Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 17
KLUKKAN NÍU. 209 Klukkan níu. Viðburður frá stjórnarbyltingunni frönsku. Matthias Eggertsson þýddi. Aðfaranótt hins 30. dags júnímánaðar 1793 er minnisverð í varðhaldsbréfum Parisarborgar. Það var síðasta lífsnótt Girondingaforingjanna, sem getið höfðu sér frægð i fyrstu stjórnar- byltingunni frönsku. Um morguninn (hinn 30.) voru hálshöggn- ir tuttugu og tveir Girondingaforingjar; þeir Iétu lífið til að rýma fyrir Robespierre og hans mönnum. Með þeim liðu undir lok hinir síð- ustu af byltingamönnum þeim, er reis hugur við þjóðveldi, grundvölluðu á morðum. Orsökin til falls þeirra var jafnt sjálfum þeim að kenna og rás viðburðanna. Þeir leit- uðust við að fara meðalveg í hinum hræði- legu viðburðum þessara óttalegu tíma og féllu fyrir mönnum, sem voru miklu verri en þeir, einungis vegna þess, að það voru menn, sem vissu hvað þeir vildu. Gírondingarnir tóku dauðadómnum með djörfung og karlmannlegu sálarþreki. Dauði þeirra ávann þeim mestu frægð, og orð þau, sem einn þeirra lét sér um munn fara, þegar- dómurinn var lesinn upp, höfðu spádóm að geyma, sem átti bókstaflega að rætast: «Eg dey» sagði hann við dómara sína, «á þeim tíma, sem þjóðin hefir mist ráðið; en þið munuð deyja á þeim degi er hún vitkast aftur.« Um nóttina héldu Gírondingarnir hina nafn- kunnu veizlu í fangelsinu. Peir héldu hátíða- höld, hátíðlegan samverutíma sinn á undan af- tökunni, með háværum kæruleysisgáska. Auk þessara manna, sem dæmdir voru til dauða, voru fleiri viðstaddir þetta hátíðarhald. Pað voru menn, sem voru'í haldi, vegna þess að þeir voru uppvísir að því, að vera hlyntir Qírondingum, en nöfn þeirra hafa að líkind- um ekki verið meðal hinna frægari, þar eð sagan hefir þagað um nöfn þeirra. Eins og þegar hefir verið sagt voru þeir fangar, en ekki dæmdirtil dauða. Nokkrir þeirra, sem höfðu verið svo djarfir að mótmæla dauða- dómi hinna, áttu að vera viðstaddir aftökuna morguninn eftir; var það auðsjáanlega gert í þeim tilgangi að kúga þá til að Iáta undan. Robespierre og hans liðar þorðu ekki að gera meira að svo komnu. Pað var búið að bera á borð í varðhald- inu. Hinir dauðadæmdu höfðu safnazt í kring- um borðið ásamt vinum sínuni; ein skálatæð- an rak aðra; hergönguljóð voru sungin og tryllingsleg ofsakæti jókst meira og meir; þá kom alt í einu upp spurning við neðri endann á borðinu, og færðist á svipstundu umhverfis alt borðið. Spurning sú: »Um hvaða leyti fer aftakan fram?» Enginn af föngunum vissi það, og fanga- verðirnir virtust ekki heldur vilja gefa eða geta gefið neinar upplýsingar um það. Enginn hafði hugmynd um það, hvort morðvélin biði þeirra þegar um sólarupprás eða um miðjan dag; þar , til er heyrðist skröltið í fangákerrunni, mundi öllum það hulinn leyndardómur. Brátt var um ekkert annað talað, og hávaði og hlátur heyrðist úr öllum áttum. Sumir skoð- uðu hinn vanalega aftökutíma eins og reglu, sem einnig mundi verða fylgt daginn eftir. Aðrir sögðu að Robespierre og hans flokkur hefði þegar breyft oft út af fyrri venjum. Sum- staðar var stungið upp á því, að spá í spil, til þess að komast eftir hinum ákveðna tíma. Þeir, sem ekki voru dæmdir til dauða, veðjuðu hver við annan um tímann, og hinir dæmdu voru vottar að veðmálinu og voru hinir kát- ustu. Allir, að einum manni undanteknum, lögðu orð í belg að samræðum þeirra. Pessi eini var Gírondingurinn Duprat, einn af þeim, er dæm- ir voru til dauða. Hann var yngri en félagar 27

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.