Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Page 6

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Page 6
146 HÖFUNDUR HORNSTRENDINGABÓ KAR N. Kv. vinna, eins og venja hefir verið í sveit. Hann fór ungur á bjarg til aðstoðar við siga- og veiðimenn, og níu ára var hann, þegar afi hans fór að hafa hann með sér á sjó og iáta hann renna færi. Um uppfræðslu Þórleifs er það að segja, að mjög snemma var byrjað að kenna hon- um að lesa, en honum sóttist lestrarnámið seint og illa, unz hann sjö ára gamall tók sig til og las Njálu aftur og aftur heilt sumar. Þá varð hann vel læs. í skóla gekk hann ekki fyrr en hann var 13 ára. Þá var hann sex vikur í farskóla í Höfn í Hornvík. Seytján ára fór hann að heiman, fór þá til Reykjavíkur og var í skóla hjá ísleifi Jóns- syni. Veturinn eftir var hann í Kennara- skólanum, og kennarapróf tók hann vorið 1929. Hann var farkennari í Önundarfirði veturinn eftir, en síðan eitt ár við fastan skóla á Suðureyri í Súgandafirði. Haustið 1931 varð hann kennari við barnaskólann á ísafirði og hefir verið það síðan. Vetur- inn 1934—’35 var hann í kennaraháskólan- um í Kaupmannahöfn. Hann hefir í mörg ár 'kennt íslenzku í kvöldskóla iðnaðar- manna á ísafirði og sögu í Gagnfræðaskóla ísafjarðar. Nú er Þórleifur námsstjóri á Vesturlandi. Hann er kvæntur Sigríði, dótt- ur Friðriks Hjartar, lengi skólastj. á Suður- eyri í Súgandafirði, en síðan á Siglufirði. Þórleifur þykir ágætur kennari, sérstak- lega í Islands- og mannskynssögu, og hann er góður fyrirlesari og hefir leikið hér á ísafirði við ágætan orðstír ýmis allvanda- söm hlutverk í merkum leikritum. Hann er og í persónulegri umgengni mjög skemmtilegur maður, málreifur og hressi- legur alla jafna, gamansamur og góðlátlega glettinn. Hann hefir afar glöggt auga fyrir sérkennum manna, ekki sízt þeim, sem brosleg eru, og hann er gæddur þeirri gáfu, að geta herrrtt hvers martns róm og lát- bragði og gert mönnum upp orðin. Hann segir vel frá, og hann er maður fjölfróður og minnugur, hefir lesið mjög mikið, eink- um sögulegs og jþóðfræðilegs efnis, en einnig fagrar bókmenntir, íslenzkar og er- lendar. Hann er reglu- og iðjumaður með afbrigðum, og þyrfti svo engan að undra, þó að Hornstrendingabók yrði ekki sú síð- asta, sem kæmi 'frá hans hendi. Mér datt það strax í hug, þá er ég hafði haft nokkur kynni af Þórleifi, að hann mundi hafa hæfileika til ritstarfa. Og svo höguðu atvikin jrví joannig, að árið 1932 vöktum við samanheilanótt, ræddummargt og sögðum hvor öðrum frá. Þá varð ég sannfærður um jrað, að í Þórleifi fælist rnerkur rithöfundur. Ég ámálgaði það svo við hann oft og einatt að skrifa eitthvað. Skáldskap? Skáld er ég ekki. Nú, láturn það vera. Fleira er matur en feitt kjöt. Þú getur skrifað um metkar persónur úr ís- lands- eða mannkynssögu — nú líka þjóð- sögur af Ströndum, sögur af einkennilegum mönnum eða einhvern skrambann, bara þú farir af stað.... En nei. Hann daufheyrðist við öllu mínu masi. . . . Svo. . . . Já, svo haustið 1941 kom hann til mín með nokkr- ar af þeirn sögnum, sem nú birtast í Florn- strendingabók, sagðist rétt hafa párað jretta að gamni sínu. Ja-á, ég lét 'sæmilega yfir og læddi því út úr mér, að það hefði nú getað farið nógu vel á því, að þessar sögur hefðu verið greyptar í umgerð. Umgerð? Jú,aðþað hefði fylgt j^eim eitthvað um fólkið, sögu j^ess, störf Jress og menningu. Já, já. Hon- um hafði nú í rauninni dottið þetta í hug. Og Hornstrendingabók varð til. Ég hefi heyrt hana nokkurn veginn jafnóðum og hún skapaðizt. . . . en. . . . en þetta átti ekki að verða neinn ritdómur. Hann kem- ur síðar. Og svo er ég sannfærður um það, að Þórleifur Bjarnason á eftir að gefa mér tilefni til að grípa til pennans oft og mörg- um sinnum, og hann á eftir að verða ykkur dýr, öllum, sem hafið svo mikið yndi af bókum, að þið kjósið þær heldur en hrað- hækkandi tölur í sparisjóðsbók. Guðmundur Gíslason Hagalín.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.