Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Page 28

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Page 28
1 62 BÆKUR N. Kv. Haraldur Sigurðsson og Helgi Hálfdán- arson. Isafoldarprentsmiðja h.f. Reykja- vík MCMXLIII. Margt kemur nú út góðra bóka, en fáar, sem betur mun verða tekið en Ferðabók Eggerts Ólafssonar. Eins og kunnugt er var hún upphaflega rituð á dönsku og kom hún út í Soröe 1772. Á þýzku kom hún út 1774 —75 og í ágripi 1779; á frönsku kom hún út 1802 og á ensku 1805. Þýðandinn kemst svo að orði í formála fyrir hinni nýju út- gáfu: „Það leikur vart á tveim tungum, að Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar sé eitt hið gagnmerkasta rit, sem um ísland hefir skráð verið fyrr og síðar. 1 meira en heila öld var hún hin eina lreild- arlýsing, sem til var á landinu, bæði um lréraðaskipan, náttúrufræði og þjóðlíf. . . . Það má einnig teljast vafasamt, hvort nokk- urt annað rit hefir borið þekkingu um ís- land jafnvíða nreðal erlendra þjóða“. Nú fyrst, eftir nær því 1% öld, kemur þetta merka rit út á íslenzku. í bókinni eru allar þær myndir, sem voru í frumútgáf- unni, ásamt korti af íslandi, sem fylgdi þeirri útgáfu. Hafi þýðandi og útgefendur þökk fyrir útgáfuna, með henni hafa þeir unnið þjóðnytytjastarf. Þ. M. J. Þóileifur Bjarnason: Hornstrendingabók. Útgefandi Þorsteinn M. Jónsson. Akur- eyri 1943. Það má með sanni segja, að Vestfirðir séu á dagskrá í íslenzka bókmenntaheiminum í ár. Sl. vor kom Barðstrendingabók, mikil bók og merk, og nú er Hornstrendingabók komin á markaðinn. Þetta er raunar alls ekki undarlegt. Á Vestfjörðum er náttúran hörð og hrikaleg. Baráttan fyrir lífinu hefir skapað þar liarðgert fólk, og erfiðar sam- göngur hafa valdið því, að fornar venjur og menningarhættir hafa geymst betur vestra en víðast annars staðar á landinu. En nú er nýi tíminn að halda innreið sína þar eins og annars staðar á landinu, og ber því að fagna þeirri viðleitni, sem hafin er með bókum þessum, til að forða frá gleymsku fornum minjum og kynna landsmönnum menning- ar- og lifnaðarháttu hinna afskekktustu byg'gða. Hornstrendingabók er mikið rit og sönn prýði hverju bókasafni. Höfundurinn, sem er Hornstrendingur að ætt og uppruna, er hvort tveggja í senn gagnkunnugur við- fangsefni sínu og hefir á því einlæga ást. Hann er og stílfær maður í bezta lagi, og ber bókin alls þessa ljósar minjar. í fyrsta þætti bókarinnar er stutt land- fræðileg lýsing Hornstranda 'og menning- arþættir ýmsir. Annar þáttur heitir „Bar- áttan við björgin" og sá þriðji „Dimma og dulmögn“. Enda þótt allir þættir þessir séu vel samdir, er þó „Baráttan við björgin“ veiga- mesti lrluti bókarinnar. Er þar lýsing á hin- um hættulega atvinnuvegi Hornstrendinga, bjargsiginu, og öllu sem þar að lýtur. Og meira að segja fylgir höfundur Hornstrend- ingum í verzluirarferðir þeirra með eggin til ísafjarðar. Ýmsir hafa áður lýst bjarg- sigi, en engin sú lýsing nálgast þessa. Þær hafa allar verið þurrar skýrslur áhorfenda, sem ekki hafa gert sér far um annað en að lýsa lrinu ytra. En í frásögn Þórleifs finnur lesandinn til með bjargfólkinu sjálfu. Hann fylgir eftirvæntingu þess, að sigatíminn byrji. Hann fylgir fyglingnum í hina geig- vænlegu hættuför um hyllur og stalla og tekur þátt í kvíða brúnarfólksins og fögn- uði, þegar fyglingurinn kemur lreill á húfi upp á brúnina. Og ekki má gleyma gleð- skapnum heima á bæjunum um bjartar vor- næturnar. En baráttan við björgin endar ekki ætíð með sigri. Þarna eru einnig sagð- ar margar harmsögur um þá vösku drengi, er féllu í baráttunni. Ég tel vafamál að

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.