Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1908, Blaðsíða 23
SMÆLKI. 215 Á blikandi norðljósa bogum eg berast mun glaður hátt yfir fjöllin mín fríðu og fagnandi skoða æskunnar indælu staði með andasjón skýrri. — Drottinn, þar dáist eg hrifinn, að dýrð þinni og veldi, Jón Guðmundsson. Smælki. Svefninn og vinnukrafturinn. Læknir nokkur þýzkur, Weggandt að nafni, hefir gert tilraunir á sjálfum sér til þess að vita, hvað svefninn hefir styrkjandi áhrif á manninn. Hann settist við að leggja saman einstafaðar tölur, og skrifa upp niðurstöðurnar, bæði á kvöldin, áður en hann fór ad hátta, á nóttunni eftir 1 — 5 stunda svefn, og svo á morgnana eftir nokkurru lengri svefn. Hann hafði klukku, sern hringdi á hverri mínútu, og gat hann því séð, hverju hann kom af á hverri mínútu. Hann kom Iangminstu í verk á kvöld- in, en mestu eftir hálfrar stundar svefn; nætur- tilraunirnar gengu lakara en morguntilraunirnar. Svo gerði hann aðra tilraun erviðari. Hann setti sér fyrir að læra tólfstafaðar tölur utan- bókar; þegar hann var búinn að festa eina tölu vel á minni, tók hann þá næstu fyrir, og merkti svo tölu tilraunanna fimtu hverja mínútu. Sást þá brátt á, að kvöldvinnan var lélegust, en morgunstörfin gengu góðum mun betur en næturtilraunirnar. Af þessu má sjá, að það sem þungt er eða erfitt heimtar meiri svefn en það sem létt- ara er. Pess má og geta, að hann tók eftir því, að hann átti örðugast að halda sér við efnið á morgnana; hugurinn vildi fljúga víða °g leita margs. Á nóttum var hann aftur full- ur deyfðar og leiða, og hugurinn svo þreytt- ur, að hann flaug ekki til annars, en hélt sér við efnið. Morguninn virðist því bezti vinnutími við alt það, sem hugsunar þarf með. Blað eitt á Englandi stofnaði til atkvæða- greiðslu um það í fyrra, hver stórmenni Eng- lands ætti þar mestan sóma skilið af þjóðinni, og hljóta legstað í Westminster kirku; en þar eru mestu ágætismenn þjóðarinnar jarðaðir. Síðan var skráin gefin út yfir atkvæðagreiðsluna. Efstur á blaði varð Shakespeare; næstir honum voru Wellingtön, Nelson, Chamberlain, Dickens og Cecil Rhodes: Á skránni voru 32 nöfn, en eigi nema 2 vísindamenn, Darwin og Newton. Var Darwin 16. í röðinni en Newton 25. Listar sem fann upp rotvörn í sáralækning- um og holskurðum, og vafalaust má telja einn af mestu velgerðamönnum mannkynsins, kom þar ekki til greina. Frakkar kunna betur að meta vísindin. Franskt blað eitt stofnaði til svipaðrar atkvæðagreiðslu; varð Pasteur þar efstur á blaði, en Napoleon mikli varð ekki nema 4. í röðinni. Steinolígnægtir Ameríku er sagt að fari þverrandi. Bæði er farið að minka um steinolíu í gömlu olíuhéruðunum, ,og svo er farið að minka um hana í nýju olíulendunutn í Texas og Louisiana. Árið 1905 fengust þar 40,6 milj. barrils (1 barril er 163'/2 h'tri eða rúmlega l1/s tunnu), en 1906 aðeins 19,7 milj. barril. Ann- ar landshluti einn gaf af sér 3x/2 miljónirbarr- ils í júnímánuði 1905, en slíkt eru líka eins dæmi, en í febrúar 1909 fengust þar aðeins 8000. Petta ætti að verða vatn á mylnu Rússa, og ýta undir þá að vinna hinar nýju steinolíu- lindir sínar. Sigurhœðctvísur. Æfi minnar skríð eg skei ð, skeikull stefnu naumast ræð. Af því gefst mér örðug leið upp á bjarta Sigurhæð. Fast eg þrái fram í deyð, freisting mig þó ginni skæð,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.