Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 5
BEN HÚR. 197 «t»á væri betra að fáaðdeyja.* «Nei, barn mitt, drottinn hefir ætlað okkur tímann, og við trúum á drottinn og látum hann ráða .. . Komdu nú.< Þær Iæddust með fram veggnum, svo nærri sem þeim var unt, og komust þannig að vest- urhorni hússins, og svo suður fyrir það. En um leið og þær komu fyrir hornið hruklcu þær sftur á hæl—tungsljósið var svo bjart. En það var ekki nema litla hrið. Svo tók móðirin í hönd dóttur sinnar og dró hana með sér. Nú uiátti vel sjá það, hvað líkþráin hafði farið illa 'ueð þær, þær höfðu svört hrúður á andlitinu °g á höndunum. Hárið var í löngum sneplum °g augnabrýrnar voru hvítar á að sjá. Og þótt aldursmunur þeirra væri svo mikill, sem til stóð, virtust þær vera hér um bil jafngamlar. «Þey, þey« sagði móðirin,« það liggur ein- hver þarna á riðinu og sefur.» Rær læddust yf- lr strætið, yíirundir hin húsin. »Bíddu hérna við, Tirza, eg ætla að vita hvort ekki er hægt að ná opinni hurðinni.« Hún læddist yfir um ofurhægt, og ýtti hægt a hurðarvænginn, sem nær henni var. Hvort hann létundan, vissi hún ekki, því að í sömu svifunum andvarpaði hinn sofandi maður og rumskaðist. Höfuðfat hans svarfaðist af honum, °g tunglið skein fullri birtu framan í hann. Hún leit á hann og hrökk við. Hún laut ofan að honum með gætni, og horfði aftur. Svo rétti hún sig upp, sló höndunum og teygði hend- Ur til himins í brennandi örvæntingu. Svo h'jóp hún yfir til Tirzu. «Barn» sagði hún Iágt. «Pað er Júda.« «Júda?!» Móðirin greip um hönd henni. «Komdu» sagði hún hvíslandi, »við skulurn sjá hann báð- ar~eitt augnablik —og svo —ó, hjálpa þú oss, ðrottinn guð.» Þær læddust að riðinu, hljómlaust sem vof- Ul- I^egar þaer voru komnar svo nærri hinum sofandi manni, að skuggann af þeim bar að °num, námu þær staðar. Önnur höndin á °num iafði niður með riðinu. Tirza féll á né, og ætlaði að kyssa á höndina. En móðií- in kipti í hana og sagði: «Tirza, mundu eftir því, barn, að þú ert óhrein.« Og Tirza hrökk frá, eins og hann hefði verið líkþrár, sem þarna svaf. En móðirin sjálf, sem var svo hugsunar- söm um son sinn, gat þó ekki lagt slík bönd á sig. Hún varð að snerta á honum og kveðja hann. Hún hefði ekki snert við höndum hans eða vanga með sínum spiltu vörum, þótt allur heimurinn hefði verið íboði. Enhúnféll ákné.og skreiddist á hnjánum nær og nær honum, laut niður og kysti — óhreinan sólann á öðrum il- skónum. Svo stóðu þær upp báðar, stóðu og störðu á hann um stund, til þess að setja vel á sig yfirbragð hans og ímynd; svo læddust þær aftur yfir um strætið, yfir undir hin húsin og leiddust. Rar settust þær á fætur sér í forsæl- unni yfir við múrvegginu og horfðu á hann, biðu þess að hann vaknaði, eða eitthvað kæmi fyrir — þær vissu ekki svo sem hvað. Hann hélt áfram að sofa. En þá kom kven- maður fyrir hallarhornið, lotin og lágvaxin, klædd sem ambátt, og bar hún körf á hand- legg sér. Regar hún sá manninn liggja þarna sofandi, stóð hún við, og var eins og hún yrði hrædd. Svo læddist hún að honum að baka til, stakk hendinni inn í rifu, sem þar he fr ver- ið við porthurðina, og skaut frá nokkrum laus- um fjölum. Par smeygði hún körfunni inn, en svo ætlaði hún að fára á eftir, en sneri sér þó við áður, líklega af forvitni, og leit á manninn. Og mæðgurnar hinum megin strætisins heyrðu að hún rak upp lágt hljóð; svo sáu þær að hún neri augun og beýgði sig niður —og^ svo hneig hún með grátekka niður á hnén, greip hönd mannsins og margkysti hana. Ben Húr vaknaði, kipti að sér hendinni og leit á kerlingu. «Amra, Amra, ert það þú?» Kerling fleygði sér um háls honum. Hann losaði sig blíðlega úr faðmlögum hennar, og tók svo báðtim höndum utan um hið módökka andlit hennar og kysti hana. Tirza stóð hinuin megin strætisins. Móður hennar datt í hug hvað hún ætlaðist fyrir sér,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.