Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 24
216 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. finna bjarta Ijóssins leið, lffsins upp á sigurhæð. aldrei byggi lýð um Ieið leirskáld þessar hæðir. Glötunar er brautin breið sem blindur fjöllin æðir, ein er krossins örugg leið, uppá sigurhæðir. Hvað er flestra skapaskeið! skáldið þar um fræðir: bak við grýtta grafa leið: gnæfa Sigurhæðir. Rér var einum gefin greið — sem gull úr steinum bræðir — andans hreina auðnu leið upp á sigurhæðir Matti greiðum gandi reið, geiminn kring sem æðir, firrðist neyð og lagði leið Ioks á Sigurhæðir Pótt að mentabraut sé breið. og bókin mörg sem fræðir, ýmsum verður örðug leið á andans sigurhæðir. En er gatan ekki greið, um sem þjóðin ræðir; biðjutn Guð oss bendi leið á bjartar sigurhæðir. Rungt er lífsins þrautaskeið þoka veginn klæðir; aldrei kemst eg alla leið upp á Sigurhæðir. Svíf eg hratt mitt sirklað skeið synda skattur hjartað mæðir, er því skratti ervið leið, upp á brattar Sigurhæðir. Eptir þessu eg allt af beið, að þú hærra næðir síðast mundir lífs á leið lenda á Sigurhæðir. Schiller. Skáldið Schiller lærði á sínum yngri árum að spila á hörpu. Nábúi hans, sem ekki gat þolað að heyra til hans, sagði einu sinni við hann. »Þú spilar eins og Davíð konungur, hr. Schiller, en ekki eins fagurt.« »Og þú« svaraði Schiller fljótlega «talar eins og Salómon, en ekki af eins miklum vísdómi.« Alt of mikil hlýðni. Assessor A. (keniur með fáti inn í skrifstofuna) *Hafið þið heyrt þá sorgarfregn, justisráð Pet- ersen druknaði í gær.« »Nei, er það mögulegt! Hvar?« »Það hvolfdi bát með hann á höfninni.« »Já, en gat hann þá ekki synt ?« »Jú, víst gat hann það, en í sama bili sem hann synti að bryggjunni, kemur hann auga á lög- regluauglýsing, er bannar að synda eða baða sig á þessum stað. Eins og löghlýðinn borgari vildi hann ekki gera það sem bannað var, og refsing lá við, hætti því að synda og druknaði.* Ekkja. Ekkja, sem sat við gröf manjis síns og grét, þurkaði tárin úr augunum og sagði: »Við eitt get eg þó huggað mig, nú veit eg þó hvar hann er á næturnar.i Bómull. »Getur þú sagt mér hvar bómull vex,« sagði faðir við litla dóttur sína. »Já pabbi, bómullin vex í eyrunum á henni ömmu. Samtal. Presturinn: »Þau eru æðimörg, föðurlausu börn - in, hérna í litlu sókninni okkar.« Ritstjórinn: »Já, því trúi eg vel, og það er yður að kenna prestur góður.« Presturinn: »Hvað segið þér? Hvernig þá?« »Ritstjórinn: »Nú, það eruð þér, sem altaf jarð- setjið foreldrana.* Fornu goðin unnu eið, eins og bókin ræðir, Prentsmiðja Björns Jónssonar.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.