Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Page 44

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Page 44
176 VITASTÍGURINN N. Kv. kvaddi mig og hvarf í vegbugðunni. Ég tíndi saman málaradót mitt, ég gat ekki gert meira þann daginn.“ Hö-hö-hö, þú hittir hana eflaust einhvern tíma aftur,“ sagði Gottlieb. „O-nei, það er alls ekki víst. Þess háttar sýn varir aðeins fáeinar sekúndur. Hún má heldur ekki vara lengur. Hvernig myndi fara, ef hillingar væru negldar fastar á him- ininn?“ „O, það yrði sennilega fljótt leiðinlegt, liö-hö!“ Sören sat um hríð í djúpum hugsunum. Gottlieb sagði ekki meira. Hann vildi ekki trufla vin sinn. Þá kom Abla inn með rjúk- andi heitt eggjapúns. Sören spratt á fætur, og í augum hans brá fyrir leiftrandi glettni, svo að allt andlit hans ljómaði við Öblu gömlu. „í staðinn fyrir Madeleine ætla ég að mála þig! Hún er vorið, þú ert haustið — ég ætla að gera þig ódauðlega!“ ,,Ha-ha-ha, það er nú orðið um seinan, herra Hangárd. Hefði ég verið ung, væri öðru máli að gegna,“ svaraði Abla. „O, haust-stemningin getur verið fögur, — er það ekki satt, Gottlieb?“ Gottlieb kinkaði kolli, en Abla svaraði hvatskeytlega: „Annars þakka ég kærlega, en ég hefi fullkomlega nóg af haust-stemningu og gikt í öllum limum. Æ, það er leitt að verða gömul.“ „Það hefði átt að mála þig, þegar þú varst ung, Abla!“ sagði Gottlieb. „O-nei! Aldrei heli ég falleg verið, og ekki giftist ég heldur; en það hefir nú samt gengið vel án þess.“ „Þér finnst þá lífið inndælt, Abla, er ekki svo? kallaði Sören. Hann bergði á púnsinu og kinkaði til hennar kolli. „Já, það er þó satt og víst. Ég hefi átt marga skemmtistundina á ævinni," sagði hún. „Húrra! Þá erum við ,,kollegar“, Abla. Lífið lifi!“ Hann faðmaði Öblu gömlu og þrýsti henni að sér. „Nei, karlmenn, þeir verða nú svei mér aldrei fullorðnir," sagði Abla gamla og hvarf fram í eldhúsið. ---- Gottlieb fór yfir í bæinn. Honum virtist óhjákvæmilegt að útvega Sören læknishjálp. Eitthvað hlaut að vera að honum, úr því að hann var svona fölur og magur, og svo var þessi leiði hósti, sem aldrei virtist ætla að batna, Hann fór því að finna Kröger lækni. Hús læknisins var brúnt á lit og lá á milli tveggja klettastalla, eins og væri það að reyna að fela sig. „Húsið minnir helzt á héra, sem er að leita sér skjóls,“ hugsaði Gottlieb, þegar hann kom að hliðinu og' horfði upp eftir til hússins. Öðrum megin við veginn upp að húsinu var hár limgarð- ur. Hann var klipptur og vel hirtur; en nokkrar raðir af jarðarberjaplöntum voru visnar og vanhirtar með öllu. En þannig stóð á um hirðingu limgarðsins, að læknir- inn hafði bætt Mörtu görnlu grafhirðukonu sjónleysið ókeypis og gefið henni góð gler- augu í kaupbæti. Hún hafði síðan ekki get- að látið þakklæti sitt betur í ljós á annan hátt en að þrífa ofurlítið til í garði læknis- ins. Hún hafði klippt limgirðinguna. Gottlieb gekk upp að húsinu. Það var langt síðan hann hafði þangað komið, og virtist honum þar nú allt vanrækslu og hrörnun undirorpið. Húsið hafði ekki ver- ið málað árum saman. Brúni liturinn hafðí blakknað og var orðinn slitinn af veðri og vindum. Af þaki geymsluskúrsins hafði stormurinn feykt allmörgum þakhellum, og hafði ekki verið að því gert. — Það var troðfullt í biðstofunni. Kröger var landskunnur fyrir lækningar sínar, og allir í Straumsundi og nærsveitum litu upp til hans sem raunverulegs töfralæknis. Þar við bættist, að hann tók aldrei nema tvær krónur af „hverju nefi“ í læknisþóknun, hvort sem áttu í hlut ríkir menn eða fátæk-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.