Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 16
208 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. sinnar með ensku feðginunnm, sem voru mjög alvarleg út af þessum viðburði. Ekki höfðu þau langt farið, áður en nýr maður vék sér í veg fyrir Lavarede, og tók liann tali. Hann sá þegar að það var Kínverji, og það einn af lægri embættismönnum þeirra þjóðar. sRér Iátið ekki alt fyrir brjósti brenna,» sagði Kínverjinn á bjagaðri ensku. Lavarede virti hann fyrir sér frá hvirfli til ilja. «Viljið þér að við reynum með okkur?» sagði hann brosandi. »Nei, langt í frá, mig langaði að eins að spyrja yður að ofurlitlu. Eg sá að þér eruð ofurhugi, og grunar að þér munuð vera í peningavandræðum, eða er ekki svo?« «Svo þér viljið að við eigum einhver kaup saman?« «Einmitt það.» «F*á verðið þér að hraða yður, því sam- ferðamenn mínir bíða eftir mér.» «F*að er mjög hættulegt starf, sem eg vil fá yður til að inna af hendi, en það verður vel launað.» Lavarede hikaði við. Hann hafði litla löng- un eða þörf á að fara að fást við ný glæpa- fyrirtæki. Hann var búinn að ná í þennan eina dollar, sem hann var viss um að nægði til þess, að bera kostnaðinn við að hafa út þessa 26 dollara, sem hann þurfti að útvega herra Murlyton. En hann gat þó ekki að því gert, að hann langaði til að vita hvaða ætlunarverk það væri, sem Kínverjinn vildi fá hann til þess að inna af hendi, enda fanst honum hann lítið mundi eiga á hættu, þótt hann fengi að heyra það. «Má eg fá að heyra hvað þér hafið á sam- vizkunni ? En eg áskil mér rétt ti! að segja nei, Iíki mér ekki starfið. r «Auðvitað er hér ekki staður til að ræða þetta mál frekar, en hittið mig í kvöld klukk- an 10 á horninu við gamla torgið, þar sem bygðir okkar Kínverja byrja; þar verður maður til þess að tala á máli yðar og fylgja yður til mín.» *Eins og yður þóknast, herra minn, eg kem á ákveðnum tíma.« Síðan kvaddi Kínverjinn og fór leiðar sinn- ar. Lavarede náði svo bráðlega feðginunum, sem haldið höfðu áfram í hægðum sínum. «Hefðí eg vitað á hvern hátt þér ætluðuð að komast yfir þenna dollar, hefði eg ekki leyft að þér telfduð þannig á tvær hættur mín vegna,« sagði Englendingurinn við Lavarede. »Við skulum ekki tala meira um það, ann- ars var það ágæt hressing þetta einvíg hérna á alfara vegi. Ef eg kemst einhvern tíma heim, get eg búið til læsilegan greinarstúf um það. En nú förum við inn í skrifstofu stærsta blaðs borgarinnar, sem heitir Kaliforníutíminn.* Erindið inn á skrifstofuna var að koma svohljóðandi auglýsingu í blaðiðr »Óyggjandi leiðbeiningar til að geta unnið á veðmálum við öll veðhlaup, fást fyrir 10 sent.sem leggist í umslag, með nafni ogheimili sendanda, og sendist svo lokað á skrifstofu þessa blaðs. Auðkent V. H. 271. Listhafendum verður svo send leiðbeining,» Fyrir þessa auglýsingu borgaði Lavarede dollarinn, sem hann var búinn að liafa út um daginn. Hann hvaðst ekki vera hræddur um að auglýsingin myndi ekki verka, svo að þau fengi bráðlega þessa 26 dollara, sem hann hafði tekið að sér að útvega herra Murlyton. «F*ví get eg vel trúað» sagði Englending* urinn, «því heimska fólksins hefir engin tak- mörk. En hvað óyggjandi leiðbeining 'ætlið þér svo að láta í té?« Lavarede yfti öxlum og hló. »Eggetsagt sem svo, að það megi als ekki veðja með öðr- um hestum, en sem enginn efi sé að vinni.» «Finst yður þetta vera í alla staði heiðar- leg aðferð?» skaut nú úngfrúin inn í viðræð- una. Lavarede skyldi sneiðina, og var ekki laust við að honum gremdist. F’ó lét hánn á engu bera og segir: (Framh.)

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.