Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 18
210 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. hans; andlit hans var fölleitt og hafði þung- lyndislegan blæ; hann bauð af sér góðan þokka, en dró sig heldur í hlé. Hann hafði talað mjög lítið um kvöldið, og í látbragði hans lýsti sér eitthvað áþekt hinni rólegu ánægju píslarvotts- ins. Hin skæru og rólegu augu hans, hin festu- lega og þýða rödd hans, og 'yfirbragð hans, sem aldrei breyttist, alt bar þess nægilegan vott að hann óttaðist dauðan jafnlítið og hver hinna, en samt sem áður var auðvelt að sjá að hann var ekki ánægður með hátíðarhald þetta. Að eðlisfari var hann dulur og alvarlegur. Hann hafði alt af setið þögull og alvarlegur, ifieðan á samtalinu stóð; flestir hinna höfðu fært sig upp að efri enda borðsins, að eins einn af vin- um Duprats hafði setið kyr við hlið hans og spurði hann með hægð, hvernig á því stæði, að hann talaði ekki með. «Duprat,» sagði hann, »þú er sá eini af þeim, sein hér er inni, sem ekki hefir látið í ljósi skoðun þína viðvíkjandi aftökutímanum, eða gjört að gamni þínu í tilefni af því!« »Eg geri aldrei að gamni mínu« svaraði Duprat með hálfraunalegu brosi, «oghvað’við- víkur ætlun minni að því er snertir tíma þann er aftakan á að fara fram á, þarf eg ekki að ímynda mér neitt um það, sem eg veit.» »Veizt? Rú veizt þá tímann? Hvers vegna segir þú þá ekki vinum þínum frá því?« «Vegna þess að enginn mundi trúa orðum mínum.» «Þú getur hætt á að reyna það. Þú hefir fengið vitneskju um það hjá einhverjum.» »Enginn hefir sagt mér það.» »Rá hefir þú séð það í bréfi, eða má vera að þú hafir séð aftökuskipunina, eða—« «Rú getur geymt hjá þér ágizkanir þínar, Marigny, eg hefi ekkért séð, og enginn hefir sagt mér á hvaða tíma aftakan eigi að fara fram.» «Hvernig er þá mögulegtaðþú skulir vita tímann?» »Eg veit alls ekki hvenær aftakan byrjar, og ekki hvenær hún er á endar; eg veit að- eins að aftakan stendur yfir klukkan 9. Af þessum mönnum sem á að hálshöggva á moig- un, mun einn verða höggvinu þegar klukkan slær 9, en eg get ekki sagt þér hvort hann verður sá fyrsti eða síðasti, sem öxin hittir.» »Hver er það sem á að deyja klukkan 9? Ur því þú ert gæddur þessari spádómsgáfu, hlýtur þú að vita það.« «Já, eg veit það, það er eg sjálfur, sem verð höggvinn á þeirri stundu.*- «Rú sagðir fyrir skömmu að þú gerðir aldrei að gamni þínu. A eg þá að álíta þetta talað í alvöru?» «Já, eg tek það enn fram, að eg geri ekki að gamni mínu. Jeg veit á hvaða tíma eg á að deyja á morgun, eg veit það eins áreið- anlega eins og það, að eg er nú Iifandi.» «En kæri vinur, hvernig getur þetta áttsér stað? Ætlar þú nú á þessum upplýsinganna og skynseminnar tímum, að gjöra kröfu til þess að vera gæddur yfirnáttúrlegum gáfum ?» «Rað eru ekki til tveir menn, Marigny, sem skilja orðið yfirnáttúrlegur á sama hátt; þú og eg gefum því mismunandi þýðingu, eða með öðrum orðum, hver hefir sína sérstöku skoð- un á hinu tvíræða og hinu verulega. Eg tek það skírt fram, að eg geri ekki krötu til þess að vera gæddur yfirnáttúrlegum gáfum, en eg stend fast á því, að eg, jafnvel áþessumskyn- semdanna tímum, hefi gilda ástæðu til að full- yrða það, sent eg nú hefi sagt þér. Faðir minn og bróðir dóu báðir klukkan 9, og báðum var tilkynt dauðastund þeirra á mjög undar- legan hátt. Eg er hinn seinasti af minni ætt. í nótt sem leið var ntér boðaður dauði minn á sama hátt, og þeir fengu tilkynningu um burtkölllunarstund þeirra, og á hinnióhappasælu, örlögþrungnu níundu stundu mun eg deyja á höggstokknum, eins og þeir dóu í rúmum sínum.» «En, Duprat, hvernig stendur á því, að þú hefir aldrei minzt á þetta við mig? Eghélt þar sem eg er þinn elzti og eg held eg megi segja, bezti vinur, að mér væri kunn öll þín leyndarmál.» «Nú skal eg segja þér leyndarmál, sem eg

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.