Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 6

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 6
198 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. tók föstu taki um úlnlið hennar og sagði lágt: «Mundu eftir, Tirza.» «Nú, það er þó hægt að komast inn hér» sagði Ben Húr við Ömru og benti á opið í porthurðinni. »Rómverjar ljúga, Amra, eg á húsið. Og eg vil sjá mitt gamla heimkynni.« 'íRau skriðu inn um gatið á hurðarvæng- num, og lokuðu óðara fyrir það að innan. -------Snemma morguninn eftir fuudust tvær konur líkþráar inn í Jerúsalem, og voru þær hraktar með grjótkasti út um fiskihliðið. VIII. Nálægt konungagröfunum, sem kallaðar eru, er gömul uppspretta, er nefnist En-Rogel, er hún umkringd af stórfeldum klöppum. Þegar þangað er komið, sjást á allar hliðar tóm fjölJ: Móría, Síon, Hneykslunarfjallið og lllræðisfjall- ið. Dalverpið og hamrarnir í kring er alsett dauðra manna gröfum. Á þeim tíma, sem saga vor fer fram, héldu þeir likþráu til í hellun- um í hömrum þessum, og héldu einskonarfé- lag út af fyrir sig. Tveinr nóttum síðaren Ben Húrkomheim, fór Amra út að En-Rogel-lindinni og settist þar á stein. Hún hafði með sér vatnskrukku og körf með dúk yfir. Retta dót sittsetti hún frá sér á jörðina, leysti af sér höfuðdúk sinn, spenti greipar um kné sér og starði svo án afláts til fjallanna. Rað var mjög snemma morg- uns, og hún var þar alein. Skömmu seinna kom maður með band og vatnsfötu úr Ieðri. Hann kastaði kveðju á þessa módökku kerlingu, rakti sundur reipi sitt og batt öðrum endan- um í fötuna. Hver, sem vildi, gat ausið vatni úr lindinni; en hver sá, sem losast vildi við fyrir- höfnina að draga upp vatnið, gat fengið mann þenna til þess fyrir sárlítið endurgjald. Amra bærði ekki á sér; spurði hann hana þá, hvort hún vildi ekki fá krukku sína fylta. «Nei ekki enn þá« svaraði hún. Svo þögðu þau bæði. Litlu síðar fór að roða fyrir degi yfir á Olíufjallinu. Skiftavinir fóru að koma, og maðurinn fór að eiga annríkt með að draga vatn upp úr bnimiinum. Amra 'sat alt af og bærði ekki á sér, og starði alt af án afláts yfir til fjallsins. Sólin smáhækkaði á Iofti. Amra hafði haft þann sið að læðast í búðir á kvöldin og kaupa nauðsynjar sínar. Hún hafði hitt Ben Húr við dyrnar eitt kvöld- ið er hún kom heim frá þeim erindum. Hún hafði beðið hann að halda til í höllinni, þar sem herbergi hans var enn til, hér um bil ó- breytt, eins og það var, þegar hann fór. En það hefði verið alt of hættulegt; hann ^þorði ekki að lofa meiru en koma til hennar við og við að nóttu til. Og svo hugsaði lnín ekki um annað en það, þegar hann kæmi nú næst. Henni fanst hún þyrfti þó að hafa það ti! handa honum, sem honum þótti bezt, þegar hann var barn. Ráhafði hann heldur en ekki verið gefinn fyrir sætindi, og þau gat hún þó ævinlega haft til handa honurn. Hún læddist því út næsta kvöld, heldur fyrri en hún var vön að þora út, og gekk ofan að fiskihliði til þess að kaupa. Meðan hún var að rangla þará milli búðanna, til þess að leita að góðu hunangi, heyrði hún ávæning af sögu, sem verkamaður nokkur var að segja þar. Hún stóð kyr, eins og hún væri jarðfastur steinn. Verkamaður þessi hafði verið með þeim, er brutu múrinn á milli fangaklef- anna í kjallaradýflissuin Antoníukastala. Hann rausaði mikið um það. hvernig það hefði alt gengið til, hvernig bandingjar þeir voru út- lits, er þeir fundu þar fyrir, og hverjir þeir hefðu þótrt vera. Amra lauk kaupunum líkast víndruknum manni, og skjögraði svo heim. Hún vissi nú, hvað orðið hafði af móður Ben Húrs og systur hans. Hún átti nú í vitum sín- um úrlausn þeirrar spurningar, sem Ben Húr hafði lagt fyrir hana í fyrr; nótt, og hún gat þá ekki leyst úr. En hvað hún óskaði að hann kæmi nú; ef hún aðeins vissi, hvar hann ætti heima, þá skyldi hún ekki verða lengi að faratilþans og finna hann. En Ben Húr kom ckki þá nóttina. Hún var á fótum fram eftir allri nóttu og beið —og hugsaði margt á með- an. Ef hún segði nú húsbónda sínum það, scm hún vissi, væri hann vísastur til að bregða við og þjóta beina leið út til grafarhellanna í Hi-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.