Nýjar kvöldvökur - 01.01.1912, Page 4

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1912, Page 4
2 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. ginnandi til þess að hann myndi eftir því í bráðina. Hann réð af að fara ofan, taka nokkra kubba, fara svo aftur, segja ábótanum, hvað hann hefði fundið, og spyrja hann, hvort hann mætti fara þangað aftur. Og svo fór hann ofan. Hann þorði varla að líta upp og líta á goðamyndirnar og mynd- irnar frá liðnum tímum, er ljómuðu í ýmsum litum þar á veggjunum. En Filammon var ung- ur og æskan er forvitin. Hann triíði á djöful- inn af öllu sítiu hjarta, og bað ynnilega nótt og dag um lausn undan árásum hans. Hann signdi sig og tautaði lágt: -)Drottinn, snú þú augum mínum frá þessari Iygi og falsi« — en horfði samt þangað. En hver hefði líka getað að því gert að horfa á fjóra risavaxna konunga, sem sátu þar illúðlegir og drembilegir, studdu höndum á kné sér og virtust bera björgin þar uppi yfir áhöfðunum? Hann fann til lotningar en engrar hræðslu. Hann þorði varla að beygja sig nið- ur og taka upp kubbana, svo hvössum aug- um horfðu þeir á hann, þessir konungar. Um kné þeirra og hásæti var alt ritað leynd- ardómsfullu letri, gömul egypzk speki, sem Móses, maður guðs, hafði verið fræddur í — því mátti hattn ekki þekkja hana líka? Rarna gátu falist leyndardómar liðinna alda og ókont- inna kynslóða, sem hann vissi ekkert um. Re^s- ir konungar þarna höfðu vitað það; það var eins og þeir væru að hugsa ttm að opna var- irnar og ætluðu að tala til hans .... Ó, að þeir segðu eitthvað . . . . En það varð ekki af því. Reir virtust helzt horfa niður til hans með steingerðu kuldaglotti djúprar fyrirlitning- ar — til hans, vesalingsins, sem var að lesa saman leifarnar af hátign þeirra, er áður var, og hann þorði ekki að líta upp aftur. Og hann horfði fram hjá þeim inn í langa, skuggasæla súlnasali, er hurfu í fjarska í svarta- myrkri inst að sjá, en framar var grænleit rökk- urbirta. Og á hverjum vegg og súlu var að sjá undarlegan útskurð og langar línur af máluðu letri og raðir af tnyndum: sigutfarir og vinnu- brögð og hópa af hernumdum mönnum í af- káralegum búningum. Rar sátu konur að veizlu, krýndar blómkrönsum, með ilmandi lótus- blóm í höndum. Rrælar báru þar fram vín og kryddmeti, konur og börn og dansmeyjar í gagnsæjum fötum, gullbeltaðar með gulleitum hörundslit léku þar ólmum dansi innan um manngrúann. Hvað átti þetta að þýða? Hvað var tilgangurinn? Því hafði hún lifað svona, þessi mikla veröld, öld eftir öld, kynslóð eftir kyn- slóð og aldrei vanist neinu betra?...........Af því að hún þekti ekkert betra. Forfeðurnir höfðu ráfað í myrkrinu fyrir mörgurn mannsöldrum. Og Kristur hafði ekki komið fram fyr en mörg- um mannsöldrum síðar. Hvaðan áttu þeir að fá þekkingu? Og svo voru þeir allir í helvíti — hver einn og einasti. Allar þessar konur, sem þarna sátu með skrýfða lokka, fagra blóm- sveiga, gimsteinamen og lótusblóm í dýr- um klæðum, er féllu fagurt um beinvaxið limalagið.---------Allar þessar konur, hve sætt og yndislega sem þær hafa brosað meðal vina og ástvina, og innan um börnin sín, án þess að hugsa út í það, hvað fyrir þeim lá — ja, hvað lá fyrir þeim — skilyrðislaust? — þær voru í helvíti — brunnu þar að eilífu, eilífu, beint undir fótum hans. Hann starði ofan í klappirnar. Bara að hann gæti séð í gegnum þær — og trúaraugun gátu það — séð, hvern- ig þær engdust samán eins og ormar í flökt- andi logunum, stiknandi og glóandi, í eilífum kvölum, svo að hugann hrylti við að hugsa til þess. Hann hafði einusinni brent sig á hend- inni, þegar kviknaði í pálmaviðarkofa; en hvað var það á móti þessu? Pessar kvöldust þús- und sinnum meira — og það að eilífu. Árang- urslaust æptu þær eftir einum dropa vatns til að kæla tungu sína. Hann hafði einusinni heyrt annað eins óp, að honum fanst. Pá var hann drengur, og annar drengur hafði verið að lauga sig hinumegin í ánni Níl, og þá kom krókó- díll og dró hann í kaf. Og þetta óp, þótt í fjarska væri, umdi sífelt í eyrum hans marga daga á eftir. Og að hugsa sér, að þessi óp glymdu innan um hvelfingar kvalastaðarins óaf- látanlega um alla eilífð. En var það hugsan-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.