Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Qupperneq 12

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Qupperneq 12
152 SÆNSKIR HÖFÐINGJAR N. Kv. nema augað i'yrir skaftið. Karilas tók hana og lagði hana á milli hnjánna á sér. Sá gamli, sem næstur honum sat sýndi honum, hvernig hann ætti að fara að. — Hann hét Sikauga. — Það er fljót lært, mælti Sikauga, og við höfum nógan tímann. Það er ekki annað en að setja mergjarhnútu eins og bor á stein- inn, og láta hana svo snúast milli handa sinna, eins hart og unnt er. Karilas batt stein fastan ofan á beinið, til þess að borinn yrði þyngri og ynni betur. — Þegar ég er kominn svo langt, að ég get smíðað höfðingja-öxi, hugsaði Karilas, þá verð ég aftur frjáls, og þá get ég aftur staðið hjá Ura Kaipa. — Og svo sneri hann born- um milli handanna, eins hart og hann gat. Þegar hann var búinn að vinna langa stund, gat hann þó ekki séð minnstu holu í steininn, aðeins ofurlítinn hvítan blett. — Þú átt stöðugt að hella vatni yfir og strá í sandi, sagði Sikauga — það er hinn hrjúfi, harði sandur, sem vinnur á tinn- unni. Karilas hlýddi. En svo byrjaði hann að svíða í lófana eins og af logandi eldi, og verkurinn gekk lengra og lengra upp eftir handleggjunum. — Nú er ég búinn að keppast við í hálfan dag, stundi hann að síðustu alveg slitupp- gefinn, og samt er langt frá, að ég sé búinn að bora auga á öxina. — Ég hefi borað frá báðum hliðum — þarna geturðu séð. En liolurnar hafa ekki ennþá mætzt. — Hálfan dag! hrópaði Sikauga. Hann hafði sjálfur harða, svarta sigghnúta í lóf- unum, svo að þeir litu út eins og ganghófar á hundsfótum. — Við höfum nógan tíma. Ég veit satt að segja ekki hversu lengi ég er nú búinn að vera að prýða skaftið á þess- ari stríðsöxi hérna, sem Ura Kaipa á að fá. Karilas þagði. Þegar farið var að dimma spurði hann Sikauga: —Hvenær heldur þú, að þú verðir búinn með þína öxi? — Tvö ár ennþá — það er jaað allra minnsta, sem .það getur tekið, svaraði sá gamli. Það versta er, að ég er farinn að verða máttlaus í öðrum handleggnum, svo ég veit ekki, hvort mér auðnast nokkurn tíma að ljúka við öxina. Takist mér það ekki, hefi ég þrælað til einskis. Þá verð ég aldrei frjáls maður. En þti ert ungur, svo að þér getur tekist það, ef þú ert þolinmóður. Daginn eftir var Karilas svo stirður í handleggjunum, að hann gat ekki lireyft þá.. Öxin lá óhreyfð milli fóta hans. — Öldung- arnir gengu um og litu eftir vinnu þræl- anna, og þegar þeir komu til Karilas, urðu þeir hamslausir af vonzku. — Þú ert alveg handónýtur, þræll! hróp- uðu þeir og rifu upp mold og hentu í hann til þess að svívirða hann sem allra mest. Allir limir þeirra skulfu eins og í krampa, og þeir ýmist krepptu hnefana eða glenntu út fingurnar. Einir tveir eða þrír þrælar hlupu þegar til og rifu af þeim húfurnar. Ofan á beru liöfðinu höfðu þeir svolítið lok bundið fast yfir gat, sem borað var á hauskúpuna rétt í hvirflinum. Á svona gat var litið með mikilli lotningu, og það máttu ekki aðrir hafa en mestu virðingamenn. Út um það átti að sleppa illum gufum og öndum, og þegar þeir dóu, átti sólin að skína þar inn og taka sál þeirra. Þeir lyftu nú upp lokunum og slepptu hinum illu öndum út. Urðu þeir þá ró- legri. — Höfðingi, sögðu þeir við Ura Kaipa, á rneðan þrælarnir létu aftur á þá húfurnar. Þú verður að láta Karilas ganga undir hina miklu raun. Allir þrælarnir fleygðu frá sér verkfærum sínum, þegar þeir heyrðu þetta, því að allir vissu — og það of vel — að það endaði sorg- lega fyrir öllum, sem dæmdir voru til að gangast undir hina miklu raun. — Einnig það heimtið þið af mér! mælti Ura Kaipa, þegar hann kom út í dyrnar. —
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.