Syrpa - 01.03.1912, Blaðsíða 6

Syrpa - 01.03.1912, Blaðsíða 6
132 SYRPA skyldu allir bara éta sér til skemt- unar. Boröa í minningu fornrar frægöar og forns höföinga, sem end- urspeglar sig þann dag í dag í hug- skoti flestra íslendinga, svo ein- kennilega vel. Landnámsmannsins Helga ins magra, sem bæði var heiðinn og kristinn, eins og svo margir íslendingar nú á tímum. Yfir borginni hvíldi heiðloftið dimmblátt og skýjalaust. Óteljandi stjörnur með mislitu geislakasti og mismunandi stórar, en þóallarund- ur smáar fyrir mannsauganu, glitr- uðu sindrandi upp í himinbláman- um, sem myndaði dýrðlega hvelf- ingu við yztu takmörk sjónarinnar. Niður við jörðina var sjónarsviðið lítiö og krókótt. Smákofar og stór- hýsi, kirkjur og kastalar buðu þar víðsýninu birginn, svo ekkert sást þar fyrir utan nema partar af götum og gangstéttum, með strjálingi af gangandi og keyrandi fólki, og stöku sporvagni, sem þeyttist áfram með halann spertan upp í loftið, eins og kýr á sundi heimaá íslandi. Með fram gangstéttunum stóðu nak- in og rengluleg tré, og sumstaðar í görðunum fyrir framan húsin. Eru þau til mikillar prýði á sumrum, en. bera sig illa á hinum köldu Mani- toba vetrum. Utan við gangstétt- irnar mættu auganu afar háirstaur- ar sem reknir eru niður í jörðina hér og þar. Ofarlega á þeim hvíla þverslár með afarlitlum glerkúlum sem rafvírar og fréttaþræðir borgar- innar eru festir í gegnum og liggja eins og kóngulóarvefir um hana alla. Á staurum þessum hanga líka götu- ljósin, sem eiga að lýsa borgina þegar dimt er, en tekst það fremur illa, víðast hvar, enn sem komið er. Sömuleiðis eru eldskeytiskassar og margir af póstkössum borgarinnar festir á staurana,og til margrahluta eru rekadrumbar þessir nauðsynleg- ir, en lítið bæta þeir né fegra útsýn- ið, öskugráir að lit, ömurlega ein- stæðingslegir og margir þeirra hlykkjótlir og bognir eins og J ó n landi, þegar hann fyrst kemur til Ameríku. Á húsþökunum var dálítið lag af snjóhvítum snjó, alveg eins og nátt- úran hafði búið hann til, en á göt- unum var hann ekki eins hvítur. Höfðu mennirnir með öllum sínum hestum, sleðum og fótum orpið á hann grámórauðum óhreinku lit. Og sumstaðar, þar sem umferðin hafði verið mest, var snjólagið ekki þykkra en svo, að leirinn gægðist með draugslegu glotti upp undan hvítum fann-voðunum. Á nokkr- um stöðum hafði snjórinn hlaupið . saman í svellgrotta. Var þar hált og varasamt fótum vegfarenda. Samt sem áður mýkti fönnin ofur- Jítið undir fæti, og kom það sér sér- staklega vel fyrir þá af Þorrablóts- gestunum, sem þurftu að nota fæt-- ur sínar mikið um nóttina, og þeir voru ekki svo fáir. Klukkan var orðin átta. Úr öll- um áttum borgarinnar streymdi fólk- ið að Manítoba höllinni, þar sem hófið átti að haldast. Piltur og stúlka komu að dyrun- um, þau voru ógift og leiddust. Maður og kona komu þangað einn- ig, þau voru gift, en þau leiddust ekki. Þrjár og tvær stúlkur, og þrír og tveir piltar, hvort í sínu lagi, stundum fleira í hóp,komu og hurfu inn í höllina. Stundum kom að eins ein stúlka eða einn maður. Það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.