Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 2

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 2
Í94 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. eg fimta klefanum upp,— átti eg ekki að gera það ?« Foringinn kinkaði kolli. «Þá var ekki nema einn gamall maður í klefanum, blindur, tungulaus og nær allsnakinn. Hárið féll í snepl- um niður um herðar honum, neglurnar á hon- um voru eins og klær, og hann var ekki ann- að en skinn og bein. Rað stendur um það alt saman á skránni þeirri arna. Og þú manst líka að eg lét hann fá bað og föt eftir þinni skip- un, og svo fór eg með hann hér út fyrir víg- ið og sagði honum að fara.» «Nú nú, jæja, og hvað svo meira?» sagði foringinn. sRað var enginn annar í klefanum, og þó sagði Valerius Gratus að þeir væru þrir. Og eg hefi öll þessi ár fært þrem mönnum vatn og brauð í klefann.« «Hem, þú hefir þá líklega misskilið skatt- landsstjórann.* -<Nei, virkisforingi; núna fyrir örstuttu kom gamli bandinginn úr fimta klefanum til mín aftur, og gaf mér til kynna með bendingum, að hann vildi aftur komast inn í kompu sína. Eg lét hann skilja á mér að það fengi hann ekki. En svo féll hann fram og kysti fætur mína og -hafði við allskonar látæði — og svo fóru mér að detta í hug þessir þrir fangar, sem í klefanum væri, og Valeríus Gratus hafði talað um, Og eg fór inn með hann. Hann gekk inn í klefa sinn, en eg stóð úti fyrir. Valeríus Grat- íus hafði sagt að klefinn væri sýktur af líkþrá; karlinn fór til og laut niður við einn múrinn og virtist mér þar vera op á. Rar rak hann upp eitthvað sem átti að líkjast hljóði, og þar var mannsrödd inni fyrir, sem tók undir við hann. Það hlýtur einhver að vera þar inni til hliðar við hann, herforingi — arinaðhvort til hliðar við fimta klefann eða þá undir honum.» Foringinn stóð upp; «það eru til betri inenn á meðal Rómverja en Valeríus Gratus« 'tautaði hann; «konidu, við skuium íara þangað. Skrá- in getur legið þarna þangað til við komum aftur,» sagði hann við einn undirmanna sinna, er staddur var í heiberginu. Rú segir að þú hafir átt að færa þrem mönnum vatn og brauð. Rá hafa eftir því tveir fangar setið í leyniklef- anum, fyrir utan karlinn. Látið mölva múrvegg- inn niður. Utvegaðu undir eins verkamenn og áhöld og Iáttu það ganga fljótt.» Svo fóru þeir ofan í fangelsi þau, sem voru neðanjarðar. Skömmu síðar var fimti klefinn fullur af verkamönnum, sem fóru að rjúfa múrinn. Rauða glætu Iagði afblysunum; höggin dundu ótt og títt; steinn eftir stein hrundi niður; brátt kom stórt gat á. Einn af verkamönnunum fór inn í gatið, Iýsti inn fyrir með blysi og sagði: «Er nokkur þar?» Kvenmansrödd tók undir við hann inni fyrir og mælti: «Við erum óhreinar.» Svo stóð ritað í lögmáli Gyðinga: < Fjórir eru þeir, sem telja skal dauða: blindir, líkþráir, beiningamenn og barnlausir.« Hver líkþrár mað- ur var talinn dauður. Hverjum líkþráum var vísað utanborgar, s;:n hann væri lík; hann mátti ekki tala við ættingja sína, nema standa langt frá, hann inátti hvorki koma f musterið eða samkundurnar, varð að halda til út í eyði- mörkinni eða í dauðra manna gröfum, og að- vara livern mann, er hann sá, með því að æpa og kalla: »Óhreinn, óhreinn» Ressi hrylli- legi, sóttnæini sjúkdómur gerði hvern líkþráan mann að andstygð allra manna. Herforinginn ætlaði rétt í þessu að ganga inn í leyniklefann, en hörfaði til baka, er hann heyrði orð þau, er inni voru töluð, og stóð kyr í sömu sporum. «Hver ert þú?« kallaði hann inn. «Við eru tvær —eg og dóttir mín—komdu ekki nær —snertu ekki við veggjunum og gólf- inu hérna inni, klefinn er saurgaður af iíkþrá! við erum óhreinar.» «Hvað heitir þú, kona? og^hví situr þú hér?» «í Jerúsalem var fursti nokkur, sem hét Húr. Hann var virktavinur keisarans og allra góðra Rómverja. Eg er ekkja hans, og þessi stúlka er barn hans. En fyrir hvað við erum hér, og hvað lengi við höfum verið hér —hefi eg ekki hugmynd um. Valeríus Gratus veit það. Sjáið hvílíkir aumingjar við erum orðnar, sjáið nú aumur a okkur.»

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.