Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 11
BEN HÚR. 203 roönunm og sárum úr garðinum. Harmur mik- 'II var á meðal Oyðinga, —en þó mýktist sorg- 'n nokkuð við sigur þann, er hetja þessi hin ókunna hafði unnið. Lof hans var á allra vör- um. Menn mundu eftir hreysti og hetjumóði Makkabeanna, og hughreystu hver annan hvísl- landi; '>Bíðum rólegir, bræður, bíðum rólegir; Israel nær rétti sínuin á endanum. Vér skulum vona vera þolinmóðir, og bíða.» (Framh.) -—— Á ferð og flugi. Qestgjafinn svaraði, eins og ekkert væri um að vera: «A!veg rétt hjá yður, herra minn.» «Nú jæja; hver haldið þér þá að þjófur- inn sé? Herra Tower brosti við. »Það er svo sem enginn vafi á því, að það hefir gert. ungi maðurinn, sem þér sáuð að eg Var að tala við niðri í skrifstofunni minni.» Ferðamönnunum þremur varð flent við og gláptu hver á annan. Ungfrú Aurett varð til þess, að segja það sem hún og aðrir hugsuðu. «Hvað á þetta að þýða?» sagði hún, «Rér berið þjófnað upp á Unga manninn. Þér vitið þá vel að hann er Þjófur. En þó töluðuð þér við hann fyrir litlu síðan, og þið tókust á handabandi. Þér eruð há í kunnleikum við þjófa.« Hr. Tower setti sig í vígamannlegar stell- 'ngar, og lióf upp vísifingurinn, til að skýra málið. «Unga mær,« sagði hann stillilega, «þér eruð kona frá Evrópu, og vitið því ekki, hvern- 'g til hagar hér í San Fransiskó. Lögreglustjórn- in hérna er alveg bráðendis ónýt. Rað er ekki nema hálf önnur míla út fyrir bæinn, þangað «1 auðnin og öræfin byrja; og þar getur hver skálkurinn hlaupið í felur undir eins og hann hefir gert eitthvert hryðjuverkið. Lögreglan gæti aldrei Haft hendur í hári hans.» «En alt fyrir það sé ekki ástæðu til þess að hafa hús sitt opið fyrir slíkum glæpamönn- um, og vera að kveðja þá með handabandi,» sagði Lavarede háðslega, «Viljið þér gera svo vel og hlusta rólega á orð mín sem allra snöggvast. Allir giæpadólg- ar hér í Frisko hafa gengið í bandalag, hverir í sinni grein, og svo hafa þeir búið til ábyrgð- arfélag, og í því féiagi er hægt að kaupa ábyrgð gegn því að maður verði ekki rændur af þeim.» «Abyrgðarfélag!« æpti herra Murlyton, og var alveg forviða. «Já, herra minn, og það var einstaklega hyggi- legt ráð. Við Ameríkumenn hérna í bænum sá- um það undir eins, hvað mikið hagræði það var, að geta keypt sér þjófnaðartryggingu hjá þjófunum sjálfum, Eg fyrir mitt leyti borga þeim tvö hundruð dollara á ári, og svo ábyrg- jast þeir mér það, að eg verði aldrei fyrir neinu tjóni sjálfur.» «Já« sagði ungfrú Aurett í skopi, «það er hagur fyrir yður, það er satt.« „Afsakið þér, ungfrú, eg hefi keypt ábyrgð á gestahöll minni og mínum eigin eignum, en gesti mína get eg eigi ábyrgzt. Eg segi yður það satt, að ef eg hefði ekki gestahöl! mína þannig í ábyrgð, gæti eg átt það á hættu, að þjófarnir tækju höllina með öllu saman, eins og hún er til, og ækju henni burt, án þesseg vissi hót af, svo þaulæíðir eru þeir í listinni. Ungi maðurinn, sem þér sáuð inni í skrifstofu minni, var gjaldkeri þjófaábyrgðarfélagsins. Hann var hérna einmitt að sækja 200 dollarana. En svo hefir hann notað sér færið. En hvað er annars um þetta að tala? Við verðum þó öll að hafa ofan af fyrir okkur.» Svo hneigði hr. Tower sigkæruleysislega og fór leiðar sinnar. Ferðafólkinu kom ekki til 26*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.