Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 19
KLUKKAN NÍU. 211 ætlaði mér aðeins að geyma þangað ]til eg hefi vissu um að geta sannað það með dauða- mínum, sannað áreiðanleik orða minna. I kvöld ert þú ekkert uppiagðari en eg, til þess að taka þátt í glaumi félaga vorra; við skulum því hafa okkur héðan burtu frá borðinu, meðan vinir okkar eru að spjalla saman, og hafa okk- ur út í dimma hornið, sem er fjærst borðinu. Þar getum við talað saman í næði stundar- korn.» Um ieið og hann sagði þetta stóð hann upp og Marigny sömuleiðis. F*egar þeir voru komnir í dimmasta afkimann á hinu stóra her- bergi, sagði Duprat: »F*ú munt vera einn þeirra, sem eftir skip- un harðstjóra vorra átt að vera viðstaddur af- töku mína og félaga minna, 'og á það sjálf- sagt að vera til viðvörunar öllum þeim, sem ekki vilja aðhyllast stefnu Jakobinganna.» «Já, kæri vinur minn, það er, því miður rétt. Eg á að vera viðstaddur þessa morðat- höfn, án þess að vera þess megnugur að stemma stigu fyrir henni. Hin geigvænlega skilnaðar- stund rennur upp hjá aftökupailinum. Eg er eitt af fórnardýrum þeim, sem menn geyma án meðaumkunar tímakorn.» «Segðu heldur píslarvottur, því við deyjum eins og píslarvottar, rólegir og saklausir. F*eg- ar eg er kominn á aftökupallinn á morgun, gefðu þá gætur, vinur minn, að slögum turn- klukkunnar. Til þess tíma skait þú ekki fella neinn úrskurð um það, er snertir [hið kynlega atvik, er eg ætla að segja þér frá.» Marigny tók í hönd vinar síns, og hét hon- um því að iáta að óskum hans. Og nú hóf Duprat frásögu sína á þessa leið: «F*ú þektir hann Alfred bróður minn, þeg- ar hann var barn, og hefir sjálfsagt tekið eft- ir þvf, hvað undarlegur hann var í háttum. Hann var þrem árum yngri en eg, en frá barnæsku hafði hann minna af hinni léttu og glöðu barnslund að segja en eg, eldri bróðir- inn. Hann var snemma alvörugefinn og hugs- andi; hann var mjög lítið gefinn fyrir almenn- ar fræðigreinar, og því síður gaf hann sig að leikjum með öðrum drengjum; í stuttu máli var allra álit að hann hefði litla sálarhæfileika, og hann var skoðaður sem landeyða og dauf- ingi, sem aldrei gæti tekið sér fram. f*að vorn gerðar árangurlausar tilraunir til þess að beina huga hans að nytsamari andans starfsemi, og ekki gekk betur þegar átti að venja hann við Iíkamsæfingar. Skylmingakenn- aranum varð ekkert ágengt og danskennarinn var búinn að fá nægju sína eftir 3 fyrstu æf- ingarnar. Pegar faðir minn að lokum sá að engrar útkomu var auðið með hann, hætti hann öllum tilraunum og gaf honum fullkom- ið frelsi til þess að menta sig eins og honum litist sjálfum. Hann var ekki búinn að vera langan tíma sinn eigin herra, þegar menn fóru að verða þess varir, að hann var öllum. stundum í bóka- safni föður okkar, og ias þar ailar gamlar rit- gjörðir um stjörnuspáfræði, sem hann náði í. F’annig hafði hann varpað fyrir borð öllum nyt- sömum iærdómi vegna vísdómsgreinar, sem fyrir löngu var úrelt orðin. Faðir minn hló hjartaniega að þessu ein- kennilega námi, sem sonur hans að iokum hafði lagt fyrir sig; samt sem áður spornaði hann ekkert á móti þessum nýju dutlungum, heldur gaf honum stóran sjónauka á 'afmælis- degi hans, var þó ekki laust við að það væri í skopi. Eg verð hér að taka fram að faðir minn var heimspekingur af skóla Voitairés, og var það hans skoðun að maðurinn hefði náð hæsta stigi mannlegrar vizku, þegar hann væri kom- inn svo langt, að hann gæti hæðst að sérhverri andagift og áhuga, og efazt um sérhvern sann- leika. Að öðru leyti var hann mjög þýður og góðhjartaður maður; skilningur hans var skarp- ur, en ekki að því skapi djúpristinn. Hið nýja starf bróður míns skoðaði hann að eins sem nýja sönnun fyrir tilhneiging hans til iðjuleys- is, eins og nýja dutlunga, er í mestalagi mundi haldast fáar vikur. Faðir minn gat ekki skilið tilhneigingu þá til hins andlega og skáldlega, sem ríkast var í eðli Alfreds, og sem gjörði 27*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.