Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 8
200 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Amra sló höndunum. «Og þú komst ekld til okkar ?» «Átti eg að gera barn mitt ófarsælt! Hann má ekki fá að vita hvað um okkur hefir orð- ið. I3ú mátt ekki segja honum, að jjú hafir tal- að við okkur.» «En hann er að leita að ykkur. Hann er kominn langar leiðir að, til þess að reyna að finna ykkur.« »Hann má ekki finna okkur. Hannmáekki verða eins og við erum orðnar. Ef þú getur útvegað okkur þetta litla, sem við þurfum ineð, til þess að lifa, Amra, þá konidu hingað svo oft sem þú getur, kvöld og morgun, eins og núna. Og svo«—það tók fyrir málróminn, og henni lá við að falla í grát—«og svo getur þú sagt okkur frá honum, Amra, En við hann sjálfan-----ekki eitt orð!« «Ó, góða lafði mín, mér verður það ómögu- legt. ■> «Viltu heldur gera okkur öll ógæfusöm? er ekki nóg komið!» Hún tók vatnskrukkuna og fékk Tirzu körfina. »Rú kemur svo í kvöld aftur ef þú getur . . Vertu sæl!» Amra stóð og horfði á eftir þeim, þangað til þær liurfu inn í hellinn. -Svo lötraði hún heim grátandi. En upp frá þessu kom hún út til þeirra á hverjum morgni og hverju kvöldi og færði þeim það sem þær þurftu með. Ró að það væri eyðilegt, og enginn sinti þeim þarna í hell- inum, þá var þó vistin þúsundsinnum betri en í fangaklefanum; í hellinum gátu þær séð sól, tungl og stjörnur himins, og þær áttu þó eina trygga sálu til þess að finna hjá huggun og líkn.------------------ Ben Húr komst nú samt á snoðir um livað orðið var um þær, móður hansog systur. Hann hafði fundið Mallúk í Jerúsalem; Hafði Mallúk þegar hafið ósleitilega, leitina að þeim mæðg- um, og enda farið alla leið til virkisforing- jans í Antoníuvígi. Foringinn sagði honum vendilega frá þessum tveim konum, sem fundizt hefðu í leyniklefanum, og hann leyfði honum meira að segja að taka eftirrit af skýrslu þeirri um málið, er gerð hafði verið landsstjóranum. Rað lék enginn efi á því framar að það voru þær. Ben Húr varð frá sér af harmi, að móðir hans og systir voru iifandi, en þó sem dauð- ar. „Líkþráar, líkþráar! Guð minn góður hjálpi mér» kveinaði hann í sífellu. Sorgin og hefnd- argirnin börðust um yfirtökin í sálu hans. Loksins stóð hann upp. «Eg verð að fara út að leita að þeim» sagði hann; „þær eru ef til vill við dauðann af skorti.» «Hvert ætlarðu að fara að leita að þeim?« sagði Mallúk. «Rær liafa ekki getað farið annað en í eina átt.» Mallúk reyndi að sefa hann og telja um fyrir honum, og varð sú niðurstaðan að Mall- úk fékk heimild til að stjórna leitinni. Dagstæða tvo mánuði komu þeir báðir á degi hverjum að borgarhliði því, er snýr út að Illræðisfjall- inu, því að úti fyrir því hliði höfðu þeir lík- þráu safnazt saman frá alda öðli til þess að biðja þar ölmusu. Rar gáfu þeir liknargafir sínar, spurðu þar eftir konum tveimut, og lof- uðu hverjum þeim manni stórgjöfum, er hefðu upp á þeim. Líka komu þeir oft út að brunn- inum og spurðust þar fyrir um þær. En íbúarn- ir í hellisgröfunum voru þagmælskir, enda höfðu þeir verið beðnir fyrir það. En svo frétti Ben Húr það, fyrsta morgun hins sjöunda mánað- ar (sama leyti árs og októbermánuður), af tilviljun, að tvær líkþráar konur hefðu verið hraktar með grjótkasti út um fiskihliðið fyrir nokkrum vikum. Hann fór að spyrjast nánara fyrir um þetta, og bar þá heiin með tímann, að það gátu engir aðrir verið en þær mæðg- ur. En livar voru þær þá? Hafa líklega verið flæmdar út í eyðimörkina— —eða eru þær dauð- ar.? — «Ó, guð feðra minna» æpti Ben Húr, »hve lengi ætlar þú að láta alla þessa mannvonzku vaða uppi refsingaslaust? Hve lengi á varmenna- veldi Rómaborgar að standa?» Hann gekk heiiti til gestahússins, þar sem hann hélt til, vonlaus og í hinu versta skapi. Húsagarðurinn var troðfullur ^f fólki, er þang-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.