Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 9
BEN HÚR. 201 að hafði safnast um nóttina. Sérstaklega tók hann þar eftir hóp af sterklegum, hraustlegum, ungum mönnum, öllum frá Galíleu; Hann fór að hugsa um það betur —þar var það einmitt, sem hann vonaði að hann fengi bezta hjálpina h'l þess, er hann hafði í huga, að berjast fyrir máli hins nýja konungs. Seinast gekk hann til Þeirra, og var að eins nýbyrjaður að tala við e,nn þeirra; en þá kom maður inn í garðinn a harða hlaupi, og æpti hátt: “Rabbíarnir og öldungarnir eru á leiðinni frá mnsterinu til Pílatusar. Komið —komið og ver- ið fljótir!» Allir þyrptust í kringum hann. «Hvað geng- urá?» «Pílatus vill taka kostnaðinn til nýju vatns- •eiðinganna af musterissjóðnum.« «Taka peninga af hinum heilaga sjóði!« — «Af fjársjóði Drottins* — Látum hann ekki dirfast að taka einn sikil af því.» «Komið þið—komið þið!» æpti maðurinn, «hópurinn er allur kominn yfir brúna, og allur hærinn er á fótum og fer á eftir.« Allir karlmenn fleygðu þegar af sér yfir- höfnum sínum og stóðu nú berhöfðaðir, í erma- isusum nærkyrtlum, eins og við vinnu sína, hvert sem var út á akri, eða við fjárgeymslu eða fiskiveiðar. Ben Húr varpaði og af sér ytri klæðutn. «Haldið þið það verði úr því bardagi?» sagði hann. «Já, við varðliðið.» «Er það herdeildarlið ?« »Hverjum öðrum geta Rómverjar treyst?» «Hvaða vopn hafið þér?« Enginn gegndi. Allir þutu af stað. Gestahúsið var í nýja bænum, Beseta, eins °g áður er getið. Þegar þeir komu upp að ðómhöllinni (Prætoríum, svo kölluðu Rómverjar höll Heródesar á Síonsfjalli) urðu þeir að fara yhr dældirnar norðan og vestan við musterið, keygja í kringum Akra-hæð, og svo til Marí- anna-turnsins. Paðan voru aðeins fáein skref að hallarhliðinu. Á leiðinni höfðu margir bæzt 1 hópinn, sem höfðu heyrt hvað var á seiði. Þegar þeir komu að hliðinu, voru Rabbíarnir og öldungarnir komnir inn í skipulegri röð. Lýðurinn stóð úti og lét ófriðlega. Höfuðs- maður einn stóð með brugðnu sverði, og varði hallardyrnar, og var með honum sveit her- manna. Hliðið var opið og fólkið streymdi út og inn. Hvað er um að vera hérinni?» sagði Galí- lei nokkur við einn þeirra, sem út kom. »Ekkert» svaraði hann. »Rabbíarni>' heimta Pílatus til viðtals, en hann neitar þeim um á- heyrn. Þeir hafa aftur gert honum þau boð inn, að þeir fari ekki fyr en þeir nái tali af honum. Og svo standa þeir þar og bíða.» «Við skulum fara inn,« sagði Ben Húr. Þeir komu þar inn í garð; þar var röð af trjám og bekkir undir. Þeir beygðu til hægri handar, og komu þar áauðan.ferhyrndan blett. og var bústaður landsstjórans vestan við blett þenna. Úti fyrir honum var mesti fjöldi manna á gangi, og var hópurinn órór mjög; þeir störðu allir á dyr einar, sem voru í forsaln- um, en hann var breiður mjög og blasti við. Dyrnar voru lokaðar, og forsalurinn fullur her- manna. Þrengslin voru svo mikil, að Galílearn- ir komust ekki áfram. Næst forsalnum mátti sjá vefjarhúfur rabbíanna við og við bregða fyrir. Við og við var kallað upp: «Ef þú vilt verða landsstjóri vor, Pílatus, svo lofaðu okk- ur að sjá þig. Komdu hérna út, Pílatus.» Mað- ur nokkur eldrauður í framan af vonzku, braut sér leið í gegnum mannþröngina með olbog- unum og urgaði: «Nei, hér er ekki ísrael að neinu metinn. Við erum ekki í meiri metum hér á þessum heilaga stað, en hundarnir í Róm.« «Ætlar hann ekki að koma út?» «Hann? Hann er núbúinnað neita þrisvar sinnum.» Hvað ætla Rabbíarnir að gera til?« «Það sama, sem þeir gerðu í Sesareu, — bíða, þangað til hann heyrir mál þeirra.« «Hann dirfist þó Iíklega ekki að ræna must- erissjóðnum ?» Það er nú ekki gaman að ráða í það. Hafa 26

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.