svo var um þetta. Hann
hvíslaöi aö Haraldi jarli og sagöi,
að konungur væri svo sjúkur, aÖ
liann vissi eigi hvaö hann segöi.
Nú voru gÓÖ ráö dýrmæt, og nú
var um annað aö hugsa en um óráðs
orö konungsins. Það varð eigi hjá
því komizt, aö leggja þá spurningu
fyrir konunginn, er varðaöi alt Eng
land, þótt hann væri kominn í and-
látiö. Þegar konungur haföi minzt
á útför sína, og þakkaö vinum sín-
um og vandamönnum trygö og holl-
uslu viö sig, spuröu þeir Haraldur
og Stígandi hann, hver vera skyldi