Syrpa - 01.03.1912, Blaðsíða 39
ORUSTAN VIÐ HASTINGS
165
aS, er þeir áöurvoru. Margirþeirra
komust á hól þann, er áður var
nefndur, og vörðust þaðan, og kom
liann þeim nú að góðu gagni; féllu
Frakkar drjúgum í þeirri viðureign.
En meðan þetta gjörðist, og Eng-
lendingar og Frakkar börðust í
smáriðlum niður á láglendinu náði
meginher Normanna uppgöngu á
hálsinn, að likindum þar sem brekk-
an er minnst, skammt þar fyrir
vestan,sem klaustrið var síðan reist.
Það var um nónbil, er Normenn
náðu uppgöngu á*hálsinn; hafði þá
orustan staðið um 6 stundir; en þó
að Normenn ætta nú hægra en áður
til aðsóknar, var samt mjög tvísýnt
um sigurinn; hvorirtveggja börðust
af miklum ákafa og unnu margt
hreystiverk. Hörðust var orustan
þar sem Haraldur var, og þangað
sótti nú allur her Normanna. Þá
var níjög liðið á dag. Vilhjálmur
bauð bogmönnum sínum, að skjóta
örvunum í loft upp; til þessþærfélli
niður í höfuð Englendinga. Svo
var nú gjört, og varð þeim það
að miklu tjóni. Orvarnar gengu
gegnum hjálmana, margir fengu
skot, í augun og biðu bana. Var
nú mikil aðsókn að merki Haraldar
konungs. Hann var enn ósár, en
skjöldur hans var skúfaður af örvum
Normanna. Þá flaug ör ein og kom
í hægra auga konungi, öxin féll úr
hendi hans og hann hneig niður lijá
merkistönginni.og lá þar litla stund
í fjörbrotum, en þá þustu að fjórir
af riddurum Normanna og veittu
konungi banasár. En þótt Harald-
ur konungur væri fallinn, börðust
menn hans, þeir er uppi stóðu.með-
an dagur vanst til.
í þessari orustu féll flest alt stór-
menni sunnan og austan af Eng-
landi, því að enginn vildi á flótta
hyggja, og enginn beiddist griða.
En nokkrar sveitir af hinu léttvopn-
aða liði Haraldar leituðu undan þá
er myrkrið datt á. Veittu Nor-
menn þeim eftirför, en lentu í ó-
göngum þegar er hálsinum sleppti,
misstu nokkra menn og sneru við
það aftur til orustustaðarins. Uppi
á hálsinum, þar sem orustan hafði
verið hörðust og mannfallið mest,
var ógurlegt um að litast; jörðin
var þakin mannabúkum, svo þús-
undum skifti, flestir dauðir en marg-
ir særðir til ólííis. Jafnvel Vilhjálmi
liertoga fannst mikið um þá sjón.
Þar lét hann reisa merki sitt, er
tákna skyldi sigurinn, og þar lét
hann fyrirberast í tjaldi sínu um
nóttina, en mannabúkarnir lágu
alla vega út frá tjaldinu. Liðsmenn
hans héldu vörð alla nóttina. Dag-
inn eftir lét hertoginn kanná valinn
og jarða þá er fallið höfðu af hans
mönnum. En frá næstu héruðum
komu konur margar, og beiddust
að fá líkami manna sinna, sona og
bræðra, og það veitti hertoginn
þeim. Gyða*) móðir Haraldar kon-
ungs kom einnig, hún hafði í orustu
þessari misst þrjá sonu sína— Har-
ald, Gyrði og Leofwine. — Hún
beiddist að fá lík Haraldar sonar
síns og bauð jafnvægi þess í gulli,
til þess að það fengi leg í vígðri
jörð. En Vilhjálmur kvað eigi sæma,
að eiðrofsmaður hvíldi í helgum reit,
og var hann lagður í haug við flæð-
armál. Nokkrum árum síðar, þá
er Vilhjálmur hafði unr.ið alt Eng-
land og friðað það að fullu, leyfði
hann að lík Haraldar væri tekið úr
*) Gyða var systir Úlfs jarls föSur
Sveins Danakonungs Úlfssönar (+ 1076).