Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 15
Á FERÐ OO FLUGI. 20? þó ekki uppnæmur, og komu honum nú að góðu liði yfirburðir þeir, sem hann hafði fram yfir okurkarlinn í því að geta talað enska tungu sem innfæddur. Hann hrópaði því upp: »Háttvirta samkoma, þessi náungi sem greip fram í fyrir mér, er auðsjáanlega enginn sæmd- armaður. Hann er vafalaust ekki úr flokki hinna göfugu mannvina, sem hvívetna verða á vegi manns í Bandaríkjunum. Hann þekkir eflaust ekki einu sinni almennar kurteisisreglur. Herrar mínir og frúr! eg hefi farið fram á að þér borguðuð nokkur sent fyrir að sjá mig leysa hina miklu ráðgátu vísindanna; ekki fyr- ir það, að eg þarfnist þessara fáu senta, lieldur af ahnennri kurteisi, til að móðga ekki hina frjálsbornu Bandaríkjaborgara, sem engar gjaf- ir girnast af óþektum mönntim. Eg sýni yður árangurinn af margra ára grufli í listarinnar þjónustu, og þér borgið fyrir það nokkur sent; hér fer því fram frjáls og heiðarleg veizlun, en engar gjafir eða sníkjur. Retta skilja ekki sníkjudýr og féprettamenn mannfélagsins. Digri karlinn þarna er eflaust einn af þeirra sauða- húsi. Hann lítur meira að segja út sem vél- ráðamaður, okurkarl. Já okurkarl, þar hitti eg á rétta nafnið; virðið þér fyrir yður þennan breiðleita skjanna, með flata nefið, ogtileygðu refsaugun, þunnu varirnar og skögultennurnar; ef þessi náungi er eigi sönn fyrirmynd að slægum og samvizkulausum fjármálaref kann eg ekki manni að lýsa. Allur hópurinn fór að hlæja. Bovreuil, sem skildi að nokkru leyti hvað Lavarede hafði sagt og að fólkið hló að honum, tók það ráð að hafa sig á brott, og vera þögull áhorfandi í fjarlægð. Retta orðakast milli þeirra keppi- nautanna, jók glaðværð fólksins, og hver ’um annan þveran fór nú að fleygja koparpening- um í Lavarede. Hann tíndi þá upp mjög nat- inn og sagði að síðustu: »Ágætt herrar mín- ir, nú vanta ekki nema 10 sent, og þá byrjar kraftaverkið. Ekki þurfti hann lengi að bíða eftir þeim, Síðan brýndi hann raustina og segir: «Herrar mínir og frúr, þér hafið lagt fram hundrað sent í kopar, og mér er því skylt að efna Ioforð mitt, og skýra yður frá leyndar- máli listar minnar. Fyrir þenna kopar get eg í hverri búð og hverjum banka, hér í þessari frægu borg fengið einn dollar í silfri, og eins og þér sjá'ð, herrar mínir, kent yður að breyta kopar í silfur, og þannig efnt loforð mitt.» Skær kvenmannshlátur kvað þá við úr hópn- um. Rað var ungfrú Aurett, sem hló svo hjart- anlega, að það hafði áhrif á þá sem næst stóðu, svo þeir fóru að hlæja að þessum glensfulla og töluga fjártálsmanni. ^'Retta er laglegt en meinlaust hrekkjabragð* sagði einn, og svo fór fólkið að tínast burtu, og hver hélt áfram leiðar sinnar. Hár maður og slarkaralegur, með sítt hár og skegg og villimannlegt útlit staldraði þó við. Hann vék sér að Lavarede og segir: »Koniið með hálfan dollar, kunningi. Eg hefi lagt til hálft sent í þetta fyrirtæki, og sentið hafið þér gert að dollai, þess vegna á eg hann hálfan. Upp með peningana umsvifalaust,« og hann sýndi sig í því að verja Lavarede veginn. Ensku feðginin þóttust sjá að þessi ná- ungi var til alls vís, og ungfrúin æpti upp yf- ir sig, en faðir hennar vildi fara að miðla málum. Lavarede bandaði honum frá, enda hafði þá mótstöðumaður hans gripið til skamm- byssunnar, og skotið reið af fram hjá höfðinu á franska manninum, og kúlan lenti í silkihatt skrautbúins herramanns, er fram hjá gekk. Hann tók pípuhattinn ofan, strauk yfir kúlugatið með erminni, og nöldraði eitthvað um, að það væri undarlegt, að þessir menn skyldu ’ekki ganga afsíðis, til að gera út um viðskifti sín. Síðan hélt hann áfram eins og ekkert hefði í skorizt. Lavarede hafði því nær jafnsnemma gripið til sinnar skammbyssu, og miðaði svo vel að kúla hans stórskemdi hanann á byssu mótstöðumannsins, og særði hann á hendi og féll þá vopn hans niður. »Er þetta ekki nóg« sagði hann? «Jú, mikil ósköp, herra minn, «all right«« murraði Kaliforníumaðurinn. Lavarede yfirgaf hann svo, og fór leiðar

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.