Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 22
214 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. andi hugsun út úr flestum vísum, og formið er ekki mjög stirt. En samt hefði mikið af kverinu verið betur óprentað, því að enginn gróði er í því fyrir bókmentir vorar; það er lítið Iið í því að prenta lélega bændarímu, þó að Símon Dalaskáld gerði það, og hér um bil allar lausavísurnar eru bráðónýtar. Sum kvæð- in eru ekki ólagleg, t. d. »Til íslands», hyrningur«, «Á sumardaginn fyrsta« o. fl. Sum eftirmælin mega líka vera, og einstök þeirra eru rétt ltgleg, og eiga við manninn, t. d. vísurnar eftir Einar stopp. En alt hefir maður heyrt það ótal sinnum áður með öðrum orð- um, í Ijóðum þeirra, er áður hafa ort á Islandi, Hvergi eru nein ný tilþrif, ný hugsun, sem nokkur veigur er í. Alt það sem bezt er í kverinu er að eins bergmál af öðrum, sem á undan hefir verið kveðið og út gefið — og þær bækur eigi ekkert erindi inn á bókamark- að vorn íslendinga. /•/• Kveðja til fjallanna minna. Óðfluga síðan þær svífa frá sjónum míns hugar; nú þó að sárt þeirra sakni eg sé þó ei gerla, vænna hvort vera það mundi að vonirnar allar rætist mér ellegar alt það, er óvonað þigg eg. Oft er það fagurt í fjarska, sem fælir í nærsýn. Rörnin í bálið sig teygja unz brent sig þau hafa, og ef að einhver það slekti, það angur þeim færði. Ókannað aldrei vér þekkjum, þó aldraðir verðum. Ekkert er afl það í heimi, er anda minn flytji fjöllunum hjartkæru fjarri, né för honum banni, er hann frá lífsstörfum lítur og leitar sér hvíldar grátklökkur, hnípinn og hrærður við heiðbláa tinda. Blikandi brosa við sólu í blágrænum hjúpi fjöllin í firðinum kæra, fagra og góða; þar sem að ungur eg undi við allsnægtir vona, og þrár mínar völdu sér vegi að velferðarlandi. Pó að eg lík verði lagður og langt út í heima, andi minn héðan burt hverfi til himneskrar sælu, víst mun hann fjallanna vitja þar veglegust greru blórnin, er skærast hann skreyttu að skaparans dómi. Barnæsku minningum mærum þið margsinnis vefjið anda minn ykkar að skauti sem afkvæmi móðir. Dánar mín vonirnar vitja og verma mitt hjarta, bjartar sem Ijósálfar Ijúfir í ljómandi skrúði. Ei mun hið æðsta og bezta, ástin og trygðin gleymast né ganga til þurðar í göfugra heimi,' fús mun því hugur minn finna fjöllin sín kæru. og frjókraft síns fegursta og bezta þar finna sem sem áður.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.