Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 1

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 1
BEN [Franih.] VI. Fullur mánuður er nú liðinn síðan Ben Húr fór frá Antíokkíu, og fór út í eyðimörkina með ættarhöfðingjanum. Þótt tíminn væri ekki lang- ur, hafði mikil breyting á orðið um suma hluti: ValeríusGratus hafði verið settur frá landsstjóra- hgn sinni, og Pontíus Pílatus verið settur í lians stað. Símonídes hafði orðið að láta við- skiftastjóra sinn í Rómi greiða Sejanusi, sem öllu réð hjá Tíber keisara, 5 talentur, til þess að koma valdarbyltingu þessari af stað, því að með því móti var hættuminna fyrir Ben Húr að halda til í Jerúsalem. Til þess var varið þeim 5 talentum, er Drúsus og félagar hans urðu að greiða í veðfé. En um veðfjárgreiðlslu Messala var enn ekki komið svar frá Rómi. Pontíus Pílatus byrjaði á því að erta Gyð- lnga til. Hersveit sú, er koma skyldi í stað setuliðsins í Antoníukastala, kom inn í Jerú- salem á náttarþeli. Næsta morgun sáu borgar- búar, að múrveggir þessa gamla kastala þeirra hengu fullir af myndum keisarans, og af ern- >num rómverska. Varð af þessu uppþot mikið °g voru sendir senáimenn til Pontíusar Pílatusar. Fl Sesareu, til þess að biðja hann að taka °fan merki þessi, sem allir höfðu mestu and- stygð á. Fyrst lét hann hermenn sína umkringja sendimennina; en þei- sögðu að fyr vildu þeir allir deyja en hverfa heim aftur erindislausir. Lét hann þá undan, og lét flytja herkumblin fi' Sesareu, enda höfðu þau verið geymd þar a meðan formaður hans sat þar að völdum. ^ttur á móti gerði hann aðrar ráðsstafanir, sem öllum féllu mjög vel í geð. Hann hafði iagt svo fyrir, að ransaka skyldi öll fangelsi í Jei'úsalem, gera skrá yfir alla bandingja og af- örot þeirra. Fundust þá ýmsir menn, er allir höfðu haldið dauða, og mörg hundruð manna sem engar sakir höfðu verið á bornar; var þeim ölluui slept. Nú átti og að senda eina slíka skrá frá HÚR. Antoníuvígi, því að bygging sú var bæði vígi og dýflissa. Foringi sá, er þar skipaði fyrir, sat í vinnu stofu sinni, og las yfir skrána, áður en hann setti nafn sitt undir hana og sendi hana til Pontíusar Pílatusar. Sat Pílatus þá í höllinni á Síonsfjalli, Pá var honum sagt, að Gessíus fangavörður vildi fá að tala við hann. «Láttu hann koma inn» sagði foringinn. «Þú mátt eigi reiðast, foringi» sagði fanga- vörðurinn, «þó að eg komi, en eg hefi fundið fangaklefa, sem eg vissi ekki af að væri til. Og það eru menn í klefanum.« «Hvað —hvað er þetta?" sagði foringinn. Pú hefir verið hér fangavörður í átta ár, og þekkir ekki fangaklefana!» «Sá klefi, sem eg er að tala um, finstekki á uppdráttunum« — og hann breiddi út þrjú lúin bókfellsblöð þar á borðinu. Hérna er upp- dráttur af fangaklefunum á neðstu gólfunum, eins og sjálfur Valeríus Gratus hefir aflient mér þá» sagði hann, og benti á eitt bókfells- blaðið. «Sjáðu nú til, hérna eru 5 klefar, og um fimta klefann setti Valeríus Gratus mér — það eru á að gizka átta ár síðan —fyrirskip- anir á þessa leið: «í fimta klefanum sitja þrír hættulegir landráðamenn sem hafa snuðr- að upp mikilsvarðandi leyndarmál ríkisins. Þeir voru blindaðir, tungan slitinn úr munni þeirra og dæmdir hingað æfilangt. Vatni og fæði skaltu skjóta inn til þeirra inn í gegnum litla gatið á múrnum, en dyrunum máttu aldrei upp ljúka*. »En ef þeir deyja* sagði eg. »Svo látum klefann verða gröf þeirra» svaraði hann; «til þess eru þeir vistaðir þarna. Klef- inn er pestnæmur af líkþrá — þú skilur líklega!« Svo mælti Valeríus Gratus.« «Nú, jájá, og hvað svo meira?» sagði.for- inginn óþolinmóður. »Pegar skipunin kom svo frá nýja lands- stjóranum að athuga skyldi fangaklefana, lauk 25

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.