Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 12
204 NÝJAR KVÖLDVÖKUR, hugar að tala meira við hann. Rað horfði þegjandi hvað á annað. Lavarede, sem fann að eitthvað var broslegt við mannfélagsskipu- lagið, sem mundi ríkja í þessari víðfrægu borg, tók fyrst til máls: Einkennilegt land; þjófarnir mynda félög, borgararnir gjalda þeim háa skatta til þess að fá að vera í friði. Lögreglan er til aðhláturs og ekki metin tveggja aura virði. »Eg vildi eg hefði aldrei farið inn í þetta argvítuga þjófabæli» sagði herraMurlyton, »með- ferðin á manni er ófyrirgefanleg, hvergi ann- arstaðar í heiminum mundi þetta Iíðast.» Lavarede sagði að svipað fyrirkomulag þessu væri á nokkrum stöðum í Asíu og Afríku; lesta- menn yrðu að borga ræningjahöfðingjum ákveð- ið gjald til þess að fá að fara óáreittir tilteknar vegalengdir. í Ítalíu væri og glæpamannafélag, er nefndist „Maffican", sem heimtaði árleg gjöld af borgurunum í kringum þá. «Lítill heiður er það fyrir þessa voldugu Bandaríkjaborg, að hafa hér að sumu leyti Iíkt mannfélagsskipulag og kann að eiga sér stað meðal vitlausra ræningja austur í löndum» sagði ungfrúin og brosti raunalega, «en það sem nú veldur mestum vandræðum er að pabbi er orðinn alveg peningalaus.> »Eg er alveg peningalaus,» sagði faðir henn- ar.» Rað er mjög Ieiðinlegt.» ^Retta er mjög óþægilegt* sagði Lavarede. íRetta getur orðið til þess að þér getið ekki fylgt mér eftir á ferðalagtnu, en tímans vegna má eg ekki bíða hér alt of lengi." «Þér hafið rétt að mæla,» sagði Englend- ingurinn, »eg má ekki tefja fyrir yður, ogskal heldur ekki gera það. Eg síma eftir peningum til Lundúna. Hann seítist svo niður, ritaði sím- skeyti og bað um bankaávísun upp á 2000 pund. Rau fóru síðan öll þrjú af stað til næstu simskeytarstöðva, og þar fengu þau að vita að skeytið kostaði 26 dollara og yrði að borgast fyrirfram, ekki tekið í mál að umlíða um borg- un eða ganga eftir henni í Lundúnaborg. Við þessi málalok urðu þau að una þetta kvöld. 'Rau settust snemma að um kvöldið feðginin og voru í þungu skapi og dauf. Lavarede sat um stund inni í reykingasalnum innan um alls- konar gesti, svo fór hann lika að sofa. Kl. 9 næsta morgun voru fegðinin komin á fætur og sátu við tedrykkju, þau höfðu ekki sofið neitt um nóttina, og voru að tala um vandræði sín; gamli maðurínn var komin að þeirri niðurstöðu að hann yiði að reynaað fara til enska konsúisins; raunar hafði skýrteinun- um um það, hver hann væri, verið stolið með peningunum, en hann hafði von um að kons- úllinn kynni að takast á hendur að útvega sannanir um hver hann væri og hjálpa svo upp á'sig, auðvitað myndi eyðast til þess 12 tlt 14 dagar, en þetta voru þó einustu úrræð- in, sem hann gat fundið. Hann var að segja dóttir sinni frá þessu, þegar klappað var á hurðina og veitingaþjónninn kom með boð frá Lavarede, hvort hann gæti fengið að tala við fyrirfólkið. «Látið hann koma inn,« sögðu feðginin. og það brá fyrir vonargeisla í andliti úngfrúarinn- ar; hún hafði einhverja óljósa hugmynd um að hann myndi geta hjálpað þeim. Svo kom Parísarbúinn inn til þeirra, kátur og fjörugur, eins og hann var vanur, og bauð feðginunumgóðan dag. Sjálfstraustið og ánægjan skein út úr andliti hans, og úngfrúin þóttist þegar sjá að hann byggi yfir ákveðnum bjarg- arráðum fyrir þau öll. «Eg ætla ekki að bíða með erindið* sagði hann, »það liggur fyrir okkur, herra Mur- lyton, að halda áfrarn ferðalaginu kringum jörð- ina samferða. Meðan egvarað gróa sára minna hafið þér hjálpað mér að komast áfram. Eg er því kominn í skuld við yður.» „Eg varð að borga skuld mína, og þér urðuð sár fyrir að verja dóttur mína,« skaut Englendingurinn inn í. «Þér farið í kringum málið, herra Murlyton, eg hefi rétt til að berjast og láta mér blæða á leiðinni, það er mér ekki bannað í erfða- skránni, en þér hafið gefið mér mat, föt, hjúkr- unarkosnað, og það getur verið efamál hvort

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.