Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Blaðsíða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Blaðsíða 17
N. Kv. SÆNSKIR HÖFÐINGJAR 153 Nú, jæja, Karilas, við þessu er ekki hægt að gera. Hendur þínar eru ónýtar til vinnu. Hvers vegna ættum við þá að vera að fæða þig og klæða? Sýndu mér nú, hvort speki þín er sterkari en líkami þinn. — Getir þú mælt öll auðæfi Ura Kaipa, þá rnátt þú halda lífinu, því að þá hefir þá staðist hina miklu raun. — Getur þú talið dýrgripi Ura Kaipa? Getur þú sagt mér hversu margar steinaxir hanga á kofa hans? Karilas gekk undir eins að kofanum og tók niður níu axir, sem hann lagði í hrúgu. Prælarnir fóru að hlæja. — Já, þetta getum við allir! hrópuðu þeir, svo langt geta allir Ura Kaipa-menn talið. En svo — en svo? Hvað geturðu svo gert? Karilas stóð nokkra stund alveg ráðþrota. Svo tók liann aðrar níu axir og lét þær í aðra hrúgu. Þrælarnir og öldungarnir hristu höfuðin og skildu ekki, hvað hann ætlaði sér. En hann hélt áfram að taka ax- irnar og leggja þær níu saman, þangað til hrúgurnar voru orðnar níu. — Já, það er gott og vel, sögðu öldung- arnir, en þú ert ekki búinn enn, það eru fleiri axir á blótkofanum. Karilas tók nú tvær síðustu axirnar niður og lagði þær út af fyrir sig. Svo stóð hann enn litla stund hikandi og var í vafa. En allt í einu hafði hann ráðið gátuna, og hann hrópaði alveg ljómandi af gleði: — Ura Kaipa! Þú átt níu sinnum níu steinaxir og auk þess tvær. Aðdáunarkliður heyrðist frá þrælunum, og Ura Kaipa gerði með fingrunum tákn- mynd eldingarinnar, hamarinn, í loftið. — Alltaf þangað til í dag hafa allir hald- ið steinaxir Ura Kaipa með öllu óteljandi, mælti hann. En ég hefi lengi vitað það af að kynnast þessum unglingi, að „hinir leiftrandi" hinum megin við vatnið búa yf- ir vizku, og eiga gáfur, sem oss eru duldar. — Illt ráð væri það, að taka slíkan þræl af lífi. 4, Karilas seldur mansali. Snjórinn byrjaði að þiðna og ísana leysti. Þá komu hinir framandi kaupmenn róandi upp eftir ánni með tinnu og raf til þess að hafa skipti á því og fá loðfeldi í staðinn. — Þeir voru villtir menn og grimmir. Sátu þeir á nóttunni við eldana, sem þeir kynntu niður við ströndina. Eitt kveld kom Ura Kaipa aleinn út úr kofa sínurn, kallaði á Karilas og bað hann að koma með sér. Þeir gengu svo áleiðis til strandar. — Drengurinn hérna er sá einasti, sem ég elska, hugsaði Ura Kaipa með sér og var sorgmæddur mjög. — Ég get ekki haldið það út að hafa bezta vin minn fyrir þræl, því að það er bannað að tala vingjarnlega við þræla. Mér er ekki unnt að rísa undir slíkri byrði dag eftir dag. — En hátt sagði hann að lokum: Það er svo erfitt að sjá hérna undir greinunum í rökkrinu. Ég verð að fá halda í hendina á þér, Karilas. Karilas fann að hjarta hans barðist um af gleði, þegar hönd vinar hans hvíldi á hand- legg hans. Þessa stund hefði hann getað fórnað lífinu fyrir Ura Kaipa. — Við skulum hraða okkur meira, mælti Ura Kaipa. . . . Ég hefi ekkert gagn af þér heima hjá mér. En kaupmennirnir geta sjálfsagt notað slíkan þræl. — Hann herti gönguna meira og meira til þess að fá ein- hvern enda á sálarkvalir sínar. Kaupmennirinr sátu á kistu, sem þeir vöktuðu mjög nákvæmlega. í henni fluttu þeir nokkuð, sem var svo dýrmætt, að þeir aldrei voru vanir að selja af því til annarra en hinna allra ríkustu handan vatnsins. Þegar Ura Kaipa sá, að þeir könnuðust við hann, mælti hann: — Fátækur er sá maður, sem engan þræl á, því að þá verður hann að vinna hvert verk sjálfur. En sá, sem á þræl, getur látið hann vinna, það sem honum þóknast. Hér 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.