Nýjar kvöldvökur - 01.07.1949, Qupperneq 20

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1949, Qupperneq 20
90 BJÖRN JÓNSSON MATHEWS N.-KV. líka 4 börn á lífi, 2 drengi og 2 stúlkur. Öll eru þessi börn sérlega efnileg og vel gefin. Björn á einnig tvær dætur: Stefanía Margrét fógift og barnlaus), hefur unnið í mörg ár hjá T. Eaton stórkaupmanni í Winnipeg, og liefur þar yfirumsjón í stórri söludeild. Aðalbjörg Guðrún er gift hérlendum járn- brautarstjóra, er William Lochard lieitir ébarnlaus). Yngstur barna þeirra var Guð- mundur, sá er áður er getið að drukknaði í Winnipegvatni. Það var seint í júlí á síðastl. ári að hingað bárust allmörg bréf frá leiðandi rriönnum í Oak Point. Okkur gömlu sveitungum Björns var boðið í gulll)rúðkaup þeiira Guðrúnar og Björns Mathews. Margir sátu það boð, þrátt fyrir rniklar annir um það leiti. Samsætið fór vel fram og var vel stjórnað. Mátti á öllu sjá, að þar fylgdi hug- ur liendi og orðum, og að þessi hjón höfðu unnið sér sömu vinsældir og álit þar eins og meðan þau dvöldu hjá okkur. Þau voru bæði hraustleg og glaðleg og mátti sjá að þau kunnu vel að meta heiður þann og vin- semd, sem þeim var sýnd. Svo leið rúmur mánuður. — Þá barst okk- ur aftur bréf, frá sömu mönnum. — Þá var okkur boðið að fylgja Birni til grafar. — Hann hafði orðið bráðkvaddur úti fyrir húsi sínu. Útför Björns fór fram frá Oak Point 8. september 1948. Líkið var flutt til Winni- peg og jarðað þar, því að þar hafði Jón, fað- ir Björns, keypt grafreit handa fjölskyldu sinni fyrir mörgum árum, þegar synir hans drukknuðu í Manitobavatni. En þá var eng- inn grafreitur í byggðinni. Síðan hafa allir, er dáið hafa hér af ættingjum Jóns, verið grafnir í þessum grafreit. —■ Það hefði mátt rita langt mál um Björn Mathews og störf lians, en eg er ekki fær um það. Hér verður því staðar numið. Eg vona þó aðþeir, erþetta ágrip lesa, fái rétta hugmynd um dugnað Iians og mannkosti. Eg hef verið fjölorður um ætt hans, sérstaklega Möðrudalsættina. vegna þess, að í þeirri ætt hafa verið stærri og hreinræktaðri mannkostir en í öðrum ættum, sem eg hef jrekkt. Sú ætt er sérstak- lega talin frá Jóni Sigurðssyni frá Teigi, er fyrstur varð sjálfseignarbóndi í Möðrudal, eftir að hann keypti jörðina 1798. Eftir það bjuggu afkomendur hans á jörðinni og áttu hana í nær 100 ár. Þeim liefur verið lýst svo hér að framan, að kalla má, að sti lýsing hafi átt við þá alla. Einkenni þeirra eru í stuttu máli þessi: Höfðingsskapur, hjálpsemi, drenglyndi og dugnaður. Hver sem er vel að þessum kostum búinn, hann þarf ekki meiri mannkosti. Þessir mundu fela í sér marga smærri mannkosti, sem flestir mundu verða að láta sér nægja. Þeir mundu líka hylja fjölda af smærri yfirsjónum. sem verða meðalmönnum erfiðar. Björn Mathews var enginn meðalmaður. Hann var mikilmenni. Hann „var maður hátt og lágt“, eins og skáldið kvað. Vogar, 27. febrúar 1949. Guðm. Jónsson frá Húsey. Upplendingasaga. Einu sinni voru Upplendingar á sjó og reru með landi fram. Er þeir urðu þreyttir, lögðu þeir að landi upp undir hamar, þar sem var dálítill klettaskúti í sjávarborði, og var þar logn og ládeyða. Er þeir höfðu hvílt sig um hríð, hafði flætt allmikið, svo að nú tók hnífillinn á bátnum upp undir berg- sylluna og skorðaðist jiar. Kallar þá einn j)eirra til hinna og segir: ,,Æ, komið J)ið nú og hjálpið mér að lyfta klettinum af bátn- um!“

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.