Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Qupperneq 23

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Qupperneq 23
N. Kv, SÆNSKIR HOFÐINGJAR 159 matast af. Brotin brökuðu undir fótum þeirra, þegar þeir fóru út og lokuðu dys- inni. — Nú hefir þú fengið annað að hugsa um — og þú hefir nógan tímann! kölluðu þeir inn til hans. — Nú situr þú þarna inni í dysinni og undrast með sjálfum þér og spyrð, hvaðan það muni hafa komið forð- um daga, þetta sigursæla fólk, sem alltaf stöðugt ber sólskinið með sér í vopnum sín- um. — Vér skiljum þig, Ura Kaipa! — Nú viltu vera aleinn! Eldurinn logaði ennþá undir pottinum inni í dysinni hjá þeim dauða og kastaði bjarma sínum í gegnum sprungurnar milli efstu steinanna. — Já, hvaðan komum vér forðum daga? endurtók Karilas og rétti hendina spyrjandi móti suðri og austri. — Skáld! Getur nokk- ur ykkar svarað spurningu Ura Kaipa? Er nokkur meðal yðar, sem treystir sér til að ráða gátuna? — Lengi höfum vér nú þegar búið í landinu.... Og smám saman höfum vér lært að smíða oss hin leiftrandi vopn. Eitt — aðeins eitt veit ég, skáld! Og það er, að ekkert af yðar fornu kvæðum segir frá bjartari né dýrðlegri sumarnótt en þess- ari. — Og hér munum vér nú ryðja land og rækta. Land, sem menn geta lifað í um ald- ur og æfi. — J. B. S. HALDANE: Hættan af vondu lofti. Fyrir um öld síðan héldu menn að næt- urloft væri sérstaklega óhollt. Nú telur fjöldi manna það heilsusamlegt að sofa við opna glugga. Hver vísindaleg rök liggja til þeirrar skoðunar? Það er ekki öruggt að treysta áliti al- mennings, og jafnvel hagfræðilegar tölur og útreikningar geta leitt menn afvega. Það er t. d. enginn efi á því, að í Englandi •eru minni tannskemmdir hjá því fólki, sem notar tannsápu, en hinum, sem það gera ■ekki. En þegar á það er litið, að þeir, sem ;geta veitt sér það að hreinsa tennurnar með tannsápu, eiga einnig kost betri fæðu en Itinir og geta hæglegar leitað tannlækna, þá er þetta engin sönnun þess, að tannsáp- an ráði úrslitum um verndun tannanna. Á líkan hátt er hægt að sýna fram á, að fólk, sem lifir í offylltum húsakynnum hef- ir almennt lakara fæði og minni möguleika til almenns hreinlætis, en hinir, sem nægi- legt hafa liúsiýmið. Af því leiðir, að ekki verður unnt að benda á, að þrengslin ein valdi nokkru sérstöku meini. En nú vill svo til, að hægt er að sanna, að þrengsli í hús- um voru orsök sjúkdóma þar, sem íbúarnir höfðu gnótt heilnæms fæðis og hreinlætis- aðgerðir í bezta lagi, og enginn vafi er á því, að sjúkdómarnir bárust í andrúmsloft- inu. Eitt skýrasta dæmi í þessu efni er úr stríð- inu 1914—18. Þá var heilahimnubólga skæður sjúkdómur meðal hermannanna. Sjúkdómur þessi er ætíð mjög mannskæð- ur, en undir venjulegum kringumstæðum er hann fremnr sjaldgæfur, þótt sýkillinn sé svo útbreiddur, að hann sé að finna í hálsi hundraðasta hvers manns. Þegar sjúk- dómurinn gengur sem farsótt, hafa meira
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.