Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 20
212 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. honum iðkun stjörnuvísindanna svo aðlaðandi en var frábrugðin hagsýnni starfsemi annara vísindalegra ransókna. Ressi starfsémi bróður míns hafði haldist við meira en í eitt ár; þá skeði hinn fyrsti af hinum leyndardómsfullu viðburðum, sem að mínu áliti voru yfirnáttúrlegir, og Alfred var viðriðinn. Eg var sjálfur vottur að hkium undarlega viðburði, sem eg ætla nú að greina þér frá. Meira. Bókmentír. Svo sem eg gat um í síðasta hefti N.kv. hefir sprottið upp á síðustu árum mesti fjöldi skálda, sem ekki hafa heyrzt eða þekzt, en gef- ið hafa út kvæðabækur og bæklinga. Skal hér nú getið hinna helztu þeirra lítillega. Sumt af þeim hefi eg víst aldrei séð, og verða skáldin þar að virða mér til vorkunar, þ tt eg geti rita þeirrá ekki. Ef eg man rétt þá byrjaði ljóðakveraflóð þetta með Harpa, nokkur kvæði eftir Baldvin Berg- vinsson. ísafirði 1603. Bók þessi er nærfelt 200 bls. og mætti búast við að þar væri ekki svo lítið efni við að fást. En því miður er bók þessi lítið annað en pappírinn, þó að prentað sé beggja megin á hvert blað. Eg man ekki eftir því að eg hafi séð bókarinnar getið í nokkru blaði eða riti—en það gerir nú minst til. Hún gæti nú verið jafngóð fyrir það. Rað fyrsta, sem fyrir manni verður, þegar farið er að lesa bókina, er þessi spurning: «F*ví er mað- urinn að berjast við að yrkja?«. Honum veitir svo frámunalega erfitt með formið, að lesend- unum detta ósjálfrátt í hug sumir gamlir sálmar, sem ekki hafa þótt vel liðugir í meðferðinni. En látum það nú vera. Grímur Thomsen hefir nú ekki þótt heldur vera sérlega formléttur, en hann bætir það margfaldlega upp með öð- ru, sem er enn þá matarmeira en formið. En hér er lítið um það. En það má bókin eiga að meinlaus er hún. Hún ber það með sér, að höfundurinn er guðhræddur maður, og læt- ur ekki svo illa að yrkja sálma, í þessum eldri tilþrifalausa stíl. sem lengst hefir verið ríkjandi meðal vor. En ef eitthvað er laglega sagt í kverinu má eiga það víst, að það er bergmál af öðrum, enda er þá oftast öllu til skila hald- ið með að hugsunin geti haldið sér. Eg skal að eins leyfa mér að taka eitt dæmi (bls-30). Pii, fagra vor— Þú, fagra vor —þú frjálsa tíð! Þú fegrar grund og dal, Ritt skart er grænt og blómin blíð Pau blíðka, meyju og hal. Hvernig liggur í því að ein tíð er frjáls, eða er ekki allur tími jafn frjáls, ef annars væri hægt að hafa það orð um tímann? Um það má víst lengi deila. Seinni partinum leiði eg minn hest frá að fá nokkurt vit út úr, eftir merkja- skipun þeirri sem þar er sett, og enda hvort sem er. Stundum fer hann að yrkja í líkingum, en hann er ekki fær til þess að geta það, þvi að þá skortir bæði efni og rímfimi til þess, að það geti orðið nokkuð úr því. Eg skal aðeins taka eitt lítið dæmi (bls. 102). Svanurinn og skyltan. »Hættu þessum harmasöng — harpan þín er brotin? Ekki verður leið þín löng þú liggur bráðum-skotinn. Mér leiðast tekur ljóðin þín. löngum allan daginn; þú syngur líka um síkin mín sjálfum þér í haginn.» Byssu þrífur brátt — en hún bakkann rakst í háa; örin flaug í ennisbrún — og örend hetjan knáa. Svanir flugu’ upp syngjandi, Svifu yfir líki,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.