Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 13
Á FERÐ OG FLUGI. 205 þér sjálfir, hafið ekki liöggvið of nærri erfða- skránni. Nii er það ósk mín að fá leyfi til að útvega yður þessa 26 dollara, sem þér þurfið endilega að fá, svo þér getið símað til Lundúna eítir peningum til að geta haldið áfram ferðinni.» Englendingurinn stóð á fæturog viknaði við; hanu sagði: »Svo þér viljið reyna að útvega 26 dolíara, en hvernig getið þér það?« Ungfrúin horfði undrandi á Lavarede; hana hafði grunað að hann mundi finna ráð til að hjálpa þeim, og nú þóttist hún þess fullviss, að hann mundi geta það. Hann fann að hún leit ekki af honum, þegar að liann svaraði. «Eg held eg geti útvegað þessa upphæð eigi síðar en á morgun. Eg vildi komast úr þessu þjófabæli sem fyrst, og eg vil að þér getið fylgt mér eftir, eins og yður ber að gjöra.» «En hvernig ætlið þér að fara að því að útvega peningana?« «Pað er nú einmitt það, sem eg á bágt með að gera fyllilega grein fyrir. Eg á enn mín 25 sent óeydd, og eg ætla að nota gull- gerðaríþróttina til að margfalda þau. Eftir mið- dagsverð mun eg reyna þetta, og er ykkur þá velkomið að vera viðstödd, en nú þýðir ekki að tala meira um þetta, og ættum við að fara út og skoða borgina fyrri hluta dagsins, og gleyma öllum áhyggjum.» Ferðamennirnirpeningalausu höfðu ekki ann- a ð að gera en fara út og skoða borgina. Rað var gengið gegnum hinn fagra Norðurgarð og upp á hina frægu Fasanhæð; var þaðan hið feg- ursta útsýni yfir bæinn, höfnina og víggirð- ingarnar. Skipin sáust koma og fara, hvert á fætur öðru á harða ferð, en í vestri hilti undir Selaskerin, þar sem þúsundir af selum eiga hæli. Lavarede hafði Iesið mikið um borgina og gat því gefið margar upplýsingar um það, sem fyrir augun bar. Þau sáu þar yfir hinn kínverska borgar- hluta, Húsin standa þar í þéttum þyrpingum °g milli þyrpinganna eru krókótt og óþrifa- Ieg stræti. og alt er þar bygt með kínversku sniði. í sumum húsum býr tíu sinnum fleira fólk en hæfilegt þykir nieðal Norðurálfumanna. Pennan bæjarhluta eiga sex stórfélög, sem sem standa fyrir innflutningi Kínverja þangað. hafa sína umboðsmenn í Kína, sem út- vega þeim fólkið, til að dvelja þar lengri eða skemri tíma, sem þjónustufólk, þvottamenn og verkamenn við höfnina, bæjarpósta o. s. frv. Reir fá umsamið kaup, og eina aðalkröfu gera allir Kínverjar til félaganna, sem er, að lík þeirra verði flutt til Kína ef þeir deyja þar í landi; til- þess verða félögin skilyrðislaust að skuldbinda sig; að öðru leyti eru þessir kín- versku innflytjendur mjög háðir félögunum ineð- an þeir eru í Frisko. kl. 2 var sezt að morgunverði og kl. 3 var lagt af stað til hinna svo nefndu gullgerðar- tilrauna, sem Lavarede kallaði svo, og sem átti að felast í því að margfalda koparpeninga þá, sem hann hafði í vasanum. Lavarede réð ferðinni, og hann hélt til kauphallar þeirrar hinnar miklu, sem þar var í nánd. Rar úti fyrir var mannfjöldi allmikill á auðu svæði, ýmiskonar lýður, sem beið eftir því að heyra úrslit ýmsra kaupskaparmála frá kauphallarsamkomunni. Lavarede staðnæmdist á þessu svæði, þar sem honum þótti bezt henta, og feðginin sáu hann nú byrja á leik, er þau aldrei áður höfðu séð, en Lavarede hafði oftar en einu sinni séð hann í Parísarborg. Hann tók upp hvítan vasaklút, dustaði hann út í veðrið, braut hann saman, fletti honum aftur sundur og lagði hann ofan á steinlagðan flötinn, sem hann stóð á; hann tók síðan fimm koparpen- inga upp úr vasa sínum; það voru 5 sent frönsk í hverjum; fór hann að raða þeim á klút- inn ýmist í beina lfnu ferhyrninga eða tigul- myndir, gekk á milli kringum klútinn og veif- aði handleggjunum og tautaði eitthvað í hljóði fyrirmunni sér. Hann var svo alvarlegur, næst- um hátíðlegur í andliti og öllu látbragði, að hægt var að imynda sér, að hannværi að fram- kvæma athöfn, sem hefði stórvægilega þýðingu fyrir alt hans líf.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.