Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 7

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 7
BEN HÚR. m ræðisfjallinu, þar sem þeir líkþráu héldu ti!, það væri rétt eftir honum að stökkva inn í hellana, og verða svo sjúkur, og alt líf hans síðan vera verra en að engu nýtt. Væri nú ekki betra að þegja yfir því, sem hún vissi? Að minsta kosti ásetti hún sér að fara út að En-Rogels-lind morguninn eftir, því að þar voru þeir líkþráu vanir að taka drykkkjarvatn sitt á degi hverjum. Reir settu krukkur sínar þar á jörðina og biðu svo álengdar, þangað til krukkurnar voru fyltar fyrir þá. Sama mundu þær Húrsmæðgur verða að gera, ef þær vildu lífi halda. Amra vonaðist efiir að hún inundi geta þekt þær, ef hún sæi þær. Og af því að hún vissi að þær fengi ekki annað fæði en það, sem þeitn var gefið, hraðaði hún sér að búa til dálítið af kraftgóðum mat og tíndi það °fan í körf eina. Skömmu fyrir dagrenningu Var hún búin að þessu, og fór þegar af stað. Þegar sól var upp komin var farið að verða mannkvæniara í kringum brunninn. Loks- lns fóru og þeir líkþráu að koma frain úr l'ellum sínum; konur, sem báru vatnskrukkur a úerðum sér, karimenn, sem stauluðust við prik og á hækjum, menn og konur, sem einna l'elzt líktust drusluhrúgutn, og voru borin á börum af þeim, er betur máttu — því að það v°ru líka líknsamar sálir á meðal þessara aum- lngja í gryfjum hörmunganna. Amra starði og starði; enginn hinna líkþráu virtist henni líkjast þeini, er hún var að leita að. En loksins hrökk l'ún þó sanian. Fast niðri við fjallsræturnar var þellir nokkur, og lá stór steinn úti fyrir hellis- 'uunnanum. Þegar heitast var á daginn hlaut solin að skína inn í helli þenna, svo að ætla fuaetti að hann væri með öllu óbyggilegur. Engu að síður komu þó tvær konur út úr þellinum. Fatnaður þeirra var f irðu nýlegur að slai og þær litu flóttalega í knngúm sig. Svo stefndu þær til brunnsins. Sumir þeir líkþráu Rölluðu eitthvað til þeirra, en þær héldu á- Eam að eins. Svo tók maðurinn, sem vatnið I°s, upp smástein, og kastaði honum til þeirra, t'l þess að flæma þær frá. «Rær eru ókunn- ugar hér enn þá,> hugsaði Amra með sér, «þær vita ekki, að þær mega ekki koma alla leið að brunninum.« Hún stóð upp og gékk á móti þeim, þang- að til hún átti svo sem tuttugu skref til þeirra. Nei, það gátu með engu móti verið þær — svona herfilega gátu þær ekki verið orðnar útleiknar, hún húsmóðir hennar elskuleg og hún Tirza litla. Hún sneri sér hægt undan. «Er það Amra?» heyrði hún þá sagt nokk- uð frá sér, Hún var nærri búin að missa körfina og vatnskrukkuna. Hún hneig niður á hnén. «Ó, guð minn góður hjálpi mér — ert það þú, hús- móðir mín? Drotni sé lof að eilífu!» Og hún skreiddist á hnjánum að, nær og nærþeim. — «Ekki nær, Ainra, við erum óhreinar!« Amra fleygði sér á grúfu á jörðina og grét með þungum ekka, «Útvegaðu okkur ögn afvatni, Amra,» sagði Tirza. Ambáttarhlýðnin vaknaði þegar í kerlingu. Hún stóð upp, gekk hin fáu skref til baka þangað sem hún hafði látið körfina, sótti hana og rétti hana frain á jörðina til þeirra, og hljóp svo með krukkuna til brunnsins aftur. Rar hafði atviki þessu verið veitt athygli. Og þegar menn sáu hvað Amra var raunaleg og grátbólgin, þá þokuðu þeir ósjálfrátt fyrir henni. «Hverjar eru þessar tvær þarna?» sagði kona nokkur við hana. Hún svaraði úi íhött: ^'Rær hafa einu sinni áður gert mér gott.» Regar hún var svo búin að fá vatn í krukkuna flýtti hún sérmeð hana. og setti hana við hliðina á körfinni. Sjálf hörf- aði hún nokkui skref frá. »Eg þakka þér fyrir»sagði húsmóðir henn- ar, »það var fallega gert af þér.» «Qet eg ekki greitt neitt annað fyrir ykk- ur ?»— Móðir Ben Húrs hafði lotið niður til að drekka; hún lyfti höfði sínu aftur og sagði: «Jú Amra; eg veit að Júda er kominn heim aftur; eg sá hann hér um nóttina úti fyrir dyrunum á gamla heimilinu okkar, þegar þú komst heim og vaktir hann.»

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.