Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 4

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 4
186 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. að sér inn í húsið, eins og við munum, dag- inn sem því var lokað, og þar hafði hún haldið til, alein, og hafði Símonídes hjálpað henni á laun um alt það, er hún með þurfti. Gratusi hafði hvorki tekizt að selja höllina eða leigja hana út, svo mögnuð hafði gremjan ver- ið í borginni út af því, hvernig honum fórst við eigandann. Svo gekk líka sú saga, að reimt væri í höllinni. Má vel vera að Amra hafi sézt við og við upp á þakinu seint á kvöldin eða á nóttunni við gluggana, en annars hélt hún sér alveg inni við á daginn. En Ben Húr stóð upp og gekk ofan fjall- ið. Nálækt Kedronslæknum náði hann þjóð- veginum, sem liggur til Silóaþorps og tjarnar- innar þar. Hann hitti þar fjárhirði einn, er var að reka kindur til torgs. Hann fór að spjalla við hann, og varð lionum samferða fram hjá Getsemane og til fiskihliðsins, og þar inn í bæinn. Pað var orðið dimt af nóttu þegar hann kvaddi fjárhirðinn og sneri inn í stræti eitt ör- mjótt, er lá til suðuráttar. Húsin þar á báðar hliðar voru lág og skuggaleg. Honum var þungt í skapi. Parna var Betesdatjörnin. Hann leit upp. Rétt fram undan honum var Antoníuvíg- ið, svört og skuggaleg tröllahlöð er báru við gráleitan himininn. Hann nam ósjálfrátt staðar. Vígið stóð þar, ramgert og gnæfandi —hver mundi geta unnið það? Hervaldið mundihrökkva til baka af því magnþrota — slægvizkan bregzt svo oft tilfinnanlega; «og guð, sem alt megnar, er oft svo seinn til að hjálpa.» Preyttur og hugsandi gekk hann eftir stræt- inu, er liggur með fram turninum, og gekk svo í hægðum sínum til vesturs. Par yfir í Bezeta var gestahús, og þar ætlaði hann að halda til á meðan hann væri í Jerúsalem. En hann gat ekki á sér setið —hann langaði svo til að sjá þann stað, þar sem hann var borinn og barnfæddur. Tunglið var komið upp, og turnar Síonsborgar gnæfðu eins og kynjamynd- ir upp í Ioftið í bláhvítu tungsljósinu. Parna var húsið .. norðurhliðin á því. Það sáust enn menjar af innsigli keisarans á hliðinu, og fjöl- in með letrinu: »Eign keisarans« hékk þar enn. Atti hann að drepa ádyr? ef til vill heyrði Amra til hans, og kæmi út í einhvern glugg- ann, Hann tók upp stein, gekk upp breiða stein- riðið, og sló þrjú högg á annan hurðarvæng- inn. Tómhljóð eitt heyrðist inni fyrir. Hann barði aftur og gekk svo út á strætið og horfði upp. Nei — þar var enginn. Brjóstvörnin á þak- inu markaðist skarpt af við loftið. Hefði nokkur verið þar uppi, hlaut hann að sjást. Hann gekk þá vestur fyrir húsið; þar voru á því fjórir gluggar. Lengi stóð hann þar og starði — alt var eins og útdautt. Svo gekk hann suður fyrir. Par var Iíka innsigli á dyrunum og fjöl með letri á. Hann reif fjölina burtu, og grýtti henni á strætið, svo settist hann á riðið, beið þar og hugsaði sig um. Hugsanirnar fóru að verða óljósar, og runnu saman. Preytan eftir að hafá gengið svo Ianga leið, yfirbugaði hann, og hann sofnaði. Skömmu síðar komu konur tvær gangandi úr þeirri átt, er vissi til Antoníuvígis, og voru auðsjáanlega hræddar, stóðu oft við og virtust hlusta. Pegar þær komu að strætishorninu sagði önnur þeirra: „Parna er það, Tirza'. Rað mátti heyra að önnur þeirra hafði ekka. «Komdu nú, barn mitt« sagði sú er áður hafði talað, «við skulum nú reyna að komast út úr bænum. Ef menn finna okkur hér, þegar sólin kemur, verðum við reknar út með grjót- kasti.« Hin hélt áfram að gráta. «Eg hélt að við værum að fara heim« sagði hún; »en við eig- um hvergi heima ; við erum dauðar.» Móðir hennarreyndi að hugga hana. «Við þurfum ekki að vera hræddar eins og stendur. Komdu, við skulum fara.« Pær héldu nú áfram fram með múrunum, og komu að dyrunum. Par sáu þær fjölina með letrinuá: »Eign keisarans.* Móðirin sló hönd- unum saman afofurharmi. «Öllu hafa þeir svift hann,Tirza, öllu,» sagði hún. *Pó að hann væri lífs, þá gæti hann ekki hjálpað okkur. Við verðum að lifa á ölmusubænum — —■ ef við getum.«

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.