Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Qupperneq 10

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Qupperneq 10
150 SÆNSKIR HÖFÐINGJAR N. Kv. úr brunninum, og öldungarnir hörfuðu aftur á bak með hryllingi. — Sérðu hann? hvísluðu þeir — sérðu skrugguhamarinn, sem eldur himinsins slöngvaði niður á jörðina til þess að hjálpa Ura Kaipa-fólkinu. — Ég sé Itann, svaraði höfðinginn og beygði sig betur áfram. Niðri í .vatninu grillti hann í stóran stein, sem var líkur hamri í lögun og á stærð við úlf, sem hnipr- ar sig saman í svefni. — Opnar hann augað — heimtar hann blóð? spurðu öldungarnir Itvíslandi. Ura Kaipa veifaði blysinu fram og aftur til þess að sjá, hvort bjarminn lenti í gati, sem liöggvið Itafði verið í steininn, eins og fyrir hamarskaftið. En Ijósið speglaðist ekki í því, hann sá Jrar ekki nenra sorta. — Höfð- ingjanum varð léttara um andardráttinn. Hann var að hugsa um vin sinn úti á blót- steininum. — Skrugguhamarinn sefur, mælti hann — en í fyrramálið. . . . — 1 fyrramálið, í fyrramálið! átu öldung- arnir eftir honum, og svo fóru þeir leiðar sinnar til annarra kofa, sent stóðu utan við stein-hringinn. Hundarnir héldu áfram enn um stund að hlaupa um ýlfrandi, en að lok- um þögnuðu þeir líka og skreiddust inn í kofana til mannanna. 2. Karilas á blótsteininum. Meðan Jtessu fór fram, lá Karilas á blót- steininum án þess að geta ltreyft sig. Snjór- inn hlóðst niður á brjóst ltans og huldi all- an líkama hans. Báðum megin við höfuð hans hlóðst snjórinn ltærra og hærra, lagðist yfir enni hans og augun og munninn. — Ein af blótgyðjunum kom aftur, strauk snjóinn af andliti hans og lýsti yfir hann með blysinu. Honum fannst þetta vera miskunnarverk, og hönd hennar fannst hon- um vera mjúk og góð eins og mildrar móður. En Jregar hún kom aftur eftir langa stund, og hann sneri liöfðinu til þess að geta litið framan í hana, starði hann inii í augu, sem leiftruðu af morðlyst eins og í ránfugli. Hann flýtti sér að loka augunum. Hann reyndi að hugsa, en hugsanir lrans rákust alltaf á eitthvað hvítt og ógagnsætt eins og snjóinn. Það var vegna þess, að hann vissi ekkert um heiminn. Hann gat ekki hugsað lengra en níu ár aftur í tímann og ekki nema níu ár fram. Meira var þar ekki til. Og níu dagleiðir til hvorrar hand- ar — Jrar endaði veröldin, og jafn langt fram og jafnlagt aftur — endir alls. — Og í miðri þessari litlu og þröngu veröld, sem öll var full af snjó, lá hann einn og yfirgef- inn á blótsteininum. Enginn hugsaði um hann — ekki einu sinni bezti vinur lians. Honum rann klökkvi í barm, og hann kjökraði við sjálfan sig: — Þetta er ekki land, sem menn geta lif- að í! Hann varð syfjaður, Jjví að snjóhíðið, sem hann lá í, kældi ekki lengur. Honum fannst eins og yndisleg hlýja færast um alla limi sína. Hann hugsaði: — Ennþá er langt — mjög langt þangað til á morgun, Jjegar steinhnífar blótkvenn- anna fara að rífa varnarlausan líkama minn sundur. Þegar hann var búinn að liggja svona lengi, fór hann að spyrja sjálfan sig eins og í svefni, hvers veerna konan kæmi ekki aft- ur og stryki yfir andlit hans. — Hún var Jjó að minnsta kosti lifandi vera. Hann reyndi að opna augun, en augnahárin voru frosin saman, svo að það sveið, Jjegar hann hreyfði augnalokin. Hann Jjekkti ekki sjálfan sig lengur. Hið hvíta kafald var hætt og ótal stjörnur tindr- uðu skærar og frjálsar á hinum óendanlega dimmbláa dúk liiminsins. Og lengra burtu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.