Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 3

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 3
BEN HÚR. 195 Foringinn kallaði þegar einn af blysberun- um til sín, og hripaði eitthvað upp á töflu í skyndi. «Pér skal verða veitt hjálp, kt>na« sagði hann; «útvegaðu undir eins mat og drykk» sagði liann við fangavörðinn, þær hafa ekkert fengið að nærast á síðan karlinum var slept út úr fimta klefanum í gær.« « Við höfum heldur engin föt, og ekkert vatn til að þvo okkur« sagði rödd að innan frá. «Pið skulið fá það. Qg svo verður lokið upp fyrir ykkur í nótt, og þið getið farið burt úr víginu. Pið eruð frjálsar — og lögmálið kunn- ið þið líklega. Verið þið sælar!» Svo skipaði hann fyrir um eitt og annað °g fór síðan. Skömmu síðar komu nokkrir þrælar með baðker, vatn, þurkur, bakka með brauði og keti, 0g eitthvað af fötum. F*eir settu það inn ' fremri klefann og hröðuðu sér svo í burt. Nálægt miðri fyrstu næturvöku eða hálfri annari stundn eftir sólarlag var þessum aum- 'ngja bandingjum sagt að hliðin stæðu op- ln og þær ættu að fara. Svona losuðu Róm- verjar sig við þær. Þær voru frjálsar aftur, og voru staddar í niiðri feðraborg sinni. Og þó voru þær ein- mana í eyðimörku. Stjörnurnar tindruðu yfir höfðum þeirra eins og þær höfðu gert áður — en þær litu hvor upp á aðra og sögðu: «Hvað a nú til bragðs að taka? Hvert eigum við nú að fara.» VII. Um svipað leyti og Qessius fangavörður hom inn til herforingjans, kom maður gang- andi upp eftir brekkunum á austanverðu Olíu- ^jallinu. Vegurinn var brattur og ryk mikið á honum. Alt gras var sviðnað burtu, af því að þá stóð á þurkatímanum. Göngumaður þessi var ungur og vasklegur, og var hann léttklædd- Ur* Hann gekk hægt og horfði oft í kringum S|g — og var eins og hann væri að líta augun- um yfir einhverjar fornar æskustöðvar, eftir langa fjarveru, og þætti vænt um að sjá sem mest aftur með gömlum ummerkjum, ogfurð- aði sig á breytingum þeim, sem á voru orðn- ar. — Jerúsalem blasti þarna við fyrir fótum hans. Hann settist á stein og horfði yfir borgina. Það var rétt komið að sólarlagi. Sólin hékk eins og risavaxinn lampi rétt uppi yfir vesturfjöllun- um og flæddi yfir himininn, borgarmúrana og hvolfþökin glóandi gullfló. .. svo hvarf hún. Ben Húr —því að hann var maðurinn —starði án afláts á einn ákveðinn blett norðanvert við musterið. Það var hús feðra hans. Þýtt og kyrt kvöldloftið vaggaði huga hans ofan í djúpar hugleiðingar. Hann hafði leitað sér fræðslu hjá Ilderim út í eyðimörkinni um héruð þau, er hann átti helzt að starfa í. Svo hafði einn dagiun komið til hans sendimaður með þau skilaboð, að Valeríusi Qratusi hefði verið velt úr völdum og Pontius Pílatus væri kominn í hans stað. Messala væri orðinn ör- kumlamaður, svo að ekki mundi þurfa að ótt- ast hann lengur. Pað var því engin ástæða Iengur fyrir fyrir Ben Húr til þess að fresta því að fara til Jerúsalem, og leita þær uppi, mæðgurnar, móður sína og systur. Sjálfui þorði hann varla að spyrjast fyrir um þær í dýfliss- unni íjúdeu. En aðrir gátu gert það fyrir hann. Og ef þær fyndust, yrði líklega hægt að fá þær lausar, að minsta kosti ef nóg fé væri í boði. Svo ætlaði hann fyrst að koma þeim þangað, sem þeim væri óhætt; þegar því væri lokið, ætlaði hann eingöngu að helga sig mál- efni þess konungs, er koma ætti. Ilderim hafði fallizt á þetta. Hann hafði gefið honum Alde- baran, einn hestinn úr fereykinu, er sigurinn vann, og fengið honum þrjá Araba til þjón- ustu. Hestinn og Arabana hafði Ben Húr skil- ið eftir í Jeríkó, en farið gangandi þaðan. Mail- úk átti að hitta hann í Jerúsalem. Mallúk var slunginn og tryggur sem tröll, skapaður til þess að leita fyrir sér með kappi, þó svo, að ekki bæri á. Auk þess vissi Ben Húr það frá Símonídesi, að einn var sá enn í Jerúsalem, sem gat orðið honum að miklu liði; það var Arma, egyfzka fóstran þans. Hún hafði smokk- 25*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.