Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 10
202 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. ekki Rómverjar svívirt það allra helgasta? Er nokkuð það til. sem Rómverjar ráðast ekki í að gera?» Svo leið heil stund. Rabbíarnir biðu, þótt Pílatus neitaði þeim alt af að veita þeim áheyrn. Mannfjöldinn beið líka. Pað kom hádegi, og tók að rigna. Mannþyrpingin fór sívaxandi. Óþolinmæðin og hávaðinn jókst. «Komdu út, komdu út!» grenjaði allur hópurinn án afláts. Blót og formælingar hrutu með óhljóðunum. Ben Hur hélt Qalileunum saman í hóp. Hann hugði að dramb Rómverja mundi þoka fyrir hyggindunmei, svo að þetta fengi einhvern enda, en Pílatus beið að eins eftir ástæðu til að bela uppþot þetta niður með ofurefli. Og ástæðan kom. Alt í einu heyrðust högg, óp og heiftarorð. Rabbíarnir fölnuðu upp og urðu hræddir, og fóru að líta í kringum sig. Fólkið sem fjærst var, ruddist á, til þess að komast nær; þeir sem voru inni í þvögunni, brutust um til þess að reyna að sleppa. Alt fór á stjórnlausa ringulreið. Púsundir manna voru nú að- spyrja að, hvað um væri að vera og enginn vissi það, eða vildi svara því. Ben Húr var altaf hinn stiltasti. «Lát mig lyfta þér upp» sagði hann við einn Galfleann, «til þess að þú getir séð hvað hér er fram að fara. — Getur þú nú séð það?» «Já, það eru nokkrir menn með barefli, sem eru að berja á fólki, og þeir eru klæddir eins og Gyðingar.« «En eru það Gyðingar? «Nei, það eru Rómverjar, svo sannarlega sem drottinn lifir, eru það Rómverjar í dular- klæðum. Svona, þarna lömdu þeir niður einn gamlan rabbí. Peir vægja engum.» «GalíIear!» kallaði Ben Húr, «þeíta er hrekkjabragð af Pílatusi. Ef þið viljið fylgja mér, skulum við fljótlega vera lausir við þessi bar- ef I i.» «Já. Já !» «Komið þá fyrst hérna yfir að trjánum.» Peir hlupu, hver sem betur gat, yfir að trjánum, og brutu greinar af þeim. Fólkið flýði nú fram að hliðsdyrunum með æðru mikilli og fáti. «Upp að múrnum* æpti Ben Húr, «upp að múrnum! haldið yður utan við mesta troðninginn.* Galilearnir hlýddu, oggengu hægt fram í áttina til forsalarins. Par lenti þeim saman við Rómverja, og laust þar upp áköfum bardaga. Ben Húr barð' drjúgum frá sér, og Galílearnir börðu alt nið- ur er fyrir var; höfðu þeir hrakið Rómverja á flótta á skamri stundu. Hröðuðu þeir undan inn í forsalinn. Galílearnir ætluðu að elta þá, en Ben Húr aftraði þeim með gætni: «Nei, nei, verið iægir» sagði hann. «Parna er varð- liðsforinginn með herflokk, og þeir hafa bæði spjót og skjöldu —og við það ráðum við ekki. Við skulum reyna að ná til hliðsdyranna, á meðan þær er opnar.» Peir fóru í flæmingi fram að hliðinu, og urðu oft að stíga yfir fallna landsmenn sína. Margir lágu og stundu við og veinuðu af sárs- auka; aðrir lágu þegjandi — voru dauðir. En það voru ekki eintómir Gyðingar, sem fallnir lágu —það var þó nokkur bót í máli. Varðliðsforinginn hréytti nokkrum hæðnis- orðum á eftir þeim. Ben Htír svaraði: «Efvið erum Gyðingahundar, þá eruð þið rómverskar hýenur. Verið bara rólegir !við skulum koma aftur. Galílearnir klöppuðu honum lof í lófa og héldu áfram. Uti fyrir hliðinu var slíkur manngrúi, að Ben Húr hafði aldrei séð annað eins, þökin, strætin, brekkurnar á fjallinu, alt var þakið mannahöfðum. Varðmennirnir úti fyrir lofuðu Galíleunum að fara út óáreittum. «Bræður» sagði Ben Húr, þegar hættan var hjáliðin, »þið hafið staðið ykkur karlmann- lega; við skulum hittast aftur í kvöld í gesta- herberginu í Betaníu. Eg þarf að bera upp fyrir ykkur tillögu, sem er mjög mikilsvarðandi fyrir Israel.* «Hver ert þú?» «Sonur Júda ættkvíslar. — Ætlið þið að koma?» Þeir játtu því. Og Ben Húr hvarf út í mannþröngina. Pílatus skipaði svo að ryðja burtu dauðurn

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.