Syrpa - 01.03.1912, Page 16
142
SYRPA
o’ miklu fínni, mæ gúddnis! O’
viö lærum undir eins ensku dansana
o’ skemtum okkur ágætlega næsta
Þorrablót. Þú petur veriö sjúr á þí.
Umræðurnar o’þennan íslenzkasöngf
stendur mér á sama. Það er nó
gúdd enníhá. O’ í sam’burði við
það sem hér er sungið, eins o’ til
dæmis: ,,Good bye litle girl“,
,,Blewbell“ og ,,Would you care“,
sem er’ alt saman yndisleg lög, eru
þeir bara rétt o’ slétt nonsens. Að
eins boðlegir íslenzkum fauskum o’
förmurum. Þú finnur það seinn’ út
Djonni dír!“
,,Jes, það getur nú verið. En
mér líkar þetta Þorrablót ekk’ að
tol. Það er kreisí’! É’ ét það al-
drei o’ní mig.1 ‘
,,Bæ djó! Þú tekur þetta heitt.
O’ það er ekki so-leiðis, að mér sé
ekki sam’ um þetta Þorrablót, þí é’
get skemt mér nó’ án þess. O’ við
getum dansað bæð’ út í Parki o’
Heppíland í sumar, þegar við erum
búin að læra vel að dansa á ensku,
o’ alt af er nó’ af enskum dönsum
hér á veturnar, bæði hjá enskum o’
löndum. En mér finst að þú ættir
ekki’ að taka þér það nærri, þó þetta
• blót væri enskt í anda, þí aldrei
gjörir íslenkan okkur gagn í þessu
landi, o’ þí betur verðum viðaf, sem
við losnum fyrri við hana o’ alja
’ennar sauðmórauðu landa. So
mikið er é’ búin að finn’ út síðan é’
kom hér“.
,,Æ dónt nó, é’ veit það ekki,
Rúní. É’ er orðinn hál’ þreyttur af
þess’ öllu saman o’ grútsyfjaður þar
o’ní kaupið. “
,,0, þér líður betur þegar þú ert
kominn alfarinn í bæirin. É’ má
búast við þér með vorinu? Er það
ekki? Ei!“
,,Jes, é' held það. Jú, sjúr é’
kem. Mér Ieiðist þarn’ úti hál’t um
hál’t o’ vantar að skift’ um. Þú
segir það sé ansvíti mikið fonn að
hafa hér. “
,,Jú bett júr sokks. Þú getur
haft háan tíma hér. Sjúr Mæk!“
Þau voru nú kominn heim að
gistihúsinu, sem Guðrún vann á.
Hafði hún útvegað bróður sínum
þar svefnherbergi, þær fáu nætur,
sem hann dvaldi í borginni.
Eftir skamman tíma leiddi engill
svefnsins þau inn á land draum-
anna.
Guðrún þóttist vera stödd á und-
ur fínum enskum dansleik, með
ljómandi fallegum enskum pilti, sem
væri kærastinn hennar. Sjálf var
hún fallegasta stúlkan í öllum hópn-
um. Henni fannst hún miklu frem-
ur fljúga yfir gólfið en dansa á því.
Alt í einu fanst henni danssalurinn
breytast í kirkju, og maðurinn sem
stýrði dansinum vera presturinn.
Sjálf var hún brúður og kærastinn
hennar brúðgumi, og var presturinn
að gefa þau sarnan í hjónaband.
Hún var á sex álna löngum brúðar-
kjól úr snjóhvítu silki, og héldu sex
brúðarmeyjar honum upp að aftan
svo hann snerti hvergi gólfið. Oll
var hún skrýdd gull og gimstein-
um, með demantshringjum á hverj-
um fingri, og stirndi á hana alla.
Aldrei á æfinni hafði hún verið eins
innilega sæl og ánægð með sjálfa
sig og nú. — Þegar presturinn ætl-
aði að fara að spyrja hinna algengu
spurninga, varð henni litið á brúð-
gumann. — Góður guð! — Hvílík
sjón! Kafioðinn og kolsvartur púki
sat í brúðgumasætinu, alveg eins