Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Qupperneq 5
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 0 OKT.—DES. 1943 o XXXVI. ÁR, 10,—12.. HEFTI.
Höfundur Hornstrendingabókar
Ritstjóri nýrra Kvöldvakna hefir beðið
mig að skýra lesendum þeirra lítið eitt
frá höfundi Hornstrendingabókar, sem nú
mun vera í þann veginn að koma fyrir sjón-
ir íslenzkra lesenda. Þá er ég hefi lesið bók,
sem mér þykir nokkurs verð, eða heyrt get-
ið einhvers rits, sem mér er sagt, að tals-
vert sé í spunnið, þá fýsir mig jafnan að fá
að heyra eitthvað um höfundinn, ef hann
er mér ókunnur. Nú hygg ég, að þið, sem
gluggið í Hornstrendingabók eða lesið
hana, viljið gjarnan fá einhverja vitneskju
um höfund hennar, og þar sem ég hefi um-
gengizt hann svo að segja daglega í tólf ár,
er mér ljúft að verða við beiðni vinar okk-
ar, ritstjóra og útgefanda Kvöldvaknanna.
Þórleifur Bjarnason er Hornstrendingur.
Sunnan við Hornbjarg er Hornvík. Sunn-
an hennar er Hælavíkurbjarg, og sunnan
þess er Hælavík. Þar er Þórleifur fæddur
hinn 30. janúar 1908, og þar ólst hann upp
hjá móðurföður sínum, Guðna bónda
Kjartanssyni, og konu hans, Hjálmfríði ís-
leifsdóttur. Þau hjón bjuggu litlu búi og
voru frekar fátæk, en Þórleifur var eina
barnið á heimilinu, og þau unnu honum
mjög og voru honum sérlega góð. Sérstak-
lega var hann hændur að Guðna, afa sín-
um, og fylgdi honum svo að segja hvert
fótmál, þá er honum óx þroski.
Hjálmfríður var kona ekki bókhneigð,
en þó var hún ættfróð með afbrigðum og
minnug. Guðni bóndi var aftur á móti mik-
ill bókamaður og mjög fróðleiksfús. Hann
kunni mikið af gömlum sögnum og vísum,
og svo var hann vel að sér í íslendingasög-
um, að hann gat sagt frá hverri þeirra í
heild, atburðum öllum og mönnum, en
suma kafla hafði hann lært orði til orðs.
Hann vitnaði gjarnan í orð fornmanna, þá
er hann átti viðræður við menn, og einnig
í Vídalínspostillu, og þótti honum kenning
meistara Jóns bragðmikil og hressandi. —
Guðni var yfirleitt forn í máli og hugsun,
dáði orðsnilld, hreysti og karlmennsku. Oft
ræddi hann um skapferli fornmanna og
þau atvik íslendingasagna, sem örlaga-
þrungin virtust fyrir það fólk, sem þar var
lýst. Mun Þórleifur strax í bernsku hafa feng-
ið allgott tækifæri til að þroska meðfædda
hæfileika sína til athugunar á þeim atrið-
um lífsins, sem örlögum valda.
Þórleifur var snemma látinn byrja að
19