Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 14
206 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Nokkrir, sem fram hjá fóru, stöldruðu við, til að horfa á þetta kynlega háttalag mannsins. Fyrst einn, svo bættust fleiri við, svo þeir urðu 10, úr því fjölgaði fljótt, og eftir litla stund, var kominn stór hópur af fólki kringum mann- inn með klútinn. Lavarede sneri sér þá að fólkinjj, tók of- an hattinn, hneigði sig, og byrjaði ræðu sína á góðri ensku: »Qöfugu frúr og mikilsvirtu heiðursmenn ! Eg er fæddur hér í Norður-Ameríku, þessu heimsins mesta og frjálsasta landi, en forlögin réðu því að meðan eg var á barnsaldri var farið með mig til Frakklands, og ólst eg þar upp; í þessu fósturlandi mínu, listarinnar fræga landi, gerði eg stórmerka efnafræðisiega upp- götvun, vil eg arfleiða föðurland mitt ög hina göfuglyndu og stórfrægu Bandaríkjajjjóð. Eins og vér vitum allir, var á miðöldum kappsam- lega unnið að tilraunum í þá á<t, að reyna til að breyta öðrum málmum í gull. Menn leituðu þá eftir «vísdómssteininum» og hinum kröftuga legi, sem gæti breytt öllum málmum í gull, en allar tilraunir urðu þá árangurslausar. Lát- um svo vera, frúr mínar og herrar, frjálsir menn í frjálsu stórveldi. Látum svo vera, segi eg, það sem spekingar miðaldanna ekki gátu leyst af hendi, hnútinn, sem þeir aldrei gátu losað um, þann hnút hefir einn af sonum hinna voldugu Bandaríkja, einn af ykkar eigin bræðr- um, skiljið þér það, háttvirtu tilheyrendur, einn af bræðrum yðar, segi eg, leyst aðhálfu leyti. Eg er kominn hingað beint frá landi listanna, til þess að kunngjöra hinni voldugu þjóð Banda- ríkjanna, að einn af sonum hennar hefir fund- ið upp óyggjandi aðferð til að breyta kopar — ekki í gull —en í silfur. Rví segi eg, gull- gerðarhnúturinn er að hálfu leyti leystur, og það sem mest er um vert, hann er leystur af Bandaríkjamanni. Herrar mínir Qg frúr, í mín- um höndum verður koparinn að silfri. Sjáið þessa 5 smáu koparpeninga, sem eg hefi lagt á þennan hvíta klút, þeir eiga að verða að silfri í mínum höndum, og eg ætla að sýna yður aðferðina, svo þér getið lært liana ef þértakið vel eftir, en þér verðið að borga nokkur sent fyrir að fá að sjá þetta alt í kopar, og eg breyti því öllu í siifur. Rér verðið að styðja vísir íþrótt- arinnar, sem innan skamms verður þjóðfræg- ur um öll hin voldugu Bandaríki. Upp með sentin, lierrar mínir og fleygið þeim á hvíta klútinn.» »En ef þér getið gert silfurpeninga úr eir- peningum, getið þér aflað yður nægra peninga sjálfur, hversvegna eruð þér þá að ásælast smá- per.inga náungans?» sagði maður, sem tróð sér gegnum mannþröngina. Lavarede horfði á manninn, sem greip fram í fyrir honum, og honum varð fyrst ofurlítið hverft við, því að hann sá að hér var kominn Bovreuil gamli góðkunningi sinn. Ungfrú Aurett þekti hann líka undir eins og hún sagði við föður sinn að þarna væri karl- uglann hann Bovreuil kominn. En hvernig vék því við að karlinn kom þarna fram, eins og sá gamli úr sauðarleggn- um, þegar sem verst gegndi, til þess sð spilla fyrir keppinaut sínum. Rví vék þannig við, að hann kom þá um morguninn með Suðurríkjaeimlestinni. Hann var ekki með öllu peningalaus karlfuglinn, þótt Don José hefði rænt öllum þeim peningum, sem hann hafði í töskum sínum, jjví í vösum sínum hafði haun ávalt borið 4000 franka í banka ávísunarbók, og þegar hann var búinn að ná sér ofurlítið eftir útreiðina, sem hann að síðustu hafði fengið hjá Don José, hugsaði hann ekki um annað en elta Lavarede. Jafnskjótt og hann koin til borgarinnar, lét hann vísa sér á torg það, sem mest væri um- ferð um, því að þar þótti honum mestar lík- ur til, að hann kynni að rekast á Lavaredé, enda rættist þetta hugboð hans, og hann þekti keppinaut sinn í mannþyrpingunni, sem búið er að geta um. Athugasemd Bovreuils vakti eftirtekt, og samhygð margra. Hann hafði nú að vísu mælt á frakknes'cu, en það var jafnskjótt þýtt og ýmsir fóru að hlæja og þótti athugasemdin hafa hitt nagiann á höfuðið. Lavarede varð

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.