Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Side 32

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Side 32
N. Kv. C. Krause: Dætur frumskógarins. Saga frá Mexíkó. Guðmundur Frimann þýddi. (Framhald). Marano rak upp djöfullegan hlátur. „Nú þykir mér vindurinn standa af réttri átt, drengur minn. Nú sjáum við þig í réttu ljósi. Það má vera, að þú hafir rétt fyrir þér, í því sem þú sagðir síðast. En heldurðu að þér vegni betur ef þú býrð einn yfir leyndanuáli þínu? Veiztu ekki, að í austurríkjunum hafa allir leyfi til að skjóta eins og hunda, þá þræla, er sloppið hafa frá eigendum sínum? Ef þú ekki gerir að vilja okkar, þá munum við húðstrýkja þig og systur þína, þangað til holdið lafir í tætlum á bakinu á ykkur. Síðan verður þú hengdur og systir þín send aftur til eigand- ans, sem vissulega mun hugga hana eftir hrakfarirnar — eða hitt þó beldur! Skil- urðu mig? Hvað segirðu um skilmála vora?“ „Ég hræðst ekki dauðann“, svaraði Henry lágri röddu, ,,og systur minni mun veitast styrkur til að þola allar þjáningar, sem á hana verða lagðar, og varðveita sakleysi sitt, þrælmennið þitt!“ í þessu komu Hodkin og Marton með Celíu. „Þessir tveir negrar“, hóf Marano mál sitt að nýju, „hafa strokið frá eiganda sín- um. Hann hefir látið veita þeim eftirför hingað og krefst þess nú að þau verði fram- seld. En mér finnst að ekki sé úr vegi að veitá þeim tilhlíðilega ráðningu að skiln- aði. Ég legg því til að við kynnum þeim píningartæki vor og hengjum strákinn árla í fyrramálið. Stelpuna getum við aftur á móti sent til eigandans. Hún er laglegasta skinn og húsbónda hennar er sennilega eftirsjá að henni. Hvað segið þið um uppá- stungu mína, piltar?“ „Hún er ágæt, og ég hygg að ég tali þar í nafni allra þorpsbúa“, mælti Hodkin. Voru nú ráðstafanir gerðar til að athöfn- in gæti farið fram. Meðan á undirbúningn- um stóð, gekk Marano, ásamt Banderas og Gomez inn í tjaldið. „Veslings systir mín“, mælti nú Henry við Celíu, „allar vonir okkar og allir fram- tíðardraumar virðast að engu orðnir. Dauð- inn virðist vera eina lausnin, sem bíði okkar". „Ég vissi það“, svaraði Celía hljómlausri röddu, „mig hefir lengi órað fyrir að eitt- hvað illt kæmi fyrir okkur“. „Þeir ætla sér að drepa mig, en þig ætla þeir að selja í hendur Gousalvos, sem hlýt- ur að hafa veitt okkur eftirför og vera hér á næstu grösum". ,,Ó, ég vildi heldur deyja, en að falla í hendur þessara þrælmenna”, mælti Celía. ,,Hlustaðu!“ mælti Henry, ,,ég heyri ein- hverja vera að tala saman hér nálægt“. Það voru þeir Marano og Banderas, sem áttu tal saman og töluðu svo hátt, að systkinin heyrðu hvert orð. „Hvers vegna viltu láta taka hann af lífi? Ekki getur hann þá gefið þér upplýsingar um leiðina í Gimsteinadalinn". „Haldið þið, að ég sé ekki með öllum mjalla! Nei, ég hefi ekki í hyggju að ráða hann af dögum, fyrr en við höfum fengið að

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.