Syrpa - 01.03.1912, Síða 54

Syrpa - 01.03.1912, Síða 54
180 SYRPA hann brátt á högum sínum í Evrópu og afréö að kveðja heimsmenning- una, en verja eigum sínum til að leita æfintýra. Nú hafði hann búið á eyju Crusoes í fimmtán ár, og voru þar að eins með honum nokkr- ir svertingjar og fáeinir menn, er þreyttir voru á heiminum. Höfðu engar fregnir af mentuðum löndum nema einusinni á ári, er hann sendi seglskútu sína til meginlandsins til vistfanga. Jóhann Orth dáðist mikið að bar- óninum, er sjálfur hafði gert sig að útlaga. ,,Ó, von Rodth“, sagði hann oft. ,,Hann hefir skiiið hvernig maður á að leita sælunnar ogfinna hana. Eg hefi oft hugsað mér að gera það sama sjálfur. Maður, eins og eg, sem hefir séð alt og reynt, sem heimsmenningin hefir að bjóða, er fær um að meta líf þessu líkt“. Áður langt leið var Orth um borð á skútu sinni Santa Margherita. Futti hann nú vöru sína frá einni höfn í Suður-Ameríku áaðra. Sum- arið 1890 var hann og kona hans í Buenos Aires á skipi sínu. Paðan kvaðst hann mundi sigla suður um Horn-höfða til Valparaiso. En ætl- aði hann sér til Valparaiso? Löngu seinna fóru vinir hans í Vínarborg að ryfja upp fyrir sér, hve oft hann hafði talað um að fela sig á einhverri eyðiey. Skömmu áður en hann sigldi skrifaði hann bróður sínum Karli: ,,Margir mánuðir kunna að líða áður þú fréttir af mér aftur“. Til vinar síns í Vínarborg skrifaði aði hann: ,,Skipstjóri minn,Sodick, er fárveikur og verður að setjast hér að. Um aðra yíirmenn skipsins er það að segja, að eg verð að reka ainn fyrir ódugnað og öðrunt gef eg burtfararleyfi um tíma, annara hluta vegna. Eg sigli nú fari mínu sjálf- ur og verð með hásetum mínum að sigla fyrir höfðann til Valparaiso11. Það var satt að Sodick var veikur. Hitt er óskiljanlegra hversvegna hann lét hina yfirmennina fara, án þess að fylla skarðið,áður hann lagði upp í svo hættulega sjóferð. Ann- að var undarlegt: Orth flutti nógar vistir um borð til að endast fulla átta mánuði, þó sigla megi frá Buenos Aires á rúmum mánuði. Enn annað undur: menn staðhæfa, að hann hafi haft um borð hundrað og tuttugu þúsund dollara í slegnu gulli. Hvað átti alt þetta að þýða? Var áform hans að feta í fótspor Barons von Rodth? ,,Guð veri með þér Karl“, sagði hann að skilnaði við vin sinn Karl Radner. ,,Vinir vita aldrei hver skilnaðurinn er síðastur. Þú veist að skip koma ekki ætíðheil íhöfn“. Þani, 13. júlí sigldi Santa Margh- erita, með tuttugu og sex menn um borð. Sex vikur liðu og líkindi voru til að skipið kæmi til Valparaiso. Þá fréttist ekkert af því. Tveir mánuðir liðu og enn komu engar fregnir. Þó sögðu skip að stormar miklir hefðu geysað suður af höfð- anum. Kunnugir vissu þó að Jó- hann Orth var ágætur sjómaður, og skip hans fært í ílestan sjó. Brátt fréttist, að skipskrokkur hefði sést á strönd Atlantshafsins við mynni Magellan sundsins og að ylir hefði fiöktað vindbarið Austur- ríkis fiagg. Var þar Santa Marghe- rita? — Þegar ekki komu skýrari fregnirtaldi ábyrgðarfélagið Eiffe & Moss í Hamborg, sent skipið var vátryggt hjá, það af. Barst nú vítf um lönd að Jóhann Orth og kona

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.