Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Page 51

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Page 51
N. Kv. VITASTÍGURINN 181 Kröger veitti því ekki eftirtekt, er Gott- lieb kom inn. Hann sat annars hugar og horfði út gluggann. Gottlieb gekk að lion- uir. og sló á öxlina á nonum. „Er það mágkona mín, sem hefir töfrað þig svona, eða hvað?“ „Jæja, ert þu þarna? Ég var alveg búinn að gleyma þér. Ert þú lasinn?“ „Nei, en hvernig líður mágkonu minni?“ „Ég læt engar upplýsingar í té um sjúk- linga mína.“ „Hún er þá sjúklingur, hö-hö.“ „Á vissan hátt. En lrvað vilt þú annars?“ „Það er einn vinur minn í heimsókn hjá mér. Hann er með hósta, og mér virðist hann vera veikur.“ „Hvaða maður er hann?“ „Listmálari, framúrskarandi gáfaður.“ „Auðvitað. Hvað gerir hann hjá þér?“ „Það varðar þig ekkert um.“ „Jú, eigi ég að lækna manninn, verð ég að þekkja allar forsendur." „Sem stendur er hann að hvíla sig og safna kröftum." „Hm — málari, bráðgáfaður, hóstar og hvílir sig hjá Gottlieb Bramer, velgerða- manni sínum.“ „Hann er gení, Kröger! Öllum öðrum meiri. Þú ættir að sjá myndirnar hans!“ „Ég skal koma og líta á lungun í honum.*' „Að tíu árum liðnum munu listasöfn Norðurálfu berjast um myndir hans.“ „Góði Gottlieb minn Bramer, erfðaprins að Bjarkasetri og öðru skrani, þú ert og verður barnalegasti karlmaðurinn í heimi! Hefirðu ennþá þína gömlu tröllatrú á ágæti mannanna?" „Hví skyldi ég ekki hafa það? Allar manneskjur hafa sýnt mér vinsemd, hö-hö!“ „Einnig mágkona þín?“ „Manneskjur, sagði ég,“ hrópaði Gottlieb og smellti lófanum á borðið. Kröger læknir hélt áfram án þess að breyta vitund um svip: „Þú hefir þá ekki orðið fyrir vonbrigð- um sökum heimsku mannanna?“ „Heimsku mannanna? Nei, hennar liefi ég ekki orðið var á lífsleið minni. Ég skal segja þér nokkuð, Kröger, og það er, að ég hefi klambrað saman eins konar barnalær- dómi handa sjálfum mér. Og þar hljóðar fyrsta boðorðið þannig: Settu upp gleðisvip, þá gleðurðu vini þína, hö-hö!“ „Og gremur óvini þína,“ greip læknirinn fram í. „Ég á enga óvini, svo er Guði fyrir að þakka,“ sagði Gottlieb. „Þú hlýtur að vera hamingjusamur mað- ur.“ „Já, það er ég líka. Ef lífeyririnn minn væri aðeins helmingi eða heldur ferfalt hærri, þá skyldi ég hafa hrópað: Gloría, gloría, gloría! Já, þú manst víst, að það var fagnaðaróp okkar á stúdentaárunum, sér- staklega í hvert sinn, sem peningasendingar komu frá Bjarkasetri, hö-hö-hö!“ „Þá þóttumst við vera ríkir, Gottlieb. Manstu, að þegar peningarnir komu, fórum við altaf Jarír saman ofan til „Engebret"*) og pöntuðum sex bauta með öli og snafsi. Þú kallaðir það „Bjarkamál", ha-ha-ha!“ Gottlieb brá við. Árum saman hafði hann ekki heyrt Kröger hlæja. Einstöku sinnum brá aðeins örsnöggu kuldabrosi fyrir í and- liti hans. „Það voru hamingjusamir dagar," sagði hann lágt. „Svo hamingjusamir gætum við alltaf verið, ef við tækjum aðeins lífinu, eins og það ber að höndum," sagði Gottlieb. „Þú hefir í rauninni aldrei haft „þínar fjárhagslegu áhyggjur", eins og þú nefndir það, Gottlieb. Ég man vel, að þegar minnst varði, skrifaðirðu föður þínum og sagðist þjást af búksorgum!" Kröger hló aftur hjart- anlega. „Það var líka raunverulega satt, þegar svo margir áttu að lifa herralífi á hinum föður- legu styrkveitingum, hö-hö!“ *) Alkunnur matsölustaður í Osló um aldamótin. ÞýS.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.