Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Qupperneq 43

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Qupperneq 43
N. Kv. VITASTÍGURINN 175 „Armæðu lífsins þekki ég ekki. Menn- irnir fara fram lijá litspjaldi mínu eins og skuggar og hverfa í eyðimörkinni, — sælir! Á ferðum mínum liefi ég öðru hvoru hitt á græna vin, þar sem ég lrefi fengið mjólk og hunang og hlotið ástúðleg orð. Lífið er dá- samlegt, vinur minn!“ „Hefirðu selt nýlega nokkrar af myndum þínum?“ „Þær eru ekki falar. Þær eru ástgjafir mínar handa þeim, sem brosa hlýlega til mín. Nú skal ég segja þér, hvað fyrir mig kom í hinni vikunni. Ég kom gangandi niður dalinn. Litspjaldið mitt og penslarnir var allur bagginn. Ljós, loft og sólskin og öll fegurð jarðarinnar umkringdi mig. Ég var auðugastur allra í heimi. Ég settist nið- ur og málaði í einveru og dásamlegri kyrrð, þangað til konu bar þar að. Hún var opin- berun Ijóssins og fegurðarinnar, Gottlieb! Hún staðnæmdist að baki mér og horfði á það, sem ég var að mála.“ „Alltaf standa konur að baki, hö-hö-hö!“ „Hún var engill, gamli vinur.“ „Auðvitað! Fullorðnir englar eru ætíð kvenkyns. Hefirðu nokkru sinni séð engla sýnda í mynd fullorðins karlmanns?" „Nei, nei. En truflaðu mig nú ekki. Fyrst gramdist mér þetta, og ég ætlaði að biðja hana að fara; en Joá mætti ég þeim bláustu af öllum bláum augum, sem ég hefi nokkru smni litið á ævi minni. Þau voru mild og blá eins og vorhimininn og djúp eins og út- hafið. Hún var Ijóshærð, og andlit hennar bjart og hreint eins og fyrstu blóm vorsins. — „En hvað þér málið fallega,“ sagði hún. „Samanborið við meistaraverk Guðs verður allt annað visið og bleikt,“ svaraði ég og leit niður á hið bláa djúp. Hún roðnaði, Guð minn góður, hefði ég getað málað hana í því vetfangi! Ég tók upp litla mynd, sem ég hafði nýlokið við, og rétti henni. „Takið við þessu, og ef yður geðjast að því, skuluð þér geyma það!“ Hún tók við myndinni og ætlaði að lyfta hendinni í þakkarskyni. Ég greip höndina og kyssti á hana. Hún kippti henni snöggt að sér og leit á mig, hrygg í bragði. Ég stóð jrarna eins og syndari. . . . Svo sýndi ég henni frumriss mín. Ég blaðaði þeim öllum órólega og hikandi. „Þér eruð listamaður," sagði hún, ,,ég öfunda yður af allri þeirri fegurð, sem þér sjáið, en við, hversdagsmanneskjurnar, verðum eigi vör við.“ — „Jörðin er fögur, og lífið er dýrð- legt þær fáu mínútur, sem við lifum,“ sagði ég. „Þær fáu mínútur?" sagði hún og brosti. „Já, við lifum í mínútum, fagra kona, það sem er Jrar fyrir utan, verður aðeins ár, tómleg ár og leiðinleg." „Ég vil gjarnan greiða yður eitthvað fyrir myndina,“ sagði hún. „Nei, nei, ekki annað en það, sem ég hefi þegar fengið. Mér er bros góðrar manneskju meira virði en alheims gull og gersemar." „Hvernig getið þér vitað, að ég sé góð?“ sagði hún og hló. „Augu yðar skrökva ekki. Hafið þér þegar gleymt því, sem þér sögðuð rétt áðan, að listamenn sjái jrað, sem hversdagsmanneskjur verði ekki varar við?“ „J—á, ég átti við í náttúrunni.“ „Náttúran er alheimurinn, allt sem skapað er.“ Hún rétti mér höndina. Nú kyssti ég ekki á hana, heldur hneigði mig djúpt fyrir henni. „Hvað er nafn yðar, herra listamað- ur, og hvar eigið þér heima?“ spurði hún brosandi. „Sören Hangárd er nafn mitt, og heimilisfang mitt er hvarvetna þar, sem fuglar himinsins byggja hreiður sín.“ — „Ég mun samt einhvern tíma finna yður. Einn góðan veðurdag munuð þér óvænt fá kveðju frá Madeleine. . . . “ „Madeleine," hvíslaði ég. „Madeleine, á ég að fá að heyra frá yð- ur?“ „Þér hljótið að skilja, að ég get ekki verið skuldunautur yðar alla ævi.“ Hún tók litlu myndina mína og hélt henni upp fyrir framan sig, þannig, að sólin skein á hana. Ég fékk nú tóm til að virða hana fyrir mér. Hverja línu, háralitinn, allt, nema augun, Jrau er ekki hægt að mála, Gottlieb. „Mynd yðar er dásamleg," sagði hún loksins, „mér mun þykja mjög vænt um hana.“ Hún
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.