Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 21
BÓKMENTIR. 213 frjálsir glaðir fagnandi fram á heiðar siki. ÖIIu magrara má það ekki vera til þess að það sé ekki við ris. Og nærri því skopiegt er það, að sjá þessa vísu á bls. lll.um mann, sem kvað um höf. Leirhnoð er þín Ijóðagrein, lengst frá bragarsnilli: hvergi finst þar hársbreidd ein. hortittanna á milli. Pað höggur svo nærri skáldinu sjálfu. Nokkuð er af eftirmælum í bókinni, og eru þau mörg heldur lagleg, en ekkert nýtt í þeim, sem heldur ekki er von. Pau eru öll ort í gömlum stíl —fyrir 30-40 árum hefði þau ver- ið allgóð Norðanfara-eftirmæli. Rað eina sem er gott við bókina er það, að í gegnum hana alla gengur góður og kristi- egur andi, fullur af trú og guðstrausti; það er hið eina, sem vegur þó nokkuð á móti öllum hinum andlega veimiltítuskap höfundar- ins. Leiðarorð fylgja bókinni, og er höfundur- inn allrogginn yfir því að hafa gefið út bók þessa. En því miður er það hann einn, sem hefir verið það. Pað er að sönnu víst, að það var ekki hægt að meina höf. að gefa út þetta Ijóðasafn sitt, fyrst hann sárlangaði svo til að sjá það á prenti, en blóðugt er til þess að vita að miklu fé sé varið til slíks. Landið hefir að sönnu ekki stórskaðazt á útgáfunni, því að bókin mun hafa gengið lítið út. En stórum hefði það verið betra fyrir alla, og einkum þá höf. sjálfan, að þessi blöð hans hefðu feng- ið að liggja kyr í borðskúffu hans, heldur en að takast þessa ferð á hendur. Hann hefði þá getað haft ánægjuna af að lesa þau sjálfur, en aðrir losast við leiðindin. Eg hefði nú ekki verið svona langorður nrn «Hörpu« Baldv. Bergv. ef eg hefði ekki ætlað mér að hafa hana að einskonar sýnis- horni. Hún rann fyrst af stokkunum, en síð- ar hafa aðrir rent í kjölfarið, þegar hún vatt upp seglin. Skal hér að eins getið tveggja smá- bóka: Fáein kvœði eftir Sigurð Málmkvist. Rvik 1906. Hekla. S. E. Málmkvist. Rvik. 1907. Málmkvist þessi er svo nauðalíkur Baldv. Bergv., að eg þarf ekki aðeyða mörgum orð- um að honum. Sízt er honum léttara um Ijóða- gerðina, og efnið jafnan ærið smávaxið, ef annars er nokkur sjálfstæð hugsun í vísum hans. En það vantar hann þó á við Baldvin að hafa nokkra ákveðna undiröldu hugsana sinna. Rað sézt ekki að hann hafi neitt í höfð- inu, nema bara að yrkja. Og þá fer það stund- um svo, að ærið lítið verður um hugsun og vit. Mikið af Heklu er eintómt lausavísnasafn, ein vísa prentuð á blaðsíðu, og er það ærið nóg á sinn hátt. Eitt ijæmi skal eg tilfæra úr miðri fyrri örkinni (kverið er blaðsíðutalslaust, eins og sumar skrautútgáfur gerast). Rað á víst að vera vísa gerð til stúlku : Mér sýnist, þó ei sértu bleik, sé svektur æskuroði, eins og væri eitthvað smeyk brátt upprís friðarboði. Hver vill nú ráðast í að reyna að skilja? Eða á öðrum stað: Lífið manns um lífsins veg leikur alla vega, þó mörgum gleymi, man æ þig meyjan elskulega. Er ekki nóg komið af svo góðu? Fyrir 20 til 30 árum var það venja að jafna því, sem þótti tilfinnanlegastur leirburður, við Símon Dalaskáld, sem mörgum miðaldra mönnum og eldri er að góðu kunnur. En svo mikla form- gáfu hafði þó Símon, þó ekki væri skáldleg- um hugsjónum fyrir að fara, að skör hærra stóð hann en þessir báðir. En hvað sem því Iíður, þá er svo sem ekki tæmt enn það sem fólkinu er boðið. Ein bókin er enn á ferðinni meðal bókasölumanua, sem vert er að minn- ast á meðal þessa flokks; það eru: Ljóðmœli eftir Jón Pórðarson úr Fljótshlíð. Rvík 1907. Kver þetta er langskárst þessara, enda þótt lítið kveði að því. Pað má þó fá samanhang-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.